Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 16
gerði ég líka. Kaffi hafði ég á flösku, en það var orðið
jafn kalt og krapið úti, og hellti ég því í gólfið.
En ekki var til setunnar boðið. Nú varð að halda
áfram úi í illviðrið, þótt ekki væri það notalegt. Nú
skalf ég eins og hrísla og þráði-það mest að velta mér
útaf og sofna. En til þess mátti ég auðvitað ekki hugsa,
þar sem mér var Ijóst, að þá myndi ég ekki vakna aftur
til þess lífs. Kom þá fram í huga mínum, hvort það
myndi nokkuð betra að leggja útá heiðina og sofna
þar af þreytu?
Ég spratt upp og þaut út og skellti hurðinni í lás
á eftir mér. — Jú, víst var betra að berjast til þrautar,
heldur en að hníga í valinn að óreyndu. — Segir nú
ekki af ferð minni, fyrr en ég kom að læknum fyrr-
nefnda. En hann valt fram kolmórauður og algerlega
ófær. Nú leizt mér ekki á blikuna, því kæmist ég ekki
yfir Iækinn, var mér engin björgunar von. Var ég nú
svo aðframkomin af kulda, að ég átti erfitt með að
standa á fótunum. En litla stúlkan, sem lá veik heima,
var alltaf í huga mínum, og hennar vegna varð ég að
komast yfir lækinn, hvað sem það kostaði.
Ég gekk niðtur með læknum til að athuga, hvort ég
fyndi hvergi ísbrú, sem komast mætti á yfir lækinn,
en svo reyndist alls ekki. Sneri ég síðan við og hélt
lengra upp með læknum, unz ég sá mjóa ísspöng á
læknum. Hýrnaði nú heldur yfir mér, en er ég fór að
athuga þetta betur, reyndist spöngin alls ekki breiðari
en tæp mannslengd, og vatnið flæddi yfir hana. En
dimmt var af nóttu, og gat ég ekki séð, hve þykk hún
var. En nú var mér ekkert annað í huga en það eitt,
að komast yfir. Legg ég óðar á stað út á ísbrúna, og
er á svipstundu kominn yfir lækinn. En um leið og
ég er kominn upp á bakkann hinumegin, hrekkur ís-
brúin sundur og berst með straumnum niður allan læk.
Ég varð alveg undrandi, er ég sá á eftir spönginni og
varð þess var, hve þunnur ísinn hafði verið. Ekki veit
ég, hvað kom mér til að leggja útá spöngina, því að
á björtum degi hefði ég alls eigi gert það. — Síðan hefi
ég oft hugsað um þetta, hvað það muni hafa verið, sem
fleytti mér yfir lækinn. En dagar mínir voru ekki tald-
ir, og hefir það ráðið úrslitum.
Nú var stutt orðið til bæja, enda hafði ég þess fulla
þörf að komast í húsaskjól. Ég gat ekki lengur stað-
ið á fótunum, og var því farinn að skríða á fjór-
um dálítinn spöl í einu, en ganga svo á milli hitt veifið.
í slíku ástandi skreiddist ég heim að Bringum, sem þá
var efsti bær í Mosfellsdalnum. Mig undraði það mjög
að sjá þar ljós í gluggum, er ég kom heim á hlaðið,
og að sjá bæinn standa opinn. Þó vissi ég, að komið var
framfyrir háttatíma.
Ég geng nú inn í bæjardyrnar og drep á baðstofu-
hurðina, því að ég var þama vel kominn. Ér óðara opn-
að, og húsbóndinn stendur í dyrunum. Ég heilsa hon-
um, en hann stendur sem steini lostinn og horfir á mig
sýnilega steinhissa, en segir þó að lokum: — Ekki átti
ég á því von að sjá langferðamenn í þessu veðri. Kem-
ur þú raunverulega austan yfir heiði? Ég segi svó vera.
— Og ertu þá raunverulega lifandi, segir hann. — Tæp-
lega mun það nú vera, nema að hálfu leyti, segi ég.
Síðan spyr ég, hvað framorðið sé, og segir hann mér,
að klukkan sé Iiðlega 12. Var ég þá búinn að véra
hálfan tíunda tíma á leiðinni að austan.
Það var því engin furða, þótt þrek mitt væri tekið-
að þverra, og kuldinn farinn að sækja fast að mér,
þar sem ég hafði nú vaðið krap og vatnselg í hálfa
tíundu klukkustund í stórviðri og úrhellisrigningu. Býst
ég við að fleirum en mér hefði þá verið tekið að kólna.
Ég spyr nú bónda, hvort hægt muni að komast ofan
að Laxnesi núna í nótt. Hann neitar því og segir, að
tveir menn hafi snúið aftur við Kúalækinn, og sé hann
alveg ófær, og komist ég alls ekki lengra. — Enda sýn-
ist mér að þú sért ekki fær um að fara lengra að svo
stöddu, segir bóndi. Gengur hann síðan að mér og
klæðir mig úr kápunni, kallar svo á konu sína og segir
henni að hita mjólk eins fljótt og unnt sé. Síðan er ég
drifinn ofan í rúm og fæ þurr föt til skipta, og að
vörmu spori kemur húsfreyja með heita mjólk í könnu,
og er ég látinn drekka hana í skyndi. Að því loknu valt
ég útaf steinsofandi og vissi ekkert af mér, fyrr en ég
var vakinn með heitu kaffi morguninn eftir.
Mér leið svona allsæmilega vel, en fætumir vom
helaumir og bólgnir. Voru mér nú færð föt mín öll
þurr og vel hirt. Spurði ég þá, hvort þau hefðu gert
sér næturvöku til að þurrka fötin mín. — Ekki gerðum
við það nú sérstaklega, sagði húsfreyja, heldur vöktum
við yfir kú, sem var að bera og losnaði ekki við kálf-
inn fyrr en í morgun.
Þegar ég kom út, var hlákuhryssingnum lokið, og
allt orðið hvítt af snjó. Hefði ég því ekki átt sjö dag-
ana sæla að liggja úti alla þá nótt.
Ég dreif mig þegar á stað ofan að Laxnesi. En er
þangað kom, var sem fólkið hefði heimt mig úr helju.
Þannig stóð á því, að Einar húsbóndi minn hafði símað
þangað og sagt þeim, að ég hefði lagt á heiðina og
ætlað að ná að Laxnesi um kvöldið. Og síðan hefði
hann alltaf verið að spyrja eftir mér. Símaði ég nú
austur og sagði honum, hvar ég hefði verið um nótt-
ina. Varð hann heldur en ekki glaður, er hann heyrði
til mín, og sagðist hann ekki hafa sofnað um nóttina
af hræðslu um, að ég myndi ekld hafa mig af heið-
inni. Sagði ég honum, að það hefði líka verið rétt á
takmörkum, að ég hefði náð að Bringum um kvöldið.
En svo sagði ég honum, að meðulin væru ekki komin
að Laxnesi, og þyrfti ég því að fara alla leið til Reykja-
víkur eftir þeim, og að svo mæltu kvaddi ég hann í
símanum.
Síðan fór ég með mjólkurbílnum, sem var að leggja
á stað til Reykjavíkur, náði þar í meðulin og kom svo
með sama bílnum aftur upp að Laxnesi. Var þá komið
kvöld, en samt hélt ég áfram, þótt ég ætti erfitt með
gang sökum þess, hve fætumir voru sárir.
Það var orðið aldimmt, er ég kom upp að Bringum,
og vildi fólkið, að ég yrði þar um nóttina. Útlit var
ljótt, og tekið að snjóa, og svo blindað að ekld sáust
greinileg skil á neinu. En ekki tjáði að tala um það.
Áfram varð ég að halda. Hvíldi ég á Bringum í tvær
400 Heima er bezt