Heima er bezt - 01.12.1957, Side 17
klukkustundir, borðaði þar vel og lagði síðan á stað,
er klukkan sló 11 um kvöldið.
Það var ekki álitlegt að leggja á stað út í þetta myrk-
ur, en ég varð að vona hið bezta og treysta því, að
skaparinn gæfi mér þann kraft, að ég kæmist yfir heið-
ina. En greinilega fundust mér kraftarnir minni núna,
heldur en daginn áður, og ég fann það vel, að kuld-
inn hafði gengið of nærri mér um nóttina.
Hélt ég nú sem leiðin lá upp með djúpu gili, sem lá
uppfrá bænum, og meðan það entist, var ég viss með
að rata. Eg ákvað nú í huganum stefnuna, eins og ég
hélt hana vera austur á þjóðveginn, en þangað var all-
löng leið frá gilinu. Ég held nú útá þessa flatneskju
og geng lengi, lengi, án þess að verða var nokkurs
merkis þess, að ég sé farinn að nálgast veginn. En
vörður voru meðfram honum alla leið til byggða, en
nú voru þær hvítar af snjó, svo að tilviljun ein réði
því, hvort ég hitti á veg og vörður.
Loks sé ég eitthvað framundan mér, og held þegar
að þetta sé varða, og varð nú harla glaður. En þetta
reyndist því miður á annan veg, því er ég kom að
þessu, sé ég að þetta er klettur eða hóll, sem stendur
uppúr hjaminu, og kannaðist ég þegar við hann. En
ekki var það neitt gleðiefni, því að hér var ég kominn
langt afleiðis. Hafði ég hallað mér um of til norðurs,
en þessi klettahóll var dálítið sérkennilegur að því leyti,
að kollur hans var sprunginn sundur, og lá sprangan
til austurs og vesturs. Þarna hafði ég því áttavita, og
kom það sér vel fyrir mig þessa stundina, því ég var
víst ekki vel viss í áttunum, þótt mér hefði ekki orðið
það ljóst fyrr en þama.
Nú vissi ég ekkert, hvað gera skyldi, því litlar voru
líkur til þess, að ég fyndi veginn úr þessu. Bæði var nú
náttmyrkur og hríð og afar ömurlegt að standa þarna
og horfa útí sortann, og við það bættist svo, að ég
hafði ekki náð mér eftir kuldann nóttina áður. En ekki
dugði að gefast upp. En það var hægra sagt en gert að
átta sig í þessu myrkri. Samt reyndi ég að taka stefnu
til suðurs, ef ske kynni að ég hitti á eitthvað, sem ég
kannaðist við. En er ég hafði gengið dálítinn spöl,
grípur mig sú heljarhræðsla, að nú sé ég búinn að týna
meðalabögglinum, svo ég þríf af mér pokann í mesta
ofboði og fer að skoða í hann, en þar var auðvitað
allt með kyrrum kjörum, eins og vera bar; en ég vil
hér geta þess, að þetta kom fyrir mig þrívegis um nótt-
ina, svo að það má hafa til marks um það, að ekki
hefir mér liðið vel nóttina þá.
Ég vík nú aftur að því, er frá var horfið. Varð sú
niðurstaða hjá mér að snúa aftur og reyna að fara sömu
leið, og ég hafði komið, ef ske kynni að ég þá hitti á
eitthvað, sem ég gæti áttað mig á, því nú var ekki uin
annað að gera. Tek ég nú stefnuna til suðurs frá hóln-
um, og reyni að ná aftur gilinu, og síðan hvort ég
geti ekki náð veginum þaðan. Mér létti mjög í huga
við þessa ákvörðun mína. Því svo framarlega sem ég
færi ekki alveg í hring, mætti skekkja verða allmikil
hjá mér, ef ég fyndi ekki gilið. Held ég nú áfram á
þennan hátt, en án þess að finna nokkuð. Var ég nú
farinn að þreytast allmikið, en um það var ekki að fást,
og áfram varð að halda. Loks sé ég svarta rönd uppúr
snjónum framundan mér. Held ég þegar að þetta sé
gilið, og verð nú heldur en ekki glaður. En er ég tek
að athuga þetta nánar, sé ég að þetta er holtajaðar, sem
liggur alveg þvert fyrir leið minni. Og er ég fer að
brjóta heilann um, hvar þetta muni vera, man ég allt
í einu, að ég gekk framhjá svona holtajaðri nóttina áður
og kafaði þar djúpt í krapið meðfram því. — Þessi
holtajaðar var miklu austar en gilið, og hafði ég því
gengið í stóran sveig til austurs. — Datt mér nú í hug
að leita í fönninni og slóðinni minni, en nú var kom-
inn nýr snjór og huldi allt, og fór ég því mjög gæti-
lega að öllu. í fyrstu fann ég ekkert, sem bent gæti á,
að slóðin væri þarna, en samt hélt ég áfram að leita. —
Hefði einhver séð mig þarna, skríðandi á fjórum fót-
um við að sópa þurtu nýsnjónum með höndunum,
myndi honum sennilega ekki hafa blandast hugur um
það, að hér væri einhver dálaglega ruglaður í kollinum
á ferð. En nú var ég þarna aleinn í náttmyrkrinu og
hríðinni, og um vit mitt þessa stundina, skal ég ekkert
dæma. Ég gerði aðeins allt það, sem mér gat dottið í
hug að ef til vill yrði til þess að vísa mér á rétta leið.
Og þessu hélt ég áfram, unz ég finn svolitla holu í
gamla snjónum, en er samt ekki viss um, hvort hér sé
um spor að ræða og held því áfram krafsi mínu, unz
ég finn aðra holu og síðan þá þriðju, og þá er ég ekki
lengur í vafa um, að hérna sé slóðin mín undir snjón-
um. Ég varð svo glaður yfir þessari heppni minni, að
ég lofaði Guð hástöfum fyrir það, að nú var ég kom-
inn á rétta leið.
Ég rís nú upp úr fönninni með nýjum krafti og
stefni í austur, eftir því sem slóðin vísaði og innan
skamms rek ég mig á vörðu fyrir austan veginn. Hafði
ég þá farið yfir hann, án þess að verða þess var, en nú
var opin leiðin til byggða, þótt löng væri. Og mikið
var ég glaður yfir því, að hafa loks fundið rétta leið,
og býst ég við, að fáir hafi verið sælli heldur en ég
þessa stundina, hátt uppá heiði í hríðinni og nátt-
myrkrinu.
Ég kom að Sæluhúsinu og fór þar inn stundarkorn.
Nú gat ég kveikt þar ljós og étið brauð mitt ein-
tómt, án þess að gleypa bréfið með því. Ekki tafði
ég þarna lengi, því ldukkan var orðin fjögur, er ég
kom í Sæluhúsið. Var því útlit á, að mér myndi ekki
ætla að endast nóttina til heimferðarinnar. —
Er nú ekki að orðlengja það, að ég kom heim um
fótaferðartíma og afhenti meðulin, og urðu hjónin bæði
mjög fegin, þegar þau sáu mig aftur. Og sjaldan hefi
ég orðið hvíldinni fegnari en þá, og ánægður var ég
yfir því að vera sloppinn heill á húfi úr þessari rosa-
för minni yfir Mosfellssheiði.
Ég fór þegar upp í herbergi mitt og háttaði og var
í sama vetfangi steinsofnaður. Klukkan 3 um daginn
var ég svo vakinn, er húsfreyja kom með kaffi og heitar
pönnukökur, og segir mér þær fréttir, að nú líði Guð-
björgu litlu miklu betur, síðan hún hafi fengið meðulin.
Segi ég henni síðan alla ferðasöguna, og varð hún
Heima er bezt 401