Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 18
alveg undrandi yfir því, að ég skyldi hafa komizt lif- andi suður yfir heiði. Sagði ég henni, að allt hafi það verið peysunni góðu að þakka, því að annars hefði ég nú legið steindauður og stirðnaður útá Mosfellsheiði. Hún hlær að mér og þakkar mér með handabandi og gengur út. STUTTUR EFTIRMÁLI. Ég ætla að lokum að bæta hér við nokkrum atrið- um um Mosfellsheiði. var orðinn gagnkunnugur þessari ömurlegu heiði. Bæði var það að ég hafði svo ótal sinnum farið um hana eftir þjóðveginum, og einnig margoft farið um hana í göngum og smalamennsku. Auk þess var ég síðast, en ekki sízt, í 12 vikna vega- vinnu á Mosfellssheiði og í námunda við hana, svo að þar var tæplega sá staður til, sem ég ekki þekkti all- glöggt og náið. Enda kom það sér betur fyrir mig í ferð þeirri, sem ég hér hefi sagt frá. Það er semsé ólíkt betra að vera sæmilega kunnugur á þeim slóðum, sem farið er um í hríð og náttmyrkri, þótt ekki sé það ein- hlítt. Reynir títt á bæði kjark og dugnað, eigi vel að fara. En það þóttist ég hafa á við hvern annan, meðan ég var uppá það bezta. Ég gafst aldrei upp á svipuðum ferðum þessari. Ég skreið þá heldur spöl og spöl í stað þess að gefast upp og setjast að. Því það veit ég með vissu, að þá hefðu dagar mínir verið taldir fyrir löngu, og bein mín legið mosavaxin uppi á einhverri heiðinni. Og oft getur dauðinn verið kærkominn þreyttum ferðamanni. Það er reynsla mín, að þegar kuldi og þreyta ætla að yfirbuga mann í samtökum við hríð og náttmyrkur, þá ríði á að beita öllum kjarki sínum og dugnaði til að yfirbuga þessa félaga, því að þeir sækja fast á og hart. En hræðilegust er einveran á slíkum stundum. Það er hún, sem drepið hefir flesta þá, sem úti hafa orðið á öræfum þessa Iands. En víkjum nú aftur að Mosfellsheiðinni. Á heimleið- inni hina umræddu nótt veitti ég því eftirtekt, að á tveimur stöðum höfðu flóðin rifið sundur veginn, svo að ekkert stóð eftir annað en undirstaðan ein. I Þórðar- gili var aðeins ræsið eftir, og þó ekki að öllu leyti. Var þar aðeins stærsta hellan á norðurbrún vegarins, sem hægt var að ganga á yfir um. Og svo nokkru austar, þar sem ég hafði lent í fyrsta flóðinu, var vegur- inn algerlega horfinn á breiðum kafla. Það mun flestum ferðamönnum ljóst, hvaða erfið- leika hér hefir verið við að stríða fyrir mig, meðan vatnagangúrinn var í algleymingi. Enda var þetta sú alversta ferð, sem ég hefi farið yfir Mosfellsheiði. Bjó •ég Iengi að því síðan, því kuldinn lamaði svo taugar mínar eftirá, að ég var fleiri ár að rétta við. Og oft eftir þetta greip sá ótti mig títt á ferðalagi, að nú væri ég búinn að týna því, sem ég hafði meðferðis! En auðvitað reyndist þetta alltaf vitleysa. — Það er af Guðbjörgu litlu að segja, að hún lifði aðeins fáein ár eftir þetta. Dó hún þá úr kíghósta, blessuð litla stúlkan. Guðni Sigurðsson. Gamlir kunningjar Framh. af bls. 397. • Örðugan ég átti gang, yfir hraun og klungur. Einatt lá mér fjall í fang, frá því ég var ungur. Heimild: Þingeyinga ljóð.) Jón Helgason í Keflavík undir Jökli, kvað einhverju sinni við Jón sýslumann Arnórsson éldri (d. 1792), þá er sýslumaður sakaði hann um tíundasvik: Margur er sá mammons þræll, sem menntina ber þó ríka. Kæri, minn nafni, komdu sæll, á kjól eru þjófar líka. (Blanda, 4. h., 1928.) Einhverju sinni kom Sveinn frá Elivogum á bæ nokkum. Þegar hann hafði heilsað húsfreyju, kastaði hann fram þessum vísuparti: Hvert skal halda, hringalín,, hugró ná, ef kynni? . \ Húsfreyja botnaði þegar: Þar sem hvorki víf né vín verður á götu þinni. Nokkrar vísur lifa enn manna á meðal eftir Jón Árnason frá Víðimýri. Og kemur þá hér ein, sem honum hefur verið eignuð, og sagnir era til um það, að vísa þessi sé draumvísa. Hafi mann nokkurn dreymt, að Jón kæmi á gluggann og kvæði þessa vísu, og átti það að vera sömu nóttina og Jón drukknaði í Héraðs- vötnum: Það er bágt að bjarga sér, bilar mátt í leynum. Svarta nátt að sjónum ber, segir fátt af einum. Einnig er þessi sögð eftir hann: Þó ég lengi þar og hér þambi áfengan bjórinn, veit þó enginn ýta, mér að hvar þrengir skórinn. 402 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.