Heima er bezt - 01.12.1957, Síða 20
Yosemite fossar.
í fullum blóma. Fátt fólk var á ferli, enda var þetta
um hádegi á sunnudag. Ég brá mér inn á veitingastofu
og fékk mér kaffi, annað var. þar ekki betra að hafa.
Innar af kaffistofunni, sem var lítil, var geysimikill
salur með keilubrautum, en til hliðar knattborðsstofa
með 10—15 knattborðum. Var hvorttveggja fullskipað
bæði af körlum og konum, flest var það ungt fólk, og
virtist skemmta sér prýðilega.
Ég kom aftur á stöðina nokkru á undan bílnum. Sá
ég að lesning nokkur var þar í tveimur hylkjum á
veggnum, og hugði gott til glóðarinnar, að stytta mér
stundir, þar sem ég hafði ekkert þeirra hluta í fórum
mínum. En þegar til skyldi taka, voru aðventistarit í
öðru hólfinu, en bæklingar frá Christian Science í hinu.
Kaus ég það heldur, og sá ekki eftir. Þarna voru
sem sé hinar furðulegustu sögur um lækningar Christian
Science manna, en sem kunnugt er, lækna þeir með
sálmasöng og bænalestri. Einn skýrði þar frá lækningu
á illkynjaðri inflúensu, annar á þrálátu fótarmeini og
hinn þriðji á krabbameini í hálsi og munni, sem nærri
hafði dregið hann til dauða. Margar aðrar frásagnir
voru þarna jafnfurðulegar. Stundum hafði batinn kom-
ið skyndilega, en oft var hann meira hægfara, tók jafn-
vel 1—2 ár. En þegar ég var sem mest sokldnn niður í
að lesa um þessar undralækningar, kom vinur minn aft-
ur í gættina og sagði að nú væri bíllinn kominn. Steig
ég upp í hann og var nú ekið til afgreiðslustöðvar hans.
Þar fékk ég farseðil og tilkynningu um að herbergi biði
mín í Yosemite Lodge. Get ég þessa sem dæmi þess,
hversu hvert smáatriði ferðarinnar var undirbúið.
Fátt samferðafólk var í bílnum, enda komið haust og
fjallaferðum að mestu lokið. Bílstjórinn var hressilegur
náungi, hafði spaugsyrði á reiðum höndum og reykti
sígarettur án afláts við stýrið, rétt eins og Bjössi í
mjólkurbílnum, heima á íslandi.
Næst Merced tekur landið litlum breytingum. En
eftir nálægt klukkustundar ferð, var sem komið væri
inn í nýjan heim. Ræktaða landið hvarf með öllu, en
við tók endalaus, sólbrunnin grasslétta. Merki byggðar
sáust þar lítil önnur en nautahjarðir, sumar furðu stórar.
Allvíða eru skýli reist í bithaganum, og virtist mér
sem þar væru sums staðar tæld til brynningar. Bæir
voru svo fáir og strjálir, að langt þætti milli bæja hér
á íslandi. Umhverfis þá stóðu nokkur tré, en annars
var sléttan trjálaus með öllu. En reykjarmóðan huldi
fjallasýn sem fyrr. Smám saman tók landslagið að breyt-
ast, í stað marflatrar sléttunnar taka við ásar og hæðir.
Gresjan breytist um leið í savanna með trjám á víð og
dreif. Smám saman gerast ásarnir hærri og brekkurnar
brattari, og um leið gerist skógurinn samfelldur, blend-
ingsskógur af barrviðum og eik. Vér erum komin í
undirhlíðar Snæfjalla (Sierra Nevada). Uppi í skóg-
unum þéttist byggðin á ný, og er nú ljóst að komið er
í ferðamannalandið. Alls staðar er stráð auglýsingum
um hótel, mótel leiguhúsnæði, tjaldstæði og þessháttar,
er ferðamanninn varðar. Loks staðnæmdumst við hjá
veitingastað, sem heitir Timber lodge. Er það bjálkahús
mikið, eins og títt er á þessum slóðum. Fyrir dyrum
úti stóðu tveir ungir Indíánar í bláum vinnufötum.
Voru það fyrstu mennimir af þeim kynstofni, er ég
sá nærri mér. Fleldur þóttu mér þeir dauflegir ásýnd-
um og silalegir í hreyfingum, og harla ólíkir Indíán-
um þeim, sem lýst var í skáldsögum, er ég hafði Iesið
endur fyrir löngu. En þeir karlar þeystu á hálfvilltum
sléttuhestum, búnir fjaðraskrauti og veiddu ólma vís-
unda með spjótalögum eða örvum, höfuðflettu fjend-
ur sína, einkum þó hvíta menn, hvar sem þeir náðu
þeim, og reiddu kippur höfuðleðra við söðulboga sína.
Jæja, allt breytist, og sem betur fer era friðvænlegri
tímar á þessum slóðum nú, en þegar sögurnar gerðust.
En saga Indíánanna er harmsaga, eins og svo margra
annarra frumstæðra þjóða, sem hvítir menn hafa átt
skipti við.
Skálinn var tvískiptur. í öðrum endanum var bar
með gnótt ölfanga. Þar hjengu hamir fugla og feldir
dýra í rjáfri, stoppaðir fuglar í hyllum, en dýrshöfuð
á veggjum. Byssur, veiðistangir og aðrir slíkir hlutir
voru þar einnig á borðum og veggjum. í hinum end-
anum var kaffistofa, og fórum við þangað nokkur úr
bílnum, ásamt Bjössa bílstjóra. Þar fengum við kaffi
og kleinuhringi þá, sem dougnut kallast, og eru bezt
kaffibrauð í Ameríku. Þama var minjagripaverzlun.
404 Heima er bezt