Heima er bezt - 01.12.1957, Síða 24

Heima er bezt - 01.12.1957, Síða 24
vænt um hann og allir treystu honum. Sérstaklega bar Lilith mikið traust til hans. Nú var Sabúlon eitthvað dapur. Hann sat álútur, og herðar hans og axlir kippt- ust tii. „Hvað þjáir þig nú, vinur minn?“ sagði Lilith. „Ertu að gráta?“ Já. Sabúlon gamli var að gráta. Hann grét með hljóð- um, þungum ekka, og tárin runnu niður kinnar hans. „Af hverju grætur þú?“ spurði Lilith. „Hefur einhver gert á hluta þinn?“ „Nei, það hefur enginn gert mér neitt,“ svaraði Sab- úlon og reyndi að stilla grátinn. „Enginn hefur gert neitt á hluta minn.----En hafið þið ekki heyrt tíðindin hræðilegu, sem allir Betlehemsbúar stynja undir? Kon- ungurinn hefur gefið út skipun um að fyrirfara skuli í nótt öllum sveinbörnum í Betlehem, sem eru tveggja ára og yngri, því að hann heldur að meðal þeirra leyn- ist þessi Messías, sem síðar muni taka af sér völd og ríki.“ „Þetta er hræðilegt,“ hugsaði Lilith, en hún sagði ekki neitt.-----Gat það verið, að faðir hennar væri þessi grimmdarseggur? Hvernig gat hún trúað þessu um föður sinn? En ekki gæti hún neitt að þessu gert. Ekki stjórnaði hún landinu. En allt í einu fann hún eins og sáran sting í brjósti sér. Ef öll sveinbörn eiga að deyja, þá deyr Hóseal líka. Hvílík sorg! Það gæti hún varla afborið. Hann, sem er svo yndislegur og kátur — og seinast, þegar hún kom til hans, var hann farinn að hjala. Nei, þetta mátti ekki ske. Hún varð að finna einhver ráð til að bjarga Hóseal. Henni kom líka strax ráð í hug. „Nóun,“ sagði hún við svertingjastúlkuna, „láttu spenna múldýrin fyrir vagninn. Ég ek strax til Betle- hem.“ Eina ráðið var að ná í drenginn og fela hann í kon- ungshöllinni. Þar myndi enginn leita hans. Þær aka síðan til Betlehem. Leiksystir Lilith tekur henni vel og kemur strax með Hóseal litla, sem skríkir og hjalar. — Lilith á bágt með að leyna því, hve hún var æst. Leiksystir hennar horfir hálf-undrandi á hana. „Skyldi nokkuð hafa komið fyrir?“ hugsar hún. „Viltu lofa mér að hafa Hóseal litla heim með mér í höllina í kvöld og hafa hann hjá mér í nótt?“ sagði nú Lilith og bar ótt á. „Ég kem aftur með hann strax á morgun.“ Vinkona hennar leit hálf-undrandi á hana, en svo svaraði hún hlýlega og ákveðið, eins og hún var vön: „Já, vissulega leyfi ég það. Ég veit, hve vænt þér þykir um hann. Það amar ekkert að honum hjá þér.“ „Þakka þér fyrir, þá fer ég strax til baka aftur,“ segir Lilith. „Klæddu hann í eitthvað utan yfir og komdu svo með hann út í vagninn." Leiðin var ekki löng heim til hallarinnar, og nóttin var koldimm. Nóun bar Hóseal litla hljóðlega inn í herbergi kon- ungsdóttur. Þar færðu þær hann úr ytri fötunum, og Hóseal litli hló og skríkti eins og heima hjá sér. En þá heyrðu þær þunglamalegt fótatak. „Konungurinn kemur,“ sagði Nóun. „Hvað eigum við að gera?“ „Komdu fljótt með drenginn,“ sagði Lilith. „Ég læt hann héma ofan í saumakörfuna mína.“ Hún var fagurlega ger úr tágum, með skreyttu loki. Konungurinn gekk hægt og þyngslalega inn. Hann var lotinn í herðum, djúpar hmkkur í andlitinu og hár- ið hæruskotið. Augunum gaut hann út undan sér en horfði ekki beint á stúlkurnar. „Hvert voruð þið að fara?“ spurði hann hljómlausri, dimmri röddu, en í sama bili skríkti eitthvað í Hóseal litla í körfunni. Konungurinn hrökk í kút, en Lilith kallaði snöggt: „Þegiðu, Astarot,“ — það var nafn kisa — og svo bandaði hún hendinni út í hornið, þar sem Astarot lá og bærði ekki á sér. „Var þetta kötturinn?“ spurði Heródes og var allur eins og á nálum. Honum fannst þetta eitthvað dular- fullt. Var hann farinn að heyra ofheyrnir? Þetta líktist mest bamsrödd. Lilith greip strengjahljóðfærið sitt og tók nokkur sterkleg grip á strengina og sagði: „Á ég að syngja fyrir þig, faðir minn? Þú ert svo daufur í kvöld?“ „Nei, þakka þér fyrir, dóttir góð,“ svaraði konung- ur. Hann var eins og á nálum og flýtti sér út úr her- berginu. „Nú vorum við heppnar,“ sagði Lilith. „Taktu Hós- eal og hreiðraðu vel um hann í rúminu mínu. Það er engin hætta á að konungurinn komi aftur inn í kvöld.“ Hóseal litli sofnaði fljótt, og Lilith sat um stund við rúmið og dáðist að sofandi drengnum. En henni var ekki vel rótt. „Gættu drengsins vel,“ sagði hún við Nóun. „Ég ætla að hitta hann Sabúlon.“ Sabúlon sat enn úti í garðinum. Hann var sárhryggur og dapur á svipinn. „Veit nokkur, hvar Messías er?“ spurði hún lágum rómi. „Já, það veit ég óg það vita fleiri, en það þorir eng- inn að segja það,“ svaraði Sabúlon. „Viltu fylgja mér til hans?“ sagði Lilith. „Ég ætla ekki að gera honum neitt illt.“ „Já, þér þori ég að treysta,“ sagði Sabúlon. Og enn voru múldýrin spennt fyrir vagninn og ekið til Betlehem. Vagninn staðnæmdist við fátæklegt hús. Lilith fannst það líkast gripahúsi. Inni í húsinu sáu þau unga konu og ungan mann. Konan hélt á undurfögru sveinbarni. „Líldega er þessi drengur enn fallegri en Hóseal,“ hugsaði Lilith. — „Má ég líta á sveininn?“ sagði hún svo við konuna. „Já, það er þér velkomið,“ svaraði konan. En hve rödd hennar var mjúk og hlý. Konan unga var líka undrafögur. Litli drengurinn leit á Lilith djúpum, skæmm augum. Framhald á bls. 412. 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.