Heima er bezt - 01.12.1957, Síða 27

Heima er bezt - 01.12.1957, Síða 27
út úr verstu klípunni. Hún vildi heldur ekkert fara að útskýra það, að eiginlega var það amma hennar, sem hafði „tekið upp fyrir sig“, og gifst manni úr æðri stétt, og þaðan kom þetta göfuga ættarnafn van Laer. Lilja fór svo þegjandi að taka fötin upp úr töskunni sinni. Hún fór mjúkum höndum um undirfötin sín fínu, sem hún hafði lagt svo mikið kapp á að fá í ferðina. Einkum var það þó undirkjóllinn, sem var fallegur. Hún hafði sagt við mömmu sína, að falleg undirföt væru svo skemmtileg í ferðalögum. En Jóhanna hélt áfram að barma sér út af því, að hafa lofað fyrir fram að vera í hálfan mánuð. Hún myndi aldrei endast til þess. — Nú var klukkan orðin tvö. „Eg er dauðsvöng. Hvenær ætli sé drukkið ltaffi hér?“ spurði Lilja. Hún hafði þegar þvegið sér um andlit og hendur og leit snyrtilega út. Miet frænka leit einmitt í þessu inni í herbergið og spurði, hvort stúlkurnar gætu komið niður að borða. „Borða? Við höfum alls ekki drukkið kaffið ennþá,“ sagði Jóhanna undrandi. „Við drekkum kaffi klukkan sex, en nú borðum við miðdegisverð,“ sagði frænka. „Það er alveg öfugt hjá okkur,“ svaraði Jóhanna, „þá „dinerum“ við.“ (Jóhanna var dálítið upp með sér af að nota þarna útlent orð.) „Það gcra líka þeir háttsettu hér,“ viðurkenndi frænka lítillát, „en við erum nú ekki af þeirri stétt. Við erum almúgafólk.“ Við borðið sat Jóhanna stíf, eins og myndastytta. Hún bragðaði varla á matnum og drakk ekki neitt. Frænka hennar spurði, hvort henni líkaði ekki matur- inn, en Jóhanna gaf lítið út á það. — Jóhanna svaraði kurteislega spurningum um heimili hennar og hana sjálfa, en að öðru leyti var framkoma hennar hálf klaufaleg. — Lilja hagaði sér líkt og Jóhanna, og sýndi í framkomu sinni fálæti, sem nálgaðist ókurteisi. Þegar þær vinstúlkur höfðu verið þarna í nokkra daga, áttu hjónin samtal um þessa gesti sína eitt kvöldið í svefnherbergi sínu. Frænka byrjaði og sagði: „Heyrðu, Piet! Finnst þér þær skemmtilegar? Mér finnst þær koma hálfleiðinlega fram, eins og þær þykist of góðar til að vera hér. Svo eru þær alltaf að stinga saman nefjum og hlæja.“ „Mér finnast þær heldur ekki skemmtilegar,“ þrum- aði í frænda. „Góða nótt, Miet.“ „Góða nótt, Piet.“ En í gestaherberginu var enn líf og fjör, þótt klukkan væri orðin tólf. Ungu stúlkurnar voru komnar upp á það lagið að skemmta sér, ekki með heimafólkinu, heldur án þess. Oft snerti skemmtunin eitthvað frænda og frænku, og á kvöldin gátu þær aldrei farið að sofa. Lilja hermdi eftir Miet frænku, en Jóhanna lék Piet frænda. Til allrar hamingju var gesta-herbergið í öðr- um enda hússins, en hjónaherbergið í hinum. Svona leið vikan. Gömlu hjónin fóru með ungu stúlk- urnar víða um borgina og sýndu þeim það markverð- asta, gamlar byggingar, söfn o. fl. Stundum var farið í stuttar ferðir um nágrennið, og yfirleitt reyndu þau frændi og frænka að skemmta gestunum eins og þeim var unnt, — en þegar vikan var liðin, fór frænka að verða leið á þessum stöðugu hvíslingum og hláturgus- um. Stúlkurnar héngu hvor í annari, eins og klifur- jurtir, og frænka þóttist viss um að það var hún, sem þær hlógu að. Þetta varð að taka einhvern enda, fannst frænku, það varð þá að skeika að sköpuðu. Svo var það eitt kvöld, þegar frændi var ekki inni (Piet tók allt svo nærri sér), að frænka setti í sig kjark og talaði nokkur alvarleg orð við gestina. Beitti hún þá allri sinni mælsku, en talaði þó beint út úr pokahorninu. Hvin byrjaði mjög rólega og skynsamlega. Nokkuð margorð og fjasandi, en sannfærandi og stillilega. „Eg veit að ég er fákæn og menntunarsnauð á móts við ykkur, sem eruð af góðu fólki og menntaðar. En liðna viku hafið þið látið mig finna þetta svo átakan- lega með framkomu ykkar, og það finnst mér ekki bera vott um menntun eða siðprýði.“ Lilja og Jóhanna urðu undirleitar og fyrirurðu sig. „Sjáið þið nú til,“ hélt hún áfram rólega, „að þannig gengur það nú til í heiminum, að annar hluti stórrar fjölskyldu stígur upp á við að efnum og virðingu, en hinn stendur í stað. Það kemur þá stundum fyrir, að þeir, sem hafa haft gæfuna með sér og hækkað í met- orðum og orðið efnaðir, vilja líta niður á þá frændur sína, sem lukkan hefur ekki leikið við. Þetta er aldrei fallegt og allra sízt er það skynsamlegt af ykk- ur, sem enn eruð svo ungar, og enginn veit hvað fyrir ykkur liggur, og vel getur svo farið, að þið þurfið stuðning ykkar fákæna frændfólks, ef í harð- bakkana slær. Spurðu mömmu þína, Jóa litla, þegar þú kemur heim. Hún hefur aldrei litið niður á okkur, þótt við séum menntunar snauð og fátæk, en hún gift ágætum og menntuðum manni. Til þess var hún of fín. En þar sem ég er ekki nógu fín fyrir þig, Jóa litla, þá er líldega bezt að þú farir heim aftur, því að ég hef enga ánægju af veru þinni hér og þú ekki heldur. Þú mátt ekki halda það, að mig langi til að reka þig heim. Nei, það er langt frá því. Segðu mér á morgun, hvað þú vilt helzt sjálf. Nú skuluð þið fara að hátta. Góða nótt.“ Stúlkurnar þorðu varla að líta upp, þegar frænka bauð þeim góða nótt með handabandi, en hún tók þétt í hönd þeirra beggja og hélt höndinni lengur en venjulega. Hönd hennar var stór og hrjúf, en þó lagði frá henni hlýju, er hún spurði Jóhönnu blíðlega: „Finnst þér sjálfri að þý hafir komið vel fram, Jóa litla? Góða nótt, og sofið þið nú.rótt.“ Þetta kvöld var lítið sagt í gestaherberginu, og ekki hermt eftir neinum. Um morguninn, þegar stúlkurnar vöknuðu, sagði Lilja: „Hún hafði rétt fyrir sér.“ „Já,“ svaraði Jóhanna, og laut höfði. „Þetta var bölv- uð útkoma.“ Þetta var eitt af orðtækjum Jennýjar, en þessi setning hljómaði ekki vel í munni hinnar siðprúðu Heima er bezt 411

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.