Heima er bezt - 01.12.1957, Side 28

Heima er bezt - 01.12.1957, Side 28
Jóhönnu, en það sýndi þó, að henni var mikið niðri fyrir. „Eigum við ekki að tala við frænku?“ sagði hún síð- an hljóðlega. Þær gengu svo þögular niður, og Jóhanna gekk hreint til verks og viðurkenndi fyrir frænku sinni, að þær sæju báðar mjög eftir framkomu sinni, og viðurkenndu í einu og öllu, að hún hefði rétt fyrir sér. Hún spurði svo, hvort frænka vildi vera svo góð og fyrirgefa þeim. Þá kyssti Miet frænka báðar stúlkurnar, sem voru nær gráti af blygðun. Hún þerraði tárin úr hvörmum þeirra, og þær þorðu nú aftur að líta framan í hana. Báðar höfðu stúlkurnar lært af þessu, og þessari reynslu sinni gleymdu þær aldrei. Þær voru svo aðra viku til, eins og áætlað hafði verið, og þær fóru heim þakkiátar og glaðar yfir því að hafa getað bætt fyrir brot sitt fyrri vikuna. Nokkrum sinnum skrifaði Lilja Miet frænku, sem ef til vill þóttist ekki geta kennt henni bókleg fræði eða fagra framkomu, en hún gat kennt henni og öðr- um margt annað gott, og þess vegna mat Lilja þessa öldruðu frænku Jóhönnu, því meira, sem hún kynntist henni betur. IX. Leikfélagið. Leikfélagið hafði samlestrarkvöld hjá einum menhta- skólakennaranum, en þar bjuggu nokkrir vinir An- drésar. Stúlkurnar höfðu beðið hver eftir annari, og komu nú allar í einum hópi. Þær voru: Nanna, Lilja, Cora Berends og Maud, sem átti að leika eitt hlutverkið, og svo Jenný, sem átti að minna á. Fósturforeldrar hennar höfðu ákveðið að leyfa henni að taka þátt í þessu, þar sem líka þetta var í sumarleyfinu. „Enn gerast kraftaverk,“ sagði Jenný* þegar hún sagði skólasystrum sínum frá ákvörðun fósturforeldra sinna. Jóhanna var líka í hópnum. Þeim Lilju og Jóhönnu var heilsað með mikilli viðhöfn og húrrahrópum. „En hvað þið hafið verið lengi í burtu. Hafið þið skemmt ykkur vel?“ Jóhanna og Lilja litu hvor á aðra brosandi, og sögð- ust hafa skemmt sér ágætlega, og Lilja bætti við: „Frænka Jóhönnu er alveg ágæt, og þau hjónin gerðu allt, sem þau gátu, til að skemmta okkur.“ Jóhanna leit til hennar, þakklát og brosandi, og svo var ekki talað meira um það. „Heyrðu, Jenný! Mikið hefur þú vondan hósta,“ sagði einn af piltunum.“ Jenný viðurkenndi það hóstandi og sagði: „Já, ég hef ofkælzt. Hugsið ykkur! Ég datt í vatnið. Jú, það er alveg satt. Þetta var á bak við kornmylluna, óþverra tjörn, fordjúp, eins og þið vitið. Ég var þarna á ferð á reiðhjóli Jóhönnu, en ég er ekki vön á hjóli, og hjólið slingraði, ferðlítið á götunni. Þar var hunda- þvaga á götunni, og ég varð að fara af hjólinu. Þegar ég var laus við hundana, ætlaði ég á bak aftur, en hjólið er svo stórt, að ég komst ekki upp í hnakkinn. Þá safnaði ég saman nokkrum steinum og hlóð dálitla vörðu, til að nota sem bakþúfu. Um leið og ég snarað- ist í hnakkinn, hrundi varðan, og hjólið brunaði af stað. Nú er bara að nota „pedalana“, hugsaði ég. Þá er allt í lagi. Ég steig og steig, en stýrið var eitthvað svo skrítið, og sveif ýmist til hægri eða vinstri. Ég missti alla stjórn á hjólinu og steyptist út í vatnið. Ég hljóðaði ekki, af því að ég vissi að enginn heyrði til mín, en sem betur fór, kunni ég að synda og náði brátt til lands. Mér þótti þetta verst vegna hjólsins, og líka var ég að hugsa um það, þegar ég var að svamla í vatninu, að ég var nýbúin að lita gráa kjólinn minn svartan. Framhald. Hvað ungur nemur Fiamh. af bls. 408. —--- Hvílík augu! Ekkert barn hafði konungsdóttirin séð svo fagurt. Henni fannst, sem friður, mildi og ró fylgdi þessu augnatilliti. „Og þetta er Messías,“ sagði Lilith. „Þú segir það,“ svaraði konan — sama mjúka röddin. „Hlustið nú á, hvað ég segi,“ sagði Lilith og bar ótt á. „Ég er dóttir konungsins. Hann vill fyrirfara barninu. Flýið úr borginni, eins fljótt og þið getið. Hermenn- irnir koma strax í nótt. Hann Sabúlon getur útvegað ykkur það, sem ykkur vantar. Ég má ekki vera hér lengi, en flýtið ykkur, áður en hermennirnir koma.“ Litla, dökkhærða konungsdóttirin kvaddi í flýti en leit um leið í augu sveinsins. Þessum augum myndi hún aldrei gleyma! Hún komst heim til sín og inn, án þess að nokkur yrði hennar var. Hóseal svaf vært, og Nóun sat við rúmið. Rétt þegar Lilith var að leggjast fyrir, heyrði hún að brynjaðir hermenn gengu í flokkum fram hjá höllinni á leið til Betlehem. — Þeir ætluðu að framkvæma skipun konungsins. En áður en hermennirnir náðu til Betlehem, hafði Sabúlon hjálpað þeim Jósef og Maríu að búa sig út og fylgt þeim út fyrir borgarhliðin, áður en þeim væri lokað. — Þau voru sloppin úr greipum Heródesar kon- ungs. Sagan segir, að Lilith hafi seinna hneigzt að kenning- um Jesú og verið ein af konunum, sem fylgdu honum á krossgöngunni. En Hóseal litli varð einn af lærisvein- um hans. Ég óska öllum lesendum gleðilegra jóla! Stefán Jónsson. 412 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.