Heima er bezt - 01.12.1957, Side 29

Heima er bezt - 01.12.1957, Side 29
HEIMA ___________ bL bókahillan Kalcvala. Karl Isfeld íslenzkaði. Fyrri hluti. Reykjavík 1957. Menningarsjóður. Ljóðabálkur þessi er ein hin dýrasta eign finnsku þjóðarinnar. Efni hans eru fornar sagnir, sera ókunn skáld settu í ljóð, er lifað hafa þar á vörum alþýðu aftan úr grárri forneskju, verið sögð þar og sungin líkt og vér lásum og sögðum fornsögur vorar og goðakvæði. Framsetning öll er með þeim seiðandi blæ, sem vér þekkjum svo vel frá þulum vorum og þjóðkvæðum. Þau orka á hugann líkt og hið fegursta úr dönsum vorum hinum fornu og viðlögum, en eru þó um leið þrungin kynngimagni Eddu og fornaldarsagna. Eins og getið var, eru þetta þjóðkvæði ókunnra höfunda, sem safnað var og steypt saman í heild og fáguð af vís- indamanninum og skáldinu Elíasi Lönnrot fyrir rúmri öld. Talið er, að áhrif þeirra á finnska þjóðernisvakningu hafi verið svipuð og Fjölnis var meðal vor. En að skáldskapargildi og menningar- verðmætum hefur þeim verið jafnað til sjálfra Eddukvæðanna og kviða Hómers. Enda þótt vér á undanförnum árum höfum haft allmikil skipti við Finna, hafa kvæði þessi, sem eru kjarninn úr þjóðlegum bók- menntum þeirra, verið oss lítt kunn. En fyrir nokkru hóf Karl ísfeld að snúa þeim á islenzka tungu, og kom þetta fyrra bindi þeirra út í sumar samtimis heimsókn forseta Finna. Ekki verður ofsögum sagt af því, hvert erfiði það er að snúa kvæðum þessum á islenzkt mál. Bragarhátturinn er allerfiður, bundinn og viða með hendingum, likt og dróttkvæður háttur. Freistingin til að nota tyrfið orðaval og myrkar kenningar er mikil, til þess að halda réttri kveðandi, enda ekki tiltökumál i fornum sögukvæðum. En þýðandinn fellur ekki í þá freistni. Kveðandin er létt og leikandi, og fer hann þar á kostum máls og hrynjandi. Hins vegar verður ekki sagt um, hversu nákvæmlega orðalag frumkvæðisins er þrætt. En það, sem mest er um vert er, að lesandinn finnur hvergi, að um þýðingu sé að ræða, heldur að hér væri frumort á íslenzkri tungu um erlent efni, sem oss er þó engan veginn fjarskylt. Og trúað gæti ég því, að þegar fram liðu stundir yrði þessu þýðingarafreki Karls Isfelds jafnað til afreka þeirra séra Jóns á Bægisá, Sveinbjarnar Egilssonar og séra Matt- híasar. Hefði Kalevala i þessum búningi komið út fyrir svo sem 50—60 árum, er ég sannfærður um, að hún hefði orðið ein af vinsælustu bókum íslenzku þjóðarinnar. Kvæðin hefðu verið lesin og lærð, rauluð og kveðin við dagleg störf, og á skömmum tima orðið eign alþjóðar likt og Friðþjófs kvæði Tegnérs í þýðingu Matthiasar. Cuðmundur Frímann: Söngvar frá sumarengjum. Akureyri 1957. Guðmundur Frímann er löngu fastmótað skáld. Um formfegurð hans og haglega meðferð ljóðs og efnis verður ekki deilt, til þess er listahandbragðið of skýrt. Hinu verður ekki neitað, að harpa hans á ekki fjölbreytilega tóna. En því betur eru þau lög leikin, sem með er farið. Helztu yrkisefni hans eru fyrirbæri náttúrunn- ar, vor, sumar og haust með svipbrigðum þeim, er sveitalífið gef- ur þeim hverju sinni. Og lengstum eru ljóð hans blandin trega og þrá. Annar þáttur ljóðagerðar hans er að minnast ýmissa olnboga- barna þjóðfélagsins, sem orðið hafa úti á hjarni mannlifsins og endað líf sitt með voveiflegum hætti. Litlar annálsgreinar, sögu- slitur eða minningabrot verða honum þá efniviður, sem hann handleikur og smíðar úr af mikilli kunnáttu og hagleik. Gerir hann oft mikla sögu og ógleymanlega mynd af furðulitlu efni. En þótt G. Fr. geri þannig oft haglega listasmíð úr þessu brota- silfri minninganna, þá tekst honum að jafnaði betur, er hann yrkir um sumarengin i samhljómi við lindir og læki. Náttúra æskustöðvanna er sem hluti af honum sjálfum, sem hann saknar og þráir og unir við að skapa af nýjar og nýjar myndir, líkt og mál- arar festa breytilega liti ljóss og sktigga á léreft sín af sama við- fangsefninu, sem þó verður alltaf nýtt i nýrri mynd. Og slík er list G. Fr. Tökum t. d. Kóngsbænadagskvæðið eða Lítið haustljóð. Ég efast um að frjóangan og lífi vorsins eða andstæðu þess, haust- inu, með litaskrúði annars vegar en dánarfölva á hinu leitinu, verði betur lýst. En þannig mætti lengi telja. Mér fór sem fleirum við síðustu bók G. Fr., Svört verða sólskin, að sakna ýmiss þess, er fyrri bækur hans, og einkum Störin syngur, gáfu fyrirheit um. Voru þar þó mörg kvæði góð. En með Söngvum frá sumarengjum eru þau fyrirheit efnd. Jakob Jóh. Smári: Við djúpar lindir. Rvík 1957. Menningarsjóður. Jakob Jóh. Smári var einn þeirra ungu skálda, sem lék á nýja ljóðastrengi á fyrstu tugum aldarinnar. Fýrstu ljóðabók sína, Kaldavermsl, gaf hann út 1920, þá rúmlega þrítugur að aldri og fullmótaður sem skáld. Sú bók varð vinsæl og vel metin af öllum, sem ljóð lásu og unnu þeim. Og nú, er hann nær fjórum áratug- um seinna sendir aftur bók á markaðinn, mun henni fagnað af öllum þeim, sem góðar bókmenntir kunna að meta, Enda er það mála sannast, að þótt bók þessi sé mótuð af lífsreynslu hins aldr- aða manns, er svo mikil birta og heiði yfir henni, eins og um æskuljóð væri að ræða. En eitt af þvi, sem einkennir alla ljóðagerð Smára er hið rólega heiði og fegurð, sem yfir henni hvílir. Hann fágar svo ljóð sín, að þar finnst ekki blettur né hrukka. Hann leikur sér að hinum vandasömustu háttum, eins og t. d. sonnettunni, sem fáir eða engir íslendingar hafa eins vel kunnað með að fara. Litaskynjan hans er einkennilega næm, og hann fellir svo liti að ljóðaefni sínu, að unun er að. Hann fer aldrei með hávaða né orðaglaum. Oft mætti ef til vill likja ljóðum hans við lygnan, þungan straum, þar sem sólargeislarnir léku f vatnsfletinum, eða ef til vill við hinar djúpu uppsprettur, eins og hann einkennir hina nýju bók sína. Eins og hin svalandi uppspretta kemur úr djúpinu, svo leit- ar J. J. S. djúpt i mannshugann, kvæði hans eru þrungin hugsun og mannviti. En mest er þó vert um lifsskoðun þá og boðskap þann, sem hann flytur þjóð sinni. Lífsskoðun hans er heið og hrein, reist á trúarvissu. Boðskapur hans er mannúð og bjargföst trú á sigur hins góða og rétta, trú á guðseðlið ódauðlega i hverri mannssál. Sú trú og réttlætið eru leiðarstjörnur skáldsins. Og hann vill flytja oss öllum þennan boðskap, og hann gerir það á ljúfan og listfengan hátt. Þess vegna munu Ijóð hans lifa. Heima er bezt 413

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.