Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 31
TAFLMENN ÚR KROSSVIÐI EÐA PAPPA Þeir unglingar, sem eiga í fórum sínum laufsög og |)unnan krossviðarbút, geta á einni kvöldstund gert ágæta taflmenn, er koma að sömu notum og dýrir er- lendir taflmenn. Við ættum ætíð, |icgar |>ví verður viðkomið að gera hlutina sjálf, og minnast þess að „Heima er bezt“ (hollt er heima hvat). Hér sjáið þið teikningu af öll- um taflmönnunum. Af kóng, þarf að saga út 2 stk., af drottningu 2, at biskupi 4 stk., af riddara 4 og af hrók 4 stk. A milli biskups og riddara er teikning af peði. Af þeim þarf 16 stk. Hluti af stétt undir mennina — er sýnir þvermál og rauf —, sést á milli drottningar og biskups. Athugið, að raufin í stéttinni þarf að vera í sam- ræmi við krossviðarþykktina. Eins og þið vitið, er um tvö lið að ræða í tafli, er annað liðið málað dökkt (svart), en hitt ljóst (hvítt). En þeir, sem hvorki eiga laufsög eða krossvið, geta þrátt fyrir það gert sæmilega taflmenn eftir þessum teikningum, ef þeir eiga þunnan pappa (karton) og lím. A litlu myndinni, milli kóngs og drottningar, sjáið þið greinilega hvernig taflmenn þessir úr pappa, eru gerðir: Tvö stk. eru sniðin alveg eins og límd saman, en hálf stéttin, — er fylgir hvorum helmingi —, er límd á hringlaga stétt, sem sniðin er sér í lagi. — Að endingu þetta: Vandið ykkur við verkið! Það sést ekki hve langan tíma verkið tók. Hitt leynir sér aldrei, hvort vel eða illa er unnið. Verkið lofar meistarann, munið það. Jón Pálsson. Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.