Heima er bezt - 01.02.1958, Side 5
lygilegt hafi það þótt í ungdæmi sínu, að skáld gætu
fæðzt í Vopnafirði, að kæmist kvis á það, að unglingar
færu að ieggja sig eftir tónsmíðum, þá hafi verið um
það rætt í hálfum hljóðum, hvort ekki mundi vera að
búa um sig geðbilun í þeim.
í þennan tíma var litið á kirkjuorganista og menn,
sem eitthvað skynbragð báru á nótur sem hálfgert ver-
aldarundur, enda var tónmenning þjóðarinnar á frum-
stigi. Með sönglagaheftum sínum hafði Jónas Helgason
að vísu unnið mikið og gott brautryðjandastarf að út-
breiðslu fallegra smásöngva, en tónskáld átti þjóðin ekki
mörg, og hið eina, sem nokkuð kvað að, var Sveinbjörn
Sveinbj örnsson. En hann var búsettur erlendis og var
fátt kunnugt hér heima af tónsmíðum hans nema þjóð-
söngurinn.
Þrátt fyrir alla fátækt í tónlistarefnum hérlendis og
þá ekki sízt í þessari afskekktu sveit, var Björgvin far-
inn að brjóta heilann um tónstigakerfin og hlutföllin
milli tóntegunda langt innan við fermingu og lærði af
eigin rammleik að skrifa upp bæði takt- og tónrétt þau
lög, er hann kunni.
Auðvitað varð hann að leggja hönd að öllum venju-
legum sveitastörfum í æsku sinni og það því fremur,
sem faðir hans andaðist, er Björgvin var ekki nema 16
ára. Heldur var hann óhneigður til líkamlegrar vinnu,
eins og oft verður um menn, sem meiri hæfileika hafa
á öðrum sviðum. Finnst þeim moldarverkið miða lítið
til þeirrar áttar, sem þá dreymir um. Þó var Björgvin
laghentur, ef hann vildi, svo sem verið hafði föðurafi
hans, og kom það sér vel seinna, er hann fékk helzt at-
vinnu við húsasmíðar vestan hafs.
Ekki lýsir Björgvin sjálfum sér glæsilega um sextán
ára aldurinn. Segist hann hafa verið þunglyndur og ein-
rænn og orðhákur hinn mesti, og hafi á þessum gelgju-
árum kennt mikils jafnvægisleysis í lundarfari sínu. An
efa hefur hann snemma verið orðheppinn og tannhvass,
ef því var að skipta, en á hinn bóginn mildur og blíður
sem barn. En það alkunna, að sálarstrengir listamanna
eru oft þandir milli andstæðra skauta, og er lundarfar
þeirra því iðulega viðkvæmara og vanstilltara en venju-
legra borgara. En bezta afhvarf hans í þessu ölduróti
gelgjuskeiðsáranna var ofurlítið stofuorgel, sem hann
hafði eignazt.
Á þessum árum byrjar Björgvin á því að fást við að
semja sönglög og raddsetja þau. Fyrsta lagið, sem hann
samdi, var við sálminn „Þitt nafn er, jesú, unun öll.“
Það lag endursamdi hann þó síðar. En fáum dögum
síðar gerði hann lag við hinn alkunna sálm Hallgríms
Péturssonar: „Bænin má aldrei bresta þig“. Skapaðist
það lag í huga hans fyrirhafnarlaust og svo að segja á
svipstundu með öllum röddum, og er það prentað eins
og hann gekk frá því seytján ára unglingurinn í Presta-
félagsritinu 1931. Næstu árin samdi hann nokkur smá-
lög, og voru þá þegar farnar að skapast í huga hans
tónhendingar, sem hann notaði mörgum árum síðar í
hin miklu tónverk, er hann gerði við Ijóð Guðmundar
Guðmundssonar.
Systkini Bjögvins þrjú höfðu fluzt vestur um haf
nokkrum árurn áður en faðir þeirra dó, og undu þar
allvel hag sínum. — Þó brá elzti bróðirinn sér heim
skömmu eftir að faðir hans andaðist, í því skyni að
taka við búskap á Rjúpnafelli, en ekki undi hann sér
þar í fásinninu eftir utanför sína. Varð þetta til þess,
að öll fjölskyldan hvarf að því ráði að flytja til Amer-
íku þrem árum síðar, sumarið 1911.
Ekki var Björgvin létt um hjartarætur, er hann yfir-
gaf heimasveit sína og sá ættjörðina hverfa í hafið. En
bak við söknuð hans vakti þó einhver von um, að fyrir-
heitna landið mundi ef til vill verða þess megnugt að
greiða honum veg að takmarki drauma hans. Það eitt
sætti hann við þessa ráðabreytni.
Þegar vestur kom, tók við fyrsta sprettinn lífsbarátt-
an hörð og miskunnarlaus. Þó gafst honum þarna tæki-
færi til að heyra miklu meira af sígildri tónlist, einkum
kirkjutónlist, en hann hafði áður átt kost á, og einnig
kynntist hann nokkrum tónlistarmönnum, sem miðluðu
honurn af þekkingu sinni og örvuðu hann til starfa. Allt
þetta féll eins og dögg yfir sál hins unga listamanns.
Einkum var hann hrifinn af oratoriustílnum og samdi
hann fyrsta helgikór sinn, „í upphafi var orðið“, árið
1914.
En nú dundi yfir heimsstyrjöldin fyrri og með henni
kreppa á atvinnusviðinu. Þegar kom fram á sumarið
1915 mátti heita, að Winnipeg væri orðin gersamlega
dauð borg, byggingarnar stóðu hálfreistar, en hvergi
heyrðist hamarshögg. Höfðu Björgvin og bræður hans
einkum stundað byggingarvinnu, en sáu nú, að annað
hvort yrðu þeir að ganga í herinn eða flýja út á lands-
byggðina. Völdu þeir seinni kostinn og hófu búskap í
svonefndum Vatnabyggðum, í Leslie, Sask. Þarna átti
Björgvin síðan heima um sjö ára skeið.
Á þessum árum samdi hann tónverkin við hina miklu
ljóðaflokka Guðmundar Guðmundssonar: Strengleikar
og Friðnr á jörðu. Skrifaði hann þau við borð úr óhefl-
uðum kassafjölum, er hann hafði rekið saman á frum-
býlingsárum sínum, milli þess sem hann sinnti gegning-
um og annarri sveitavinnu. Tóku nú sveitungar hans að
veita tónlistarstarfsemi hans vaxandi athygli, og var
hann brátt fenginn til að æfa kóra og stjórna söng við
öll hátíðleg tækifæri þar í byggðinni. Mesta uppörvun
fékk hann þó við það, er vinir hans í Elfros létu sér
detta það í hug að senda píanósnillingnum Percy Gran-
ger sýnishorn af tónsmíðum hans. En þessi frægi maður
lét svo um mælt, að þessi tónverk hans væru betri en
flest fræg nútímatónskáld gætu samið. Gáfu þessi lof-
samlegu ummæli tónskáldinu byr í seglin og stæltu
stjálfstraust hans, sem stundum hafði fengið ágjöf og
verið hikandi. Einnig var nú farið að syngja tónverk
hans á samkomum meira en áður, og vöktu þau athygli
söngvinna manna með þrótti sínum og þokka.
Eftir að Björgvin fluttist aftur á ný til Winnipeg,
urðu mikil og góð þáttaskipti í lífi hans, er hann kvænt-
ist vorið 1923 Hólmfríði Frímann, sem fædd var vestra
en ættuð úr Kelduhverfi. Var hún ekki aðeins hin feg-
ursta mær, heldur einnig gædd hinni elskulegustu skap-
Framhald á bls. 69.
Heima er bezt 43