Heima er bezt - 01.02.1958, Page 10
annars gáfu |>ær þeim bolakálf — heiðinn þó — og átti
hann að túlka þakklæti þeirra fyrir greiða í sambandi
við heimsóknina og sýna um leið hið eilífa líf náttúr-
unnar, þegar honum yxi fiskur um hrygg. Munkarnir
þágu gjöf þessa með þökkum og ólu vel bolakálfinn.
Tók hann miklum framförum og varð stór og sterkur
og óviðráðanlegur. Þá létu þeir hann upp í fjöllin, og
þar varð hann stærri en þau, og þar lét hann lífið úr elli.
Má sjá annað hornið á honum þar sem Einhyrningur
er, en svo var langt á milli hornanna, að hitt hornið
kom fram austur í Hornafirði, og af því hlaut hann nafn
sitt. Sést af því, karl minn, að þessu systragraðneyti hef-
ur verið vel í skinn komið.“
Ein kaupstaðarferð var oftast farin á þeim árum á
ári hverju. Var hún farin á vorin eftir fráfærur, þegar
búið var að þvo ull og þurrka. Voru þá oftast nokkrir
menn í hóp í ferðunum og hjálpuðu hver öðrum og
höfðu félagsskap í lestaferðinni, þar til kom heim, eftir
nálega þrjár vikur. Þótti það happ, þegar Símon var
einn af félögunum í lestaferðinni. Oftast sóttist hann
þá eftir að vera fremstur í lestinni, til þess að taka
á móti gestum, er heimsóttu lestina, og svara og svala
forvitni þeirra. Hafði hann gaman af því að ganga fram
af gestunum með andsvörum sínum, sérstaklega ef það
voru ungir menn, sem hlut áttu að málum.
Þannig svaraði hann manni, meðal annars, sem spurði
hann, hvað hann héti og hvaðan hann væri:
„Ég heiti Kuntus frá Kríkuskellastöðum."
Gesturinn varð alveg hissa á svarinu og vissi ekki,
hvernig skyldi taka þessu, enda kom þetta alveg óvænt.
Símon hafði gaman af því að gera menn steinhissa
með svörum sínum og sögum. Hann komst þannig að
orði um þetta, að svipurinn á andliti þeirra sumra minnti
sig á svipinn á einum af geldingunum sínum (sauðun-
um), hann „Gráaula sinn“. Hann hefði verið fremur
grunnhygginn, en allir hinir geldingarnir sínir hefðu
verið sérlega vel gáfaðir og vel að sér í sauðamenntum,
hrekkjóttir, þverir og óþægir. <
Margar fleiri sagnir munu vera til um Símon, sem
bera vott um frábæra karlmennsku hans og hugkvæmni.
Auk þess sýna þær hina sérkennilegu skapgerð hans og
glettni, ásamt fyndni og glaðværð. Faðir minn hafði þau
orð um hann, að hann væri alltaf að gera tilraunir til þess
að koma samferðamönnum sínum í gott skap. Og mér
fannst alltaf verða léttara yfir honum, þegar Símon bar
að garði. Þeir voru vinir, en mest bar á glettni, glaðværð
og kímni í samræðum þeirra.
Afkomendur Símonar eru margir, og eru þeir allir í
röð hinna myndarlegustu manna og kvenna, sérlega
dugmiklir og vel gefnir athafnamenn.
Mér þótti hlýða að skrifa hér stuttan þátt um bónd-
ann Símon Jónsson á Jórvíkurhryggjum og rifja upp
um leið ýmsar æskuminningar um hann og sögur, sem
aðrir sögðu mér, er voru honum kunnugri en ég. Það
var í barnæsku, sem ég sá hann og kynntist honum. Ég
hef reynt að grafa upp sagnir um hann, sem sýndu aðra
hlið á skapferli hans en þá, er hér hefur verið getið. En
það hefur ekki tekizt. Allt ber vott um, að hann var
manndómsmaður mikill, mjög harður af sér og eldsnar
í öllum hreyfingum, fjörmikill og kappsamur. En jafn-
framt var hann tryggur vinum sínum, greiðvikinn og
gestrisinn. Væri ráðizt á hann, þá varði hann sig vel og
hratt árásinni á þann veg, sem árásarmanninum kom
illa, en aldrei með vopnum illinda eða haturs.
Símon andaðist á Jórvíkurhryggjum, þá ekkjumaður
94 ára að aldri, 12. október 1906. Vann hann að ýmsum
heimilisstörfum, t. d. slætti, fram undir andlát sitt.
Annars er eftirmæli Símonar Jónssonar að finna í
blaðinu Þjóðólfi árið 1906, 48. tölublaði, á blaðsíðu 185,
eftir X, og er talið vafalaust, að þau séu eftir dr. Jón
Þorkelsson. Ber ritháttur og ættartölufróðleikur eftir-
mælanna vott um það. Er þar greint nákvæmlega frá
ætterni Símonar. Meðal annars er sagt frá því, að Símon
hafi verið skyldur Magnúsi sálarháska og náskyldur sr.
Jóni Sigurðssyni, sem prestur var á Mýrum í Alftaveri
og seinna á Prestbakka. Gekk orðrómur um það, að sr.
Jón Sigurðsson væri launsonur séra Jóns Þorlákssonar
skálds á Bægisá. Símon var kunnugur séra Jóni frænda
sínum og þekkti söguna um fæðingu hans og vísu skálds-
ins: „Á Bægisá ytri borinn er býsna valinn kálfur,“ o.
s. frv. En bæði áður og eftir að séra Jón varð prestur,
erti Símon hann stundum með því að kalla hann bara
kálf (ekki Bægisárkálf).
Um orðaskipti þeirra frændanna er þessi saga:
Það var kunnugt, að séra Jóni þótti áfengir drykkir
góðir, þó ekki væri hægt að kalla hann drykkjumanm.
Þegar hann var undir áhrifum áfengis, var hann stund-
um nokkuð ertinn. Eitt sinn, þegar svo var ástatt fyrir
séra Jóni, bar fundum þeirra saman, Símonar og hans.
Tók þá séra Jón að erta Símon. Kvað hann Símon koma
sjaldan í kirkju og vera harðan í horn að taka við sam-
býlismann sinn, en bætti því við, að kristnir menn ættu
að elska hver annan. Þá svaraði Símon: „Þú ætlast þó
varla til þess, séra karl minn, að ég fari að elska mad-
dömuna þína. Og ég ætlast heldur ekki til þess, að þú
farir að elska garminn hana Gunnu mína. Ég held, séra
karl minn, að menn ættu að láta sér.lynda að hugsa um
sína eigin kálfa, en skipta sér ekki af hinum.“
DYGÐIR VALLHUMALSINS
Himneska heillagrasið
held ég sé vallhumall,
margs konar meiðslaslasið
mýkir hann dygðasnjall,
verki, tök, væmur, mein,
hósta með hryglu græðir
og hjartveiki, er brjóstið mæðir,
listajurt lífsins hrein.
(Gömul visa).
48 Heima er bezt