Heima er bezt - 01.02.1958, Page 12
Stefán prestur var hestamaður mikill. Hanh átti ávallt
reiðhesta góða og fór mikinn á ferðalögum. Vínhneigð-
ur var hann nokkuð og oft drukkinn á ferð.
Fjórða dag páska, 17. apríl vorið 1748, reið hann inn
á Refasveit. Þar kom hann á bæ og bað að gefa sér að
drekka. Hann stóð við dyrastaf, meðan husfreyja sótti
drykkinn. Hún kom með skyrblöndu og bað prest af-
saka, að kaldur væri drykkurinn. Prestur saup úr ask-
inum og sagði: „Kaldara drekk ég í Laxá í kvöld.“
Leysing var mikil um daginn, og hljóp vöxtur í Laxá.
Prestur ]auk erindum sínum og hélt heimleiðis undir
kvöld og var þá nokkuð drukkinn. — Refsveitungar
fylgdu honum að ánni, og er þar kom, töldu þeir hana
óreiða með öllu. Ekki trúði prestur því og sagðist verða
að komast heim. Þeir riðti nti upp með ánni, en brátt
drógust fylgdarmennirnir aftur úr, og reið hann þá af
sér. Sást til hans, að hann lagði í ána hjá Mýrarkoti móti
Balaskarði. Þar var fyrrum talið þrautavað á ánni. En
þótt hestur séra Stefáns væri stólpagripur, sló honum
flötum í straumþunganum, og rann prestur úr hnakkn-
um. í því bili náði hann taki á ístaðinu og hékk á því
um stund, unz ólin slitnaði. Drukknaði prestur þar. Lík
hans rak upp á Skjóleyrar móti Skrapatungu og var
flutt fyrst að Neðri-Mýrum.
Sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur í Kollugerði (d. 1926,
89 ára) og Ingibjargar Jensdóttur á Spákonufelli.
I kirkjugarðinum á Höskuldsstöðum er legsteinn yfir
séra Stefáni og fyrri konu hans. Það er grágrýtishella
utlend og á höggnir rósabekkir með jöðrum, en innan
við vers með latínuletri:
Hér undir Stefáns hold
hvílist Ólafssonar.
Magnúsdóttur mold
með geymist Ragnheiðar.
Hjörð drottins hann umsjón
Höskuldar veitti stað,
ástrík hvar ektahjón
andvana hvílast að.
Lík heirra leggur á
legstein í fullri von
aftur þau öðlist sjá
Ólafur Stefánsson.
í kirkjubók Höskuldstaða stendur við árið 1753:
„30. ágúst grafin Guðrún heimakerling, meinast 87
' „ _ u
ara.
Má vera að það sé barnfóstran og hafi fylgt staðn-
um.
Halldór Jónsson, bóndi á Balaskarði, dó um haustið
sama árið og séra Stefán drukknaði (1748). En Guð-
mundur Sturlaugsson, bóndi á Neðri-Mýrum, lifði prest
sinn í tæp tvö ár. Hann var grafinn á Höskuldsstöðum
28. marz 1750.
llm tónmeniiingu
Framhald af bls 46.------------------------------
um það bil 40 árum síðan átti ég tal við Vestur-íslend-
ing, sem hélt víst, að það væri hollast að halda sig að
druslunum, engu nema strípuðum keisaraskrokki, og
náttúrlega dást að búningnum. Hann sagði, að þjóð-
söngurinn okkar — líklega sá fegursti í víðri veröld —
væri saminn af íslendingi, en það væri líka allt. Hann
væri svo óþjóðlegur, að við ættum að skammast okkar
fyrir að hafa tekið hann upp sem þjóðsöng. Þetta væri
skozkt lag í þýskum búningi. Nú bar það til á sama
árinu, að lúðrasveitin undir stjórn skozks manns lék
lagið á Islendingadegi í Winnipeg, og fannst okkur
sumum fátt um túlkunina. Þá sagði sami maður, að
svona gengi það alltaf, þegar útlendingar tækju að sér
að stjórna íslenzkum lögum, því þeir skildu þau ekki.
í þetta skipti kjaftaði hann satt; en hvað finnst ykkur
nú um svona rökfærslu? Þjóðsöngurinn okkar er ís-
lenzkt lag, hreint ekkert síður en „ísland, farsælda
frón“, „Ljósið kemur langt og mjótt“, og fleiri gamlar
tóqhendingar, sem geymzt hafa með þjóðinni. Það er
fjarri mér að fara á nokkurn hátt niðrandi orðum um
þessar fornu tónhendingar, eða sýna þeim nokkra óvirð-
ingu. Ég er sannfærður um, að sum af þjóðlögum okkar
fela í sér verðug viðfangsefni, hvaða tónlistarmanni,
sem er, ef hann kann að meðhöndla þau, eins og lista-
manni sæmir. í þessum efnum getur aldrei orðið um
annað að ræða en það, hvort maðurinn sé listamaður
eða ekki. Því að sé hann það, kemur sál hans, og þá
einnig þjóðarsálin, ósjálfrátt fram í verkum hans, hvaða
stíl eða formi, sem hann semur sig að. Þjóðerninu er
þá fyrst hætta búin, ef hann fer að gera sér það upp.
Öll uppgerð er lygi, en lygin er máttur óveruleik-
ans, lýsing á því, sem aldrei var til. Mikið af þessum
þjóðemisblæstri mun vera einungis sauðargæra úlfsins,
sem ekki ann kollegum sínum sannmælis, né þjóðinni
að njóta snilligáfu sinna bezu manna. En hjá hinum,
sem virkilega eru einlægir í ofstækinu, er hann mis-
skilningur. Þeir rugla saman venjum og þjóðerni, sem
auðvitað á ekkert skylt saman, þar sem venjurnar eru
hverfandi stundar-fyrirbæri, en þjóðernið hins vegar
lífrænt og sálrænt erfðalögmál, sem enginn getur
af sér brotið. Hið tónræna þjóðernisbrölt þeirra, er
öldungis hliðstætt því, að íslenzkur ferðamaður á
erlendri grund treysti sér ekki til að sýna þjóðerni sitt
á annan hátt en þann að taka á sig einhvern þann venju-
búning, er hann teldi þjóðlegastan, svo sem skinnleista,
Iambhúshettu og sveran ullartrefil, eða þá styttuband,
ef um konu væri að ræða. En þetta er að mistreysta
þjóðerni sínu og sjálfum sér um leið, því allir geta
klæðst, hvaða þjóðbúningi sem er, hverrar þjóðar, sem
þeir eru, en eiiginn getur tekið upp annað þjóðerni en
sitt eigið. Þess vegna getur enginn verið íslendingur,
sem ekki er það, og enginn íslendingur verið neitt
annað en ÍSLENDINGUR.
50 Heima er bezt