Heima er bezt - 01.02.1958, Side 13

Heima er bezt - 01.02.1958, Side 13
VILLAN 1 KJALHRAUNI 1916 eftir Ingvar Pálsson, Balaskar&i (Niðurlag) f T i r þessu á þá að vera sunnan hríð,“ segir Stefán við mig. „Já, eftir þessu,“ anza ég. „En Stebbi, eigum við. ekki að fara eftir okkar áttum, ef þeir ætla að fara einhverja andskotans vitleysu?" spyr ég. „Jú, ég er til í það, bara foringinn leyfi það.“ „Þá höfum við það eins og Sigurjón, förum án hans leyfis,“ svara ég. Svo kallaði gangnaforinginn aftur til okkar: „Er ekki Sigurjón á Rútsstöðum hér.“ „Nei! Hann hélt áfram við Oddnýjargil,“ svaraði ég. „Fór hann við Oddnýjar- gil, og eru kannske fleiri farnir,“ anzar hann. Svo var farið að telja mennina, og reyndust þeir vera allir, nema Sigurjón. Þar næst mælti Sigurður svo fyrir, að kindurnar skyldu skildar eftir, en allir mennirnir skyldu halda hópinn. „En í hvaða átt á að fara,“ spyr ég. „Við förum í þessa átt,“ sagði Sigurður og benti suðaustur í Hraunið. „Megum við Stebbi Þorkelsson ekki fara okkar leið, eftir okkar áttum“ spyr ég. „Nei! Ég fyrir- býð hverjum einasta manni að yfirgefa okkur hina. Eitt skal yfir alla ganga, hvernig sem fer“, sagði Sig- urður og var all-reiður. Næst skipaði hann okkur að taka hesta og fylgja sér eftir. Sigurður tók stefnuna suðaustur Hraun, og hver af öðrum á eftir honum. En við Stefán Þorkelsson létum okkur hægt og biðum með að fara á bak. Segi ég þá við Stefán: „Jæja, hvað eigum við að gera, Stebbi“. „Ætli við verðum ekki að fylgja foringjanum, hvaða bölvaða vitleysu sem hann fer,“ anzar Stefán. Var nú haldið austur Hraunið, og þó meira til suð- urs. Ekki get ég skilið það enn í dag, að við skyldum ekki slasa hestana, því allar sprungur voru fullar af fönn og hestarnir steyptust ofan í þær, en flestir teymdu þá. Að vísu sást blæða úr stöku fæti, en ekki man ég eftir að neinir heltust að ráði. í þessa átt var haldið á annan klukkutíma. „Ég hygg, að við höfum verið komnir allt austur að hraunköntum, þegar stanzað var næst. En þá var þvervent að nýju, og var nú haldið í norðvestur eftir hrauninu, sem ekki hefur tekið skemmri tíma. Komum við þá loks vestur úr því á uppþornuð leirflög. Þar var stanzað. „Hvar heldurðu að við séum nú, Ingvar?“ kallar Sigurður til mín. Ég var kominn á fremsta hlunn með að svara honum ekki. En þó, fyrr en ég vissi af var ég búinn að svara: „Ég hefði haldið, að nú værum við á Éeirunum suður af Tjarnardölunum. Ef svo er, þá ætti nú að vera skammt á Hveravelli, og komið þið þá.“ Síðan sté hann á bak og hélt á undan norðaustur í Hraun. Ég hélt mig næstan honum, og var nú nokkuð. ánægður með stefnu hans, en hins vegar hafði ég hugsað að hann þyrfti að slá meira til norðurs. Alltaf var hríðin hin sama. Dimmviðri af ofanhríð og skafhríð, en ekki beint harðneskja. Sigurður var á að gizka um 10 metrum á undan mér, og svo hver af öðr- um. Allt í einu kallar hann til mín: „Finnurðu ekki lykt.“ „Nei, ég fann ekki lvkt.“ „Nú finn ég lykt af hverunum,“ segir hann, „og nú stefnum við á móti veðrinu.“ Eftir litla stund komum við á Hveravelli. Allur mannskapurinn laust upp fagnaðarópi, er Hvera- vellir voru fundnir. Þarna var áð. Autt var í kringum hverina, og í brekkunni fyrir norðan þá höfðu hest- arnir nokkra snöp. Allir voru nokkuð hressir, og sumir tóku sér matarbita, einkum þeir, sem fljótlega náðu til hans. íMarka-Leifi var einn okkar félaga, og kom nú til mín og bauð mér hoffmannsdropa, og segir um leið :• „Alveg hafðir þú rétt fyrir þér, Ingvar, alltaf hefur þú verið réttur í áttum.“ „Nú held ég að bezt væri fyrir Sigurð að láta tjalda hér, svo við villumst ekki meira,“ anza ég. „Já, alveg sjálfsagt. Alveg sjálf- sagt,“ anzar Hjörleifur. Svo fór hann beint til Sig- urðar og segir: „Hér ættum við að tjalda, Sigurður. Ingvar segir það, Ingvar segir það.“ „Mér er andskot- ans sama hvað Ingvar segir,“ anzar Sigurður. „Ég læt ekki tvítugan ungling ráða fvrir mér. Þó bundið væri fyrir augun á mér, skyldi ég rata í áfanga við Seyðisá úr þessu.“ Svo skipaði hann mönnum að taka hesta sína og halda vel hópinn og fvlgja sér fast eftir. Einhvern bað hann fyrir trússahest sinn, en reið rauðblesóttum hesti ötulum, sem altaf var nefndur Foringja-Blesi. Svo lögðum við upp frá Hveravöllum. Ég var næst- ur honum með Þröst og Þumal, sem alltaf reyndust jafn ötulir, og eins þó að væri í veðrið að sækja. Frá Hvera- völlum, norður að Hvannavallakvísl, eru sléttir sand- melar, og var nú riðið greitt. En nálega miðja vega þar á milli er gamall árfarvegur, sem að jafnaði er þurr á sumrum, en rennur aðeins í leysingum. Er norður fyrir þetta drag kom, sveigði Sigurður til hægri og reið svo yfir dragið aftur og hélt nú beint undan veðr- inu. Snýr Sigurður sér þá við og kallar til mín: „Mér finnst vindstaðan vera nokkuð breytileg, nú er hún Heima er bezt 51

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.