Heima er bezt - 01.02.1958, Side 16
Að ,,fylla brei&a byggð með
aumlegt þvabur“
Ég sá í „Heima er bezt“ í haust sem leið smágrein,
er hét: „Svar til Karls Kristjánssonar“ eftir Jóh. Ás-
geirsson. Ég hafði skrifað í „Heima er bezt“ (maíhefti
1957) stutta athugasemd við vísnaþátt J. Á. „Gamlir
kunningjar“ í sama riti. Fyrirsögn athugasemdar minn-
ar var: „Man nú enginn Hallgríms dýru ljóðr“ Ástæð-
an sú, að J. Á. hafði í vísnaþætti þessum talið eina af
snjöllustu vísum Hallgríms Péturssonar eftir „Oþekkt-
an höf.“ Vísan („Kuldinn bítur kinnar manns“) hefur
þó verið birt í öllum útgáfum Hallgrímskvers. Um
leið benti ég einnig á aðra stöku úr einni tilgreindri
Ijóðabók, ranghermda í þættinum og föðurlausa.
Nú skiptir það í sumum samböndum auðvitað ekki
miklu máli, eftir hvern staka er. Vel gerð vísa getur
vissulega rekið erindi sitt, þótt höfundarnafn fylgi
henni ekki. En svo stendur þarna á, að J. Á. hafði í
inngangsorðum þáttar síns (sjá nóvemberhefti „Heima
er bezt“ (1956) boðað rannsókn og fræðslu um það,
hverjir væru höfundar vísna þeirra, er hann ætlaði að
birta. Þar sagði hann orðrétt:
„Og mun ég reyna að leggja áherzlu á að grafast
fyrir hverjir eru hinir réttu höfundar þeirra, þar sem
tök eru á.“
Með þessari yfirlýsingu tók J. Á. á sig skyldu gagn-
vart lesendum. Hann gaf þeim loforð um „að grafast
fyrir“ hverjir væru höfundarnir, en stóð ekki betur
við orð sín en svo, að hann t. d. klínir orðunum:
„Óþekktur höf.“ á Hallgrím Pétursson.
Við þetta miðaði ég athugasemd mína og aðfinnslu.
Hvernig brást svo J. Á. við í „Svari“ sínu?
Hann brást fokreiður við, aumingja maðurinn. Auk
þess kemur fram í „Svarinu“ krakkaleg kergja. Hann
segir:
„Og komið hefur það fyrir að vísur, sem prentaðar
eru í Ijóðabókum, hafa verið eignaðar öðrum með
miklum rökum. Og eins gæti átt sér stað með þessa,
þótt hún sé að sögn Karls prentuð í Ijóðum Hall-
gríms.“
Svo illa liggur á manninum, að helzt er að heyra að
hann vilji ekki líta í Ijóð Hallgríms! Ég vona samt
hans vegna — en ekki Hallgríms — að það vari ekki
lengi.
Þegar ég las „Svar“ J. Á. í haust í flýti, kenndi ég
satt að segja hálft í hvoru í brjósti um manninn — og
fannst ég hafa nóg að gert, þótt ég færi ekki að æsa
geð hans meira.
Hins vegar virðist mér nú, er ég í betra tómi lít yfir
þessa smágrein aftur, ekki alls kostar rétt, að láta talið
alveg niður falla.
Vísnaþátturinn „Gamlir kunningjar“, sem nú er orð-
inn langur — og hver veit hvað enn tognar úr —, er
þannig gerður, að ástæða er til að ræða um hann á
breiðara sviði en ég upphaflega gerði. í smágrein sinni
gefur J. Á. líka sérstakt tilefni til þess, og verður því
að þola það. Hann segir þar:
„Annars held ég að það sé ekkert aðalatriði, að allt
sé bókstaflega rétt, þótt það sé gott og þurfi að vera,
heldur sá andi, sem ríkir bak við allar ritsmíðar og
verk ókkar mannanna.u
Hvað á maðurinn við með þessu þrugli? Vitanlega
er mjög fráleitt, að það sé ekkert aðalatriði að allt sé
bókstaflega rétt“. Það segir hann líka í fáti og étur það
ofan í sig í næstu setningu. En svo er niðurlag máls-
greinarinnar um „andannu.
Hver er sá „andi, sem ríkir á bak við“ ritsmíð hans:
„Gamla kunningja“?
Er „andinn“ sá, sem ég tel að átt hefði að vera, að
vekja athygli á því snjallasta, sem kveðið hefur verið í
„formi stökunnar“.
Ekki getur það verið? Tilviljun virðist vera, ef þarna
fljóta með snilldarvísur, sem þó eru sannarlega margar
til. Aftur á móti er í þættinum margt lélegra vísna.
Er „andinn“ sá, að bjarga frá glötun kveðskap, sem
hvergi hefur verið birtur?
Ekki getur það verið, af því að meiri hluti vísnanna
er tíndur upp úr bókum og blöðum.
Getur „andinn“ verið sá, að leiðrétta kveðskap, sem
áður hefur verið rangt með farinn? Slíkur „andi“ væri
ekki óþarfur.
En lítið ber á honum hjá J. Á. Þvert á móti er margt
úr lagi fært í þættinum. Nokkrir menn hafa að undan-
förnu sent ritinu leiðréttingar. Ég skal nefna tvö dæmi
til viðbótar.
J. Á. tekur úr bókinni „Þingeysk ljóð“ vísu (aðra
af tveim, sem eru þó samstæðar) eftir Jón Þorsteins-
son. Þetta er hringhenda, en fer úr þeim böndum hjá
Jóh., því hann birtir hana svona:
„Það má kalla komið vor
— krap og svalt um börðin.
Gola af fjalli greikkar spor
gárar allan fjörðinn.“
54 Heima er bezt