Heima er bezt - 01.02.1958, Page 22

Heima er bezt - 01.02.1958, Page 22
eftir snarbeygði vagninn inn í aðra umferðargötu. Drengirnir misstu takið og fleygðust í götuna. I sama bili bar að fólksbíl, sem mætti strætisvagninum. Hann sá ekki drengina, fyrr en þeir þyrluðust niður í götuna. Enginn tími var til umhugsunar. Það, sem bjargaði lífi drengjanna í þetta sinn, var viðbragðsflýtir bifreiðar- stjórans og það þó fyrst og fremst, að hemlar bílsins voru í lagi. Þetta ér hættulegur leikur, sem oft hefur valdið slysi. Ár og vötn. Er þá engar hættur að varast nema í fjölmenninu? Jú, hætturnar eru alls staðar, og hver æskumaður þarf að læra að varast þær og stofna ekki til slysa með ó- gætni osr löobrotum. Fyrst vil ég ræða hér slysahættuna við vötn og ár. Allir þekkja vorleysingarnar. Snemma morguns er áin eða lækurinn sakleysisleg í útliti, blátær og korn- lítil. Svo líður að nóni. Veðrið er enn hlýtt, og nú er komin „kveikja“ í ána, sem svo er nefnt. Um miðaftan bullar áin eða lækurinn fram með vellandi straumkasti. Mörg slys hafa hlotizt af því, að börn og unglingar hafa ekki varazt þetta. Allir kannast við kvæði Matthíasar um börnin frá Hvammkoti. Kvæðið er ein fegursta perlan í íslenzk- um ljóðum, og margir unglingar kunna það utanbókar. Börnin voru á heimleið frá kirkju í Reykjavík, er þau komu að læknum, sem rennur í Kópavog. Um morg- uninn hefur lækurinn vafalaust verið lítill, en hefur svo vaxið í leysingu um daginn. „Eitt sá tómt helstríð og hjálpaðist af, hin sáu guðsdýrð og bárust í kaf.“ Hannes póstnr á Núpsstað ríður Núpsvötn i mililum vexti, en pá féllu árnar Núpsvötn og Súla saman. Lómagnúpur i baksýn. Allir unglingar í sveitum kannast við vorísinn. Hon- um má aldrei treysta. Á vorköldum morgni er ísinn gaddheldur, en að liðnu hádegi er hann eins og froða. Þetta hefur oft valdið slysum. Þar sem ég átti heima, rann allstór á rétt við túnið. Snemma morguns á fyrsta sumardag fór sex ára dreng- ur og tólf ára stúlka yfir ána til næsta bæjar. Ég var þá átta ára. Um morguninn var áin kornlítil. Um há- degið og fram til miðaftans var asaleysing. Heitt var í veðri en rigningarlaust. Seinni hluta dagsins óx áin all- mikið. Þegar von var á börnunum heim aftur, var haft eftirlit með því, hvenær þau kæmu að ánni. Eitthvað var þó litið af þeim um stund, og fyrr en varði voru þau kornin að ánni og stefndu að vaðinu. Þar hafði áin verið örgrunn um morguninn. Skipti það engum togum, að þau lögðu hildaust út í ána, og hlaupið var heiman frá bænum á móti þeim. Börnin tóku ekkert eftir því að áin hafði vaxið. Ékki voru þau komin nema skammt út í ána, þegar snardýpkaði. Straumurinn skall á upp á mitt Iæri. Börnin höfðu leiðzt og ultu nú bæði í ána, og straumurinn hreif þau með sér og velti þeim eins ,og* kefli á undan sér. Ég horfði á þetta en gerði ,60 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.