Heima er bezt - 01.02.1958, Blaðsíða 26
unum.“ Jennýju fannst tungan loða við góminn. —
„Hafðu blöðin í höndunum, annars veiztu ekki, hvað
þú átt að gera við þær. — Tjaldið upp!“
„Þetta gengur allt ágætlega, þegar miðað er við að
þetta eru byrjendur í Iistinni,“ hvíslaði fólkið í salnum.
En svo var eins og lágt undrunaróp færi um salinn,
þegar Jenný gekk inn á leiksviðið. Hrifningaralda fór
um salinn.
„Uss — uss,“ heyrðist hvíslað, og þá varð alger kyrrð
í húsinu. — Forspilið hljómaði hátíðlega, og fólkið beið
með öndina í hálsinum.
Grafkyrr og virðuleg stóð Jenný við hljóðfærið í
björtu Ijósi á hvítum silkikjól. Síða, jarpa hárið bylgj-
aðist urn axlir hennar, og sló á það rauðleitri slikju. Hún
starði • björtum, geislandi augum beint fram, og það
var eins og Ijósbaugur hreinleikans geislaði um hvarma
hennar og augu. Hún líktist lítið ódælli skólastelpu,
í snjáðum, dökkum skólakjól, þar sem hún stóð þarna
fínleg og fögur í björtu leiksviðsljósinu.
Skær, eins og silfurbjölluhljómur, hljómaði hin fagra,
hrifnæma rödd Jennýjar um salinn. — Hljóðlega, veikt,
en þó þrungið lífsfjöri æskunnar, söng hún hæstu tóna
lagsins án sýnilegrar áreynslu. Söngurinn var svo heill-
andi, að nokkur stund leið frá því að hún sleppti síðasta
tóninum, þar til dynjandi lófaklappið leysti alla úr viðj-
um hrifningarinnar.
Næsta lag var léttara og Ijóðið í samræmi við lagið.
Andlit Jennýjar varð brosmilt og glatt, er hún söng
þetta hugljúfa lag. — „Guði sé lof að hún brosir,“
tautaði mamma Lilju og Nönnu. Hún gat ekki hugsað
sér Jennýju svona alvarlega. En tvö næstu Iög voru
aftur hátíðleg og alvarleg.
Jenný varð að syngja nokkur lög enn, áður en tjaldið
féll, en þá brauzt hrifningin út af fullum krafti. Áheyr-
endur veifuðu, hrópuðu og kölluðu: „Da capo, da
capo — aftur — aftur!“ heyrðist hvaðanæva úr salnum.
Þetta var stórkostlegur sigur.
Tjaldið var dregið aftur upp. Þarna stóð Jenný, og
létt brosið lék um varir hennar. Hún hneigði sig og
leit yfir salinn, en kom ekki auga á nokkurt andlit,
sem hún þekkti, en einhver ólýsanlegur ylur fór um
hana alla, og hún fann, að eitthvað stórbrotið og þó
yndislegt var að gerast. Lítil stúlka færði henni blóm-
vönd í fögrum umbúðum. „Til mín?“ sagði hún undr-
andi. Hún leit ekki á miðann til að vita, frá hverjum
blómin væru, en faldi sjóðheitt andlit sitt á bak við
blómvöndinn, en fólkið klappaði látlaust.
„Reyndu að syngja eitt lag enn,“ hvíslaði ungfrú
Swart, „eða ertu kannske of þrevtt?“
„Nei, ég er ekki þreytt,“ svaraði Jenný hljóðlega,
„en ég held að ég kunni ekki fleiri lög. Ég hef ekki
æft fleiri.“
„Jú, þú hlýtur að kunna eitthvert lag utanbókar,“
sagði ungfrúin. Eitthvað hvísluðust þær meira á, en
svo settist ungfrú Swart aftur við hljóðfærið.
Fólk hætti samstundis að ldappa, er það sá, að Jenný
ætlaði að verða við óskum þess.
Þýðlega og angurblítt ómaði forspilið, og svo hljóm-
aði hið heillandi ómþýða lag: „Heima vil ég vera.“ —
Rödd Jennýjar var styrk og angurblíð. Það var, sem
orð Ijóðsins fengju aukin áhrif, er þetta heimilislausa
bárn söng af hrifningu hyllingarljóð heimilisins, sem
hún þráði, en hafði aldrei eignazt á svipaðan hátt og
önnur börn.
Jenný varð ofurlítið ósyrk, og blómin titruðu í
hendi hennar, en hún lauk laginu með hálflokuð augu,
eins og í draumi. Áheyrendur sátu hljóðir, og tár sá-
ust í augum margra.
Laginu var lokið.
í salnum ríkti dauðakyrrð. Jenný stóð augnablik
hreyfingarlaus.
Tjaldið féll, og dynjandi lófaklapp og bravó! bravó!
hljómaði um salinn. En tjaldið var ekki dregið upp
aftur, hvernig sem fólkið lét, því að söngkonan unga,
Jenný van Marle, sat inni í búningsherberginu og grét
með þungum ekka. Þetta var afturkastið eftir æsandi
taugaspenning og hrifnæmar gleðistundir. — Nanna,
Lilja og Jóhanna hlupu fram og aftur með kölnarvatn
og ískalt öl. Þær voru alveg í uppnámi eftir allt, sem
skeð hafði þetta kvöld.
„Ó, Jenný, þetta var svo dásamlegt. Áheyrendurnir
tárfelldu. Þeir urðu yfir sig hrifnir. Ungfrú Swart segir,
að þú getir orðið heimsfræg söngkona. — Ó, gráttu nú
ekki svona. Finnst þér þetta ekki vndislegt?“
Jenný brosti gegnum tárin og sagði: „Ég er viss um,
að Huug bróðir verður glaður.“ En Jenný titraði enn
þá og hallaði sér skjálfandi upp að Nönnu, sem settist
hjá henni. Enn þá voru nokkrar skrautsýningar og smá
leikþættir, en þeir vöktu enga hrifningu. Áheyrendur
voru enn undir áhrifum söngsins. Karl van Laer, lækna-
neminn, bróðir Jóhönnu, sást læðast út með tárin í aug-
unum.
Allir þátttakendur voru sammála um, að þetta hefði
allt tekizt ágætlega, og stundarkorn sátu þeir og ræddu
um leiklist og söng.
Jenný fór nú smátt og smátt að hressast. Hún ók heim
til sín með foreldrum Coru Berends.
Heima hjá Jennýju var allt ljóslaust. Húsið var
eins og myrkur klumpur í götunni, þar sem öll hús
voru upplýst.
Berends kaupmaður opnaði forstofudyrnar með lykli,
sem Jenný hafði fengið honum. Frændi og frænka
voru háttuð, og Berends kveikti ljós í forstofunni, um
leið og hann opnaði dyrnar. Frúin fór ekki út úr vagn-
inum, cncla var hún byrjuð að losa um klæði sín. Um
leið og Jenný kvaddi hana, sagði hún hlýlega: „Ég
vildi, að ég hefði haft tíma til að búa um þig og koma
þér í rúmið. Ég vona, að þú sofnir nú fljótt, því að nú
ertu reglulega þreytt. Sofðu nú rótt, og dreymi þig
vel, elsku barnið mitt.“
Og Berends kaupmaður kvaddi hana innilega og
sagði: „Góða nótt, ,prímadonnaí.il Síðan ók vagninn
burtu.
Framhald.
.64 Heima er bezt