Heima er bezt - 01.02.1958, Side 28

Heima er bezt - 01.02.1958, Side 28
að verða eins mikil búkona og þú ert sjálf,“ sagði Rósa hlæjandi. „Ef þú hefur ekkert lært af mér þessi átján ár, sem við höfum verið saman, þá held ég að þú bætir ekki miklu við, þó að ég yrði einu ári lengur,“ sagði móðir- in í þessurn nýja, óþekkjanlega málrómi. „Jú, nú ætla ég að fara að taka eftir, hvernig á að búa. Ég er nefnilega að hugsa um að fara að trúlofa mig. Kannske þegar búin að því,“ sagði Rósa kafrjóð. Karen svaraði: „Ég þykist sjá það.“ „Veiztu það, mamma? Eiginlega hélt ég, að þú hefðir aldrei tekið eftir því. Það gerðist ekki — ja, svona fyrir alvöru — fyrr en hann flutti mig til skips í haust.“ „Jæja, en þú varst ekkert að hafa fyrir því að segja mér frá því.“ Hún þagnaði snögglega. Hún hafði ekki verið hrein- skilin sjálf og mátti því ekki álasa dóttur sinni. „Hann vildi það ekki,“ sagði Rósa. Það brá fyrir köldu brosi á vörum maddömunnar. „Svo hann vildi það ekki,“ sagði hún. „Mér þykir svo vænt um hann, mamma, hann er svo indæll,“ sagði Rósa. „Það er ágætt! Bara að þið eigið saman. Þá ætti ég að vera ánægð.“ „En þú mátt ekki fara burtu, mamma. Ég á eftir svo margt að læra.“ „Þú hlýtur að læra það í skólanum, og svo kemur þetta með tímanum. Ekki kunni ég mikið til búskapar, alin upp við sjó og í kaupstað.“ Kristján kom inn og bauð góðan daginn. „Viltu ekki, að læknir komi til þín, Karen?“ spurði hann, hálf-hikandi. Yfirlætissvipurinn var horfinn af honum. Hann stóð þarna eins og hálf-feiminn krakki sem veit, að hann hefur unnið til þess að vera sneyptur. „Þakka þér fyrir,“ svaraði þessi sama óþekkta, kalda rödd, sem hafði talað til Rósu þennan morgun. „Það er engin þörf á að fara að hafa fyrir því. Mér batnar sjálfsagt fljótlega." „Hvaða fyrirhöfn er það, góða mín, þar sem hestur- inn er á járnum og færið eins og það bezt getur verið.“ „Ég á ekki við það í dag að minnsta kosti,“ svaraði hún í viðfelldnari tón. Það var eins og honum létti fyrir brjósti. Hann sneri máli sínu til Rósu, sem brosti blítt til hans. „Er ekki frökenin eftir sig?“ spurði hann og brosti til hennar en lét ekki móður hennar sjá það. „Þetta var nú svei mér skemmtilegt ball. Ég er hissa, hvað fólkið hérna kann þó að dansa.“ „Ég er ekki vitund eftir mig,“ sagði Rósa. „Ég er viss um, að ég gæti dansað í allt kvöld og alla nótt líka.“ Kristján fór fram brosandi og sendi henni koss af fingri, þegar hann var að loka hurðinni. Húsmóðirin var fjóra daga í rúminu, en svo fór hún að hugsa um sín vanalegu störf, en hún var breytt, bæði hvað útlit snerti og framkomu. Hún var ergileg og kaldranaleg við stúlkumar, hvað lítið sem þær gerðu og henni féll ekki í geð. Þær þóttust vita, að hún væri sárlasin. Að minnsta kosti hafði hún víst litla matar- lyst. Það var siður að bera á borð fyrir hana og ráðs- manninn inni á skrifstofu prestsins sáluga. Þar höfðu þau setið og ræðzt við um búskapinn í einlægni og vinsemd. Nú var það Rósa, sem borðaði þar. Hún flögr- aði syngjandi um bæinn allan daginn, milli þess sem hún spilaði á orgelið. Ráðsmaðurinn þurfti oft að fara inn til hennar. Stundum tók hann þá lag, en hún spilaði undir. Vinnukonurnar litu kankvísar hver til annarrar. „Það hlýtur að vera gaman fyrir þau að geta sungið og spilað saman,“ sagði Óla, sem var vngst af stúlkun- um. „Það er bara það versta, að maddaman getur aldrei hvílt sig í hægindastólnum prestsins, eins og hún var vön að gera. Hún forðast að koma inn í skrifstofuna.“ Geirlaug hastaði á Ólu. „Hvað á þetta þvaður að þýða,“ sagði hún. „Hún leggst undir sæng, ef hún þarf að hvíla sig. Það sýnir, hvað hún er lasin, þó að hún píni sig á fótum.“ Rósa óskaði þeSs oft á dag, að hún þyrfti ekki að fara í skólann aftur. Það væri svo gaman að vera komin heim. „En finnst þér nú samt ekki skyggja talsvert á, að móðir þín skuli vera svona lasin,“ sagði Geirlaug. Henni þótti nóg um gleðibraginn, sem var á þessu eftirlætis- barni. „Hún verður ekki lengi lasin, vertu viss,“ svaraði Rósa. „Um sólskin kvað fuglinn, hann sá hvergi skúr,“ bætti hún við syngjandi og fór inn til að spila þetta fal- lega lag á orgelið. „Bara að aldrei komi neitt skip,“ hugsaði hún. Rétt eftir þrettándann kom skip á Éyrina. Það var á suðurleið. „Mamma, þarf ég nokkuð að fara? Mér þykir svo miklu skemmtilegra að vera hérna en á skólanum,“ sagði Rósa. „Láttu engan heyra svona lagað. Það væri nú skárra, ef þú lykir ekki við skólann,“ sagði móðir hennar. Þá var ekki um annað að gera en fara. Hún var vön að kveðja móður sína kjökrandi, ef hún fór burtu, svo vænt þótti henni um hana. En nú var hún eitt sólskins- bros, þegar hún margkyssti hana og sagðist ætla að vera ósköp viljug að skrifa, og svo bað hún hana að láta sér batna fljótt, þetta væri ekkert útlit á henni. Þegar hún var komin út fyrir túnið, sneri hún hest- inum við og veifaði heim á hlaðið til móður sinnar og allra stúlknanna. „Blessað barnið mitt,“ andvarpaði Karen í huganum. „Það var sælla að kveðja hana grátandi. Þá gat ég þerr- að af henni tárin. Nú átti annar alla hennar ást og hug og hjarta.“ Hún var búin að missa barnið sitt. Hvílík forlög. Kristján hafði fylgt kærustunni út á Eyrina og kom með kveðju frá henni aftur. Móðir hennar þakkaði honum fyrir að bera hana heim til hennar, en spurði hann að öðru leyti ekkert um, hvort skipið myndi hafa langa viðdvöl eða hvort það hefði verið farið, þegar hann fór úr kaupstaðnum. Það var eins og hún gæti ekki minnzt á hana við þennan mann, sem hafði tekið frá henni allar hennar glæstustu framtíðarvonir og bamið 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.