Heima er bezt - 01.02.1958, Page 31
og honum þóknaðist. En hún var þá kannske enginn
einfeldningur, hún maddama Karen. En skyldi hún vera
ánægð með hann sem tengdason? Það gat enginn sagt
með vissu, bara það, sem vinnufólkið sleppti út úr sér,
að þau töluðu varla orð saman, og hún var svo köld og
óþekkjanleg til skapsmunanna. Allt var þetta svo sem
skiljanlegt. Útlitið sagði til sín. Heilsan var á förum,
og svo það, sem tók út yfir allt, ef sálin var ekki heldur
í góðu lagi. Það var nú það, sem enginn gat vitað.
Svo kom sá mikli dagur, þegar allt búið á Hofi var
látið undir hamar uppboðshaldarans.
Þann morgun kallaði maddaman á ráðsmanninn á
eintal. Hún sagði, að hann mætti velja úr ærhópnum
þær, sem hann fengi í kúgildið og tíu ær að auki, sem
hún ætlaði Rósu.
Hann hafði ekkert fyrir því að þakka henni þennan
eina vináttuvott, sem hún sýndi honum.
Svo átti Rósa að fá fallegustu kúna úr fjósinu.
Hitt var allt selt, nema reiðhestarnir þeirra prestshjón-
anna og Bleikur Rósu og hryssa með tvæveturt tryppi,
sem hún átti líka.
Sýslumaðurinn hélt uppboðið, vegna þess að Rósa var
ekki myndug ennþá.
Kristján bjóst við því, að maddaman ætlaði að rausn-
ast til að gefa dóttur sinni reiðhesta foreldra hennar.
Hann var gramur í skapi þennan dag. Þarna varð hann
að koma fram sem hver annar vandalaus maður og
skipta sér ekki af neinu, vegna þess að hann var ekki
búinn að opinbera trúlofun sína með dótturinni. Hefði
honum dottið í hug, að kerlingarálkan snerist svona
móti honum, þá hefði hann haft einhver ráð með að
ná í hringana um nýjárið.
Hann keypti eina kú og tuttugu ær. Ólíklegt, að hann
þyrfti að borga þær. Þær gætu sjálfsagt komið upp í
arfshlutann hennar Rósu, hugsaði hann. Hann gat ekki
annað fundið, en hreppsbúar vildu helzt sneiða hjá hon-
um og ekkert við hann tala. Hann var heldur ekkert að
auðmýkja sig fyrir þeim, og honum kom því varla orð
af vörum allan daginn.
Framhald.
Björgvin Guðmundsson
Framhald af bls. 43. -—-—---------------------
gerð og þar að auki frábærlega myndarleg húsmóðir.
Hefur hún alla stund síðan verið manni sínum mesta
hollvættur og heimili þeirra rómað fyrir gestrisni.
í Winnipeg gerði Björgvin helgikantötuna: „Til
komi þitt ríki“, og var hún flutt af söngflokki undir
stjórn tónskáldsins í Fyrstu lúthersku kirkju þar í borg
ásamt nokkrum tónverkum fleiri, með aðstoð góðra
listamanna. Vakti þessi konsert svo mikla athygli, að
Vestur-íslendingar hófust nú handa um að safna fé til
að kosta hann til tónlistamáms. Kom þá fyrst í ljós,
hversu vinsæll Björgvin var, og hvílíks álits hann naut
vegna tónsmíða sinna, því að peningarnir streymdu að
• úr öllum áttum.
Haustið 1926 héldu þau hjónin til London, þar sem
Björgvin hóf nám í Royal College of Music. Lauk hann
þar námi á skömmum tíma og tók burtfararpróf vorið
1928. A þessum árum samdi hann að mestu leyti orator-
íuna við Þiðrandakviðu Stephans G. Stephanssonar, sem
mun vera hans mesta tónverk.
Eftir komu þeirra hjónanna aftur til Winnipeg sum-
arið 1928, tók Björgvin til óspilltra málanna þar sem
fyrr var frá horfið við tónsmíðar alls konar og tónlistar-
starfsemi, auk þess sem hann stundaði tímakennslu, og
gat hann nú fremur en áður einbeitt sér að hugðarefn-
um sínum. Stofnaður var karlakór, sem hann æfði, og
síðar tók hann við stjórn blandaðs kórs, sem nefndist
The Icelandic Choral Society, auk þess sem hann tók
brátt við söngstjórastarfi og organleikarastörfum við
Sarnbandskirkju, eins og fyrr er getið. Mátti það telj-
ast með helztu tónlistaratburðum meðal Islendinga í
Winnipeg þessi árin, að Choral Society flutti veturinn
1930—31 kantötu þá hina miklu, sem Björgvin hafði
gert við hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar 1930, við al-
menna hrifningu áheyrenda. í þann sama mund barst
honum tilboð frá Akureyri um að taka við söngkennslu
við Menntaskólann og Barnaskólann þar. Blossaði þá
heimþráin upp í honum á ný, og tók hann þessu boði
og hvarf heim til ættjarðarinnar að áliðnu sumri árið
1931.
Það yrði of langt mál að fara að gera grein fyrir allri
tónlistarstarfsemi Björgvins Guðmundssonar eftir að
hann fluttist heim til ættjarðarinnar. Kennslu hefur
hann haft á hendi við Menntaskólann á Akureyri til
þessa dags. Arið 1946 var hann af bæjarstjórn í heiðurs-
skyni leystur frá kennsluskyldu við Barnaskólann með
óskertum launum, svo að honum mætti gefast betri
tími til tónsmíða. Skömmu eftir heimkomuna stofnaði
hann Kantötukór Akureyrar, sem flutt hefur mörg af
stórverkum hans, við mikla hrifningu manna hér norð-
anlands, auk þess sem hann hefur farið í söngför til
Norðurlanda við góðan orðstír. Hefur Björgvin haft á
hendi stjórn kórsins til skamms tíma. Alls mun hann
hafa stjórnað söngflokkum í 38 ár og samið á sjötta
hundrað tónverk, stærri eða minni, en sum af þeim
umfangsmeiri en dæmi eru til eftir nokkurt annað ís-
lenzkt tónskáld.
Fáir munu gera sér grein fyrir því feikna starfi og
þolinmæði, sem til þess þarf að þjálfa söngflokka, af
misjafnlega söngvönu fólki. Er það efalaust hið mesta
stritverk. En til slíkra starfa hefur Björgvin verið
óþreytandi. En þrátt fyrir það, að hann hefur löngum
verið önnum kafinn við þessi viðfangsefni og tónsmíð-
ar sínar, hefur hann einnig fundið tíma til að reyna sig
við önnur viðfangsefni. Árið 1941 var sýnt eftir hann
á Akureyri leikritið Skrúðsbóndinn, undir ágætri Ieik-
stjóm Ágústs Kvaran, og hlaut það svo mikla aðsókn,
að sjaldan hefur leikur verið betur sóttur í höfuðstað
Norðurlands. Einnig hefur hann skrifað sjálfsævisögu
sína, er hann nefnir Minningar, og kom sú bók út árið
Heima er bezt 69