Heima er bezt - 01.02.1958, Side 34

Heima er bezt - 01.02.1958, Side 34
Eruá J>ér þáttakandi í getrauninni? Munið eftir hinum glæsilega RAFHA-ÍSSKÁP, sem er fyrstu verðlaun og auk þess eru 9 aðrir ágætir vinningar. í þessu hefti birtist önnur þrautin í verðlaunasamkeppn- inni um hinn stór-glæsilega RAFHA-ísskáp, sem hófst í janúarheftinu. Þér hafið nú sjálfsagt þegar leyst fyrstu þrautina og bíðið með óþreyju eftir að leysa þá næstu, því hver veit, nema það lán falli einmitt yður í skaut að hreppa hinn stórglæsilega RAFHA-ísskáp með öllum þeim þægindum, sem hann veitir. Og nú er það enn á ný vandinn, sem yður er á hönd- um, að finna út, hvar Villi lét ljósmynda sig í þetta sinn. Síðan skrifið þér lausnina á svar-reitinn á næstu síðu hér fyrir framan og farið að öðru leyti eftir þeim reglum, er gefnar voru í janúar-heftinu. ER VILLI STADDUR HJÁ: 1. Goðafossi? 2. Dettifossi? 3. Gullfossi? Hér sjáið þér fallega RAFHA-ísskápinn, sem myndi vera prýði í hverju eldhúsi og sem myndi einnig vera mikil prýði í yðar eigin eldhúsi. RAFHA-ís- skápurinn er með glansandi hvítri gljáhúð og með tinnusvört handföng og undirstöður. Isskápurinn er framleiddur í einmitt þeirri stærð, sem hentar bezt íslenzkum heimilum, og það er pláss fyrir hann í hvaða eldhúsi sem er. Og til þess að þér getið velt því fyrir yður, hvar þér mynduð staðsetja ísskápinn, ef þér skylduð verða sá, sem yrði svo heppinn að fá þennan glæsi- lega vinning í myndagetrauninni, þá birtum við hér með málin á RAFHA-isskápnum: Hæð: 116 cm. Breidd: 58.5 cm. Þykkt: 59 cm. Með ísskápnum fylgja 4 afbragðs plast-skálar, sem eru mjög hentug- ar fyrir margs konar matvæli, sem þér ætlið að geyma í ísskápn- um, t. d. smjör, ost og matar- leifar. Þetta auðveldar yður að halda röð og reglu í skápnum, og þér losnið við að pakka því inn, sem þér þurfið að geyma í hvert sinn.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.