Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 27
„Þeim er nú létt, sem lausir fara,“ sagði Engilráð.
Hún breytti síðasta orðinu í málshættinum. Það átti
að vera „sem lausir flakka“, en hún gat nú ekki látið
annað eins út úr sér um hana Rósu litlu prestsdóttur,
að hún flakkaði. — „Það getur svo sem verið, að hún
komi ekki einu sinni norður í nágrennið, fyrst þér ætl-
ið að fara að yfirgefa okkur,“ bætti hún við.
„Það er einmitt það, sem ég veit ekkert um,“ sagði
Karen. Röddin var kaldari en áður.
Nú kom Stefán inn og heilsaði maddömunni vin-
gjarnlega og bætti því við, að hún væri nýr gestur.
„Já ójá, það má víst heita svo,“ anzaði hún. „Ég er
komin til að biðja yður stórrar bónar, Stefán minn. Ég
er allt í einu orðin hjálparþurfi í lífinu. Það er allt ann-
að en þægilegt að finna, að maður er það.“
„Ef það væri eitthvað, sem ég gæti gert fyrir yður,
þá er mér það mikil ánægja,“ sagði Stefán.
Mæðgunum létti fyrir brjósti við svar hans. Hann
hafði verið heldur bónstirður fyrir Hofsheimilið, síðan
hann varð húsbóndi í Þúfum, og þeim hafði fallið það
miður.
Karen þakkaði honum góðar undirtektir. „Það er nú
bara svoleiðis, að ég er búin að selja öll hrossin, eins og
þér vitið, en kommóðan mín og skrifborðið mannsins
míns er ennþá inni í stofunni, en mig langar til að láta
það verða mér samferða, ef það væri hægt, og hér er
ég nú komin til að ræða um það við yður.“
„Hvenær hafið þér hugsað yður að leggja upp frá
Hofi?“ spurði hann.
„Strax á morgun, ef hægt væri.“
„Þá skal ekki standa á mér,“ sagði Stefán.
„Ætlið þér að fara svona fljótt, blessaðar?“ sagði
Engilráð.
„Já, það er bezt að ljúka því af sem fyrst, sem manni
er ógeðfellt að gera,“ svaraði Karen. „Hann er nú kann-
ske eins og vant er, dugnaðurinn yðar, Stefán, en þetta
verður á marga hesta, býst ég við. Ég fer með stólana
úr stofunni og stólinn, sem maðurinn minn var vanur
að sitja í inni í skrifstofunni. Ekki læt ég hann verða
eftir. Svo ætla ég að biðja yður að slá gamla hestinn
hans af í haust. Þér ráðið því, hvort þér grafið átuna
eða gefið hana einhverjum, sem hefur geð á að borða
það kjöt. Helzt vildi ég, að hann gengi ekki í högun-
um á Hofi, en við því verður nú líklega ekki gott að
sporna.“
„Við sjáum nú til, hvort það er ekki hægt,“ svaraði
Stefán.
Maddaman var svo elskuleg að þiggja kaffi hjá ná-
grönnunum.
Yfir kaffibollanum sagði hún Stefáni, að hún væri
búin að ráða það við sig að taka Þúfur í sinn hlut,
þegar skipt yrði. Hún vonaði, að hann færi eltki að
flytja í burtu og yrði sér hjálplegur að ýmsu leyti.
„Já, vonandi semur okkur bærilega,“ sagði Stefán.
„Hvað haldið þér, að þér verðið snemma tilbúnar í
fyrramálið?“ bætti hann við.
„Því er nú verr, að þetta er allt ótilbúið. Ég verð
að sauma utan um borðið og kommóðuna. Allur
tíminn hefur gengið í þetta uppboðsumstang,“ sagði
Karen.
Stefán sneri máli sínu til konu sinnar: „Þú getur
farið með maddömunni, Lauga — og Gunna með þér.
Þið Ijúkið við það í kvöld, ef þið herðið ykkur.“
Það hýrnaði ákaflega mikið yfir maddömunni. Hún
fann, að hún átti sömu vinsældunum að fagna meðal
sveitunganna og áður.
Hún kvaddi Engilráð síðan innilega og þakkaði henni
langa og góða viðkynningu, en Engilráð tárfelldi af
söknuði yfir að missa þessa indælu manneskju úr ná-
grenninu.
Svo spásseruðu þær þrjár út að Hofi.
Kristján ráðsmaður sá út undan sér þennan kvenna-
hóp, þar sem hann hamaðist á taðvélinni yzt á túninu.
Hann hafði náð í tvær hjáleigukonur sér til hjálpar, en
þótti þær heldur liðléttar.
„Hvað skyldi nú standa til fyrir maddömunni?“
tautaði hann í hálfum hljóðum en þó svo hátt, að kon-
an, sem var að láta upp í vélina, heyrði það. „Ólíklegt
er, að hún sé að smala kvenfólki hingað til að hjálpa
mér við ávinnsluna, og er þó full þörf á því. Ég sé ekki,
að ég komi nokkurn tíma ofan í túnið.“
Þetta heyrði nágrannakonan vel og svaraði um hæl:
„Það hefur nú víst aldrei sézt fyrr, að einn einasti mað-
ur léti sér detta í hug að vinna á öllu Hofstúninu. Og
ekki verð ég lengur hér en í dag. Ég verð áreiðanlega
búin að fá nóg í bakið, þegar ég hætti í kvöld.“
Ungu konunni í Þúfum þótti vera orðið rúmgott í
skemmunni, þegar maddaman hratt upp hurðinni og
fór inn. Þarna, þar sem hár bunki af reiðingum var
vanur að vera, voru nú tvenn reiðver. Allt annað var
farið. En uppi á bitanum var stafli af hreinum pokum.
Kristján hafði ekki getað verið að minna húsmóðurina
á þá, þegar skrifað var upp, en hún vissi víst af þeim
samt, og nú benti hún systrunum á að taka af þeim það,
sem þær gætu borið inn, og svo var tekið til starfa við
að sauma utan um það, sem átti að nytjast burtu.
Geirlaug fór að hita kaffi, og það var óvenju hressi-
legt yfirbragð blessaðrar húsmóðurinnar, meðan þær
voru að verki.
Svo lét hún svo lítið að kveðja þær systurnar báðar
með kossi og flýtti sér svo að komast í rúmið. Á morg-
un gæti hún horfið frá þessu öllu saman og reynt að
gleyma þessum erfiðu vikum, sem liðnar voru frá jólum.
Klukkan var orðin ellefu, þegar Kristján sagði kon-
unum að bezt væri að fara að hætta og þakkaði þeim
fyrir vinnuna og hljóp svo upp fyrir tún. Þar var smal-
inn eitthvað að bjástra við ærnar.
Konurnar þóttust skilja, að þær ættu ekki að fá ann-
að en þetta þakklæti til kvöldverðar, þó að slíkt væri
óvanalegt á Hofi. Þær röltu því heim í kot sín, þreytt-
ar og gramar, og hugsuðu sér að vinna ekki næsta dag
hjá honum, þessum kauða.
Þegar Kristján kom heirn, þóttist hann sjá, að eitt-
hvað hefði verið gengið um skemmuna. Hvaða erindi
höfðu þær átt þangað, kvensurnar? Hann opnaði hurð-
ina og leit inn og sá, að pokahlaðinn var farinn að lækka
Heima er bezt 101