Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 19
HVAÐ UNGUR NEMUR- ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON -------------------------------
NÁMSTJÓRI
VARIZT HÆTTURNAR!
Slysavarnir — björgun
Fy r i r nokkrum árum kom út bókin Utilíf, hand-
bók í ferðamennsku. Jón Oddgeir Jónsson sá
um útgáfuna. Þessa bók ættu allir að eiga, sem
eitthvað ferðast. Einn þátturinn í bókinni er
eftir Helga heitinn Jónsson, bónda í Seglbúðum. Hann
er um sundreið í ám og vötnum. Þar segir meðal annars:
„Búist maður við því að hleypa á sund, verður að
gæta þess, að hafa gott taumhald á hestinum. Hafa taum-
ana jafna báðum megin og hafa hér um bil 8 þumlunga
bil milli makkans á hestinum og handarinnar.
En jafnskjótt og hesturinn grípur sundið, skal hend-
inni, er um tauminn heldur, gripið í faxið það framar-
lega, að nóg slekja verði á taumunum til þess, að hestur-
inn geti teygt fram höfuðið á sundinu. Hendinni skal
svo haldið þar kyrri, þar til hesturinn nær í botn.
Einnig er gott að geta gripið hinni hendinni í faxið,
ef hennar þarf ekki til annars.
í straumvötnum vilja flestir hestar halla sér mikið
í strauminn, og þá mjög erfitt að sitja á þeim, því að
ekki má halla sér með hestinum til hliðar, því að þá er
hætt við að bæði maður og hestur velti á hliðina. Skal
því reynt að sitja sem réttastur, en halla sér dálítið fram
á makkann og halda fótunum þétt að hestinum.
Séu ístaðsólar mjög langar (ístöðin nái niður fyrir
kviðinn á hestinum) er vissara, áður en farið er út i
vatnið, að leggja þau á víxl fyrir framan hnakkinn, því
að komið hefur fyrir, að hestar hafa farið með fætur í
ístöðin og sokkið samstundis.
Ef hestinum fatast sundið, hefur það reynzt vel að
velta sér af honum, undan straum, en halda sér þó sem
fastast í faxið. Flýtur maður þá ofan á vatninu við hlið-
ina á hestinum, og er hann þá laus og getur því synt
miklu Iengri leið.
En því aðeins er ráðlegt að gera þetta, að rnaður sé
óhræddur og geti gert það fumlaust, því að hver ógæti-
leg hreyfing getur sett mann og hest í voða.
Það, sem sérstaklega verður að varast, er, að undir eins
og hesturinn er kominn á sund, má undir engum kring-
umstæðmn taka hið minnsta i taumana. Ekki einu sinni,
þó að hesturinn taki ranga stefnu á sundinu, því að geri
maður það, kaffærist hesturinn óðara.
Hafi maður hesta í taumi, verða þeir að vera þeim
megin, sem veit undan straumi, og ævinlega skal hafður
einteymingur á þeim. Að öðrum kosti geta þeir flækt
sig í taumana, ef maður yrði að sleppa þeim á sundinu.“
Þetta segir Helga Jónsson unt sundreið, og eru þessar
athuganir hans byggðar á reynslu.
Aldrei er of gætilega farið á ísurn. Sérstaklega er ís-
inn hættulegur á vordögum. Oft kemur það fyrir, að
ríðandi maður missir hest sinn niður um ís, en oft kast-
ast þá maðurinn fram af hestinum, upp á ísinn. Er þá
erfitt að bjarga hestinum, nema með mikilli mannhjálp.
Skriðið út á isinn og haldið t. d. á flík, til þess að kasta til
mannsins i vökinni.
Heima er bezt 93