Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 32
Guðmundur G. Hagalín: Sól á náttmálum. Reykjavík.
1957. Norðri.
Tólf ár eru liðin, síðan Guðmundur G. Hagalín hefur sent
langa skáldsögu á markaðinn, þótt hann hafi verið sískrifandi
allan tímann, ævisögur, sjálfs sín og annarra, smásögur, sagna-
þætti og ritgerðir. Það er því nokkur nýlunda, er hann aftur
kveður sér hljóðs með langri skáldsögu. Ekki er að vísu við því
að búast, að jafn fastmótaður höfundur og Hagalín komi lesend-
um beinlínis á óvart. Enda er þessi nýja saga um margt lík hin-
um eldri. Eins og oft áður, er baráttan milli gamla timans og
hins nýja uppistaða sögunnar. Og sem fyrri finnur lesandinn
að hugur hans stendur fastari fótum í gamla tímanum en í um-
róti og brölti hins nýja. Stíll hans er sem fyrr sérkennilegur, kímni
stráð í frásögnina og víða komið við og á margt bent, sem vek-
ur til umhugsunar, því að Hagalín hefur ætíð einhvern boðskap
að flytja lesendum sínum. Persónulýsingar eru snjallar, en sumar
þó beztar af aukpersónum sögunnar, t. d. Sesselja, heimasætan,
sem giftist rónanum, og raunar skáldið unga, sem höfundur lýsir
af miklum skilningi og nærfærni. Ekki verður því neitað, að
höfundur spillir nokkuð bókinni með löngum einræðum, sem
um of hafa á sér prédikunarblæ, þótt oft sé þar vel að orði kom-
izt. Bjartsýni höfundar kemur frarn í nafni bókaiinnar og síðan
að bókariokum, þegar unga fólkið hefur brotið bát sinn og hjóna-
leysin koma alislaus í land til gömlu hjónanna. Að þeim atburði
hnígur straumur og stefna sögunnar í stuttu máli. Þrátt fyrir
allan óróa tímanna, misstig og skakkaföll, trevstir höf. því, að öllti
muni að lokum stefnt í faðm hinna fornu dygða, atorku, nægju-
semi og ástar á moldinni. Bjartsýni höfundar og samúð hans með
öllum sínum sögupersónum, jafnvel þeim, sem hann teflir fram
gegn sinni eigin stefnu, gerir sögur hans ætíð hugþekkar, og
víst er, að Sól á náttmálum mun enn auka á vinsældir hans.
Erling Brunborg: llm Island til Andesþjóða.
Reykjavík 1947. Norðri.
Höfundur bókar þessarar, Erling Brunborg, er sonur frú Guð-
rúnar Brunborg, sem fyrir löngu er þjóðkunnug fyrir framkvæmd-
ir sínar við að útvega íslenzkum stúdentum fastan samastað í
stúdentagarðinum norska og fyrir sjóðstofnanir til eflingar menn-
ingarviðskiptum íslendinga og Norðmanna.
Þetta er bráðskemmtileg ferðasaga um ísland og mikinn hluta
Ameríku norðan frá Canada og suðvestur til hinna sérkennilegu
og fjarlægu Galapagoseyja. Það, sem einkum gerir ferðasögu þessa
óvenjulega er það, að höfundur og vinur hans, sem var með hon-
um framan af ferðinni, ferðuðust ekki á venjulegan hátt, heldur
næstum því eins og flakkarar gamla tímans. Þeir fóru fótgangandi
tímunum saman, nema þegar góðir menn kipptu þeim upp í bíl
dag og dag, eða óku í hálfónýtum bílskrjóð. Þeir lágu í tjöldum
og gerðu sér að góðu óbrotið fæði og reyndu oft að lifa af land-
inu. Þegar hina rýru sjóði þraut, komu þeir sér í vinnu við og
við og nældu þannig í nokkra dollara, og síðan var ferðinni haldið
áfram á nýjan leik. En þótt oft væri þröngt í búi, og þeir félag-
ar kæmust í hann krappann, þá tókst þeim þó að komast leiðar
sinnar,- njóta ferðarinnar, kynnast fjölda fólks og kanna ókunna
stigu og ævintýralönd. Frásögnin er hröð, gamansöm, bráðlifandi
og myndauðu. Hersteinn Pálsson hefur þýtt bókina á íslenzku.
Það er ekki aðeins að bók þessi sé bráðskemmtileg aflestrar,
heldur er hún einnig ágæt leiðbeining ungum mönnum um það,
hvernig þeir geti séð sig um í heiminum fyrir litla fjármuni, ef
þeir eiga næga ævintýralöngun, karlmennsku og ráðsnilld x fórum
sínum. Ekki þætti mér ósennilegt, að hún fengi einhverja fslend-
inga til að taka þessa frændur sína sér til fyrirmyndar.
St. Std.
A skammri stundu skipast veður í lofti
Framh. af bls. 92. ■ ■ ■■■ ■■ -
Herjólfsstöðum Sigurðsson. Þennan vetur fyrir jól hafði
Sterling strandað á svo kölluðum Innstalandsskerjum
í Skagafirði. Var allur matur fluttur úr honum inn á
Sauðárkrók og seldur þar á opinberu uppboði. Svein-
björn keypti mikið af þessum mat á uppboðinu, og
var þá að flytja hann að sér á klökkum. Matur þessi
var að vísu mikið sjóblautur, en algerlega óskemdur,
af því alltaf voru stöðugar frosthörkur. Hríðarmorg-
uninn höfðu þeir Magnús og hann lagt upp seinni part
nætur með níu reiðingshesta inn á Sauðárkrók og hugð-
ust fara heim um kvöldið. Ferðin gekk þeim að öllu
leyti vel, þar til hríðin skall á. Var beint á móti að
sækja, og hrossin vitanlega farin að slæpast. Samt kom-
ust þeir, eftir því sem síðar vitnaðist, út fyrir miðja
Heiði. Var þá vonlaust að koma hrossunum lengra á
móti veðrinu. Tóku þeir ofan burðinn þar á melkolli
og bunkuðu honum. Að því búnu sneru þeir við og
hugðust taka Heiði eða Breiðstaði, því að Dalsá var þá
í eyði. Þarna voru þeir að þvælast í hríðinni, þangað
til þeir rákust loks á Breiðstað. Allt var að mestu
óskemmt, hross og menn, svo að það rættist betur úr
þessu ferðalagi en á horfðist.
Eftir að Baldur hafði hvílt sig um hríð á Illuga-
stöðum og kynnt sér fyrirhugaða ferð mína, talaðist
svo til á milli okkar, að við færum inneftir þá um
kvöldið og sæktum mat prests. Baldur taldi vel fært að
fara með 600 pund á sleða út yfir heiðina, og þaðan
væri öruggt með 1200 pund á sleða heim í Hvamrn.
Hvað sem meira var nú um þetta talað, þá leggjum
við upp með hestinn og sleðann aftan í inn í Heiði.
Þar bjó þá Þorbjörn Björnsson, sem síðar bjó á Geita-
skarði. Þarna hresstum við hestinn á heyi og þáðurn
sjálfir góðgerðir. Á heiðina lögðum við svo með 600
pund á sleðanum. Tókst sú ferð sæmilega út á Skíða-
staðaeyrar. Þar tókum við af sleðanum. Hefir klukkan
þá verið um tvö um nóttina.
Nú skal á það minnzt, að þetta var einmitt nóttin,
sem frostið steig hæst um veturinn. Á Heiði og Breið-
stöðum var okkur sagt það 36 gr. á R. um kvöldið, er
við fórum þar um. Hefði það þá átt að vera yfir 40 gr.
á C. Enda kemur það heim við samtíma blaðaskrif og
seinni tíma athuganir. Alltaf hafði verið stillilogn frá
því að við fórum frá Heiði, en þó virtist ekki sér-
staklega kalt sökum lognsins. Fórum við Baldur nú að
bera saman ráð okkar, en samkomulag varð ekkert.
Baldur vildi fara heim í Illugastaði og gista þar og
sækja matarafganginn daginn eftir, en ég vildi ólmur
leggja á heiðina aftur og sækja hitt ækið. Svo fór nú,
að ég réð í þetta skipti. Þegar við komum stutt suður
fyrir Skíðastaði, fór að hvessa á suðvestan og skafa.
Varð þá fljótlega illyrmislega kalt. Við Baldur vorum
báðir reiðir. Hann var dýrléttur.
Framhctld.
106 Heima er bezt