Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 7
Ferðinni var heitið út í Láturdal. Er hann var kom-
inn skammt frá bænum, opnaði hann byssuna og stakk
á hana tveimur skotum af beztu tegund, svo lokaði
hann byssunni, setti öryggið á og lagði hana á öxl sér,
hagræddi á sér húfunni og hélt aftur af stað. Færi var
ágætt; mikill, harður snjór á jörð undir hinu þunna,
nýfallna snjólagi. Það er rösklega einnar stundar gang-
ur frá Hænuvík og út í Láturdal. Kristinn hélt út brún-
ir Hænuvíkurhlíða. Er hann var kominn út undir dal-
inn, kom hann á nýgengna slóð eftir ref.
Kristinn rakti slóðina niður í Láturdal, en þá sveigði
tæfsa í innri hlíð dalsins. Hún virtist vera vör um sig,
stanzaði af og til, eins og hún væri að hugsa um að
leggjast, en fékk sig þó ekki til þess, en hélt áfram út
eftir hlíðinni.
Kristinn fór einnig gætilega, stanzaði af og til, svip-
aðist vel um, hvort hann ltæmi ekki auga á hana, því að
það gat miklu munað, hvort þeirra kæmi fyrr auga á
hitt. Hann var kominn með byssuna í hægri hendi, til
þess að vera fljótari til, ef tæfsa sprytti upp.
Hann var kominn þar, er gjáin, er fyrr getur, liggur
niður í dalinn. Hann stanzaði og leit upp eftir gjánni,
hvort þar væri fært neðan, ef á þyrfti að halda. Jú hon-
um fannst það, þótt ekki væri það álitlegt.
Tæfsa virtist hvergi telja sér óhætt að leggjast í hlíð-
inni. Vindurinn var henni ekki hagstæður, þannig að
hún hefði hann í nefið úr þeirri átt, er manna var von.
Hún vildi því komast lengra, komast þangað, sem óvini
hennar yrði torveld eftirförin og hún sæi sem bezt til
ferða hans.
Kristinn fetaði sig eftir slóðinni. Það fór að harðna
í spori í hlíðinni, því að hinn nýfallni snjór var svo
lítill, að hann veitti ekki verulegt viðnám ofan á hjarn-
inu, sem undir var. Þannig gekk Kristinn hlíðina á enda.
Þegar henni sleppti sveigði tæfsa inn á Hænuvíkurhlíð-
ar og hækkaði sig þá, upp í svokallaðan „Efstagang“,
sem er fjártroðningur efst í hlíðinni.
Enn þá hafði hvorugt þeirra orðið hins vart, Krist-
inn hélt því áfram eftir slóðinni. Er hann hafði skammt
farið eftir ganginum, harðnaði enn í spori. Hann stanz-
aði því og litaðist um.
Sldp skreið inn fjörðinn. Á haffletinum mynduðust
langar öldurákir út frá kjölfari skipsins. Sjórinn hlóðst
upp við kinnunga þess og brotnaði svo frá þeim í hvít-
fyssandi löðri.
Kristinn leit af skipinu upp í klettabeltin, sem gnæfðu
fyrir ofan hann, þungbúin og illileg. Sums staðar voru
hengjur í brúnum þeirra; á syllum lá snjór og klaki.
Nokkrir múkkar svifu þarna um í loftinu eins og þeir
væru í eftirlitsferð um þessa sumarbústaði sína. En nú
voru þeir kuldalegir útlits, hreiðrin á syllunum full af
klalta og snjó. Enn mættu þeir bíða í fjóra mánuði, þar
til aftur yrði vistlegt í heimkynnum þeirra í fjallinu.
Fyrir neðan var snarbrött hlíðin, þakin hörðu hjarni,
um 150—200 metra löng niður á sjávarkletta, sem þama
eru víðast lágir. Fyrir neðan þá liggur fjaran; snjór var
í henni, þar sem sjór féll ekki á. Sums staðar sátu skarf-
ar á steini og blökuðu hálf þöndum vængjum, eins og
Kristinn Ólafsson í póstferð d Smára sínum.
þeir væru að hreyfa þá sér til hita. Æðarfuglinn synti
r hópum á vogum og víkum, en yfir svifu svartbakar,
tilbúnir að hremma hverja þá veiði, er gæfist. Fyrir
framan lá svo kyrrt og blásvart hafið svo langt sem
augað eygði.
Skammt fyrir neðan þar sem Kristinn stóð, voru
klettaslefrur í hlíðinni og víða stórir steinar, sem stóðu
upp úr hjarninu. Kristinn leit niður eftir hlíðinni, og
hugsaði, að sá, sem hrapaði þarna niður, þyrfti ekki
að segja frá tíðindum. Átti hann að snúa við? Nei.
Tæfsa gat verið mjög nærri, og nú fór hún ekki að
eiga um margar leiðir að velja. Hann ákvað að halda
lengra, þar ætti hann að komast niður í fjöruna, og vita
svo, hvort hann kæmist ekki þá leið inn í Hænuvík.
Hann pjakkaði sér far með vinstra fæti, sté svo í
það, tók með hægri hendi framarlega um byssuhlaupið
og ætlaði að pjakka sér far með byssuskeftinu fyrir
þann hægri. Er hann var að því, fann hann að hann
missti vinstri fótinn úr farinu. Högg á höfuðið, stjörn-
ur augnablik, svo endalaust tómið.
Það ríkti dauðakyrrð þarna uppi í hlíðinni. Kjölfar-
ið eftir skipið var horfið, og tæfsa hefur sjálfsagt verið
lögzt örugg til hvíldar í sínu öryggisleysi.
Hrafn sveif yfir fjörunni. Skyndilega lækkaði hann
flugið, sveigði í hring og tyllti sér svo niður á sjávar-
klettana. Hann hafði komið auga á eitthvað í fjörunni.
Æðarfuglinn hélt áfram að synda fyrir framan land-
ið. Stundum tylltu nokkrir sér upp á steina, sem skutu
upp kollinum eftir því sem út féll, en þeir sátu ekki
lengi. Það var mjög kalt. Steinarnir klökuðu, svo fugl-
inn renndi sér aftur á sjóinn. Af og til hóf einhver blik-
inn upp rödd sína, og aðrir svöruðu í sama tón. Þýður
hljómur þeirra ómaði í kyrrðinni, en var stundum rof-
inn af hjáróma gargi svartbaksins.
Krummi var seztur á snjóinn í fjörunni, og hoppaði
þar um ánægjulega, eins og hann ætti von á æti. Allt í
einu rak hann upp garg og lyfti sér aftur upp á klett-
ana. Hann sá að þetta var maður, sem lá þarna í blóði
sínu í fjörunni.
Það var Kristinn, sem þarna lá meðvitundarlaus. Er
hann hafði legið þannig í fjörunni, eftir því sem næst
verður komizt í tvo tíma, og það í 10—12 stiga frosti,
skeði það ótrúlega, að hann fór að rakna við.
Heima er bezt 153