Heima er bezt - 01.05.1958, Side 8
Það sem Kristinn man fyrst eftir frá því, er það að
hann sat uppi, en gat lítið hugsað. Konist þó að þeirri
niðurstöðu, að þetta hlyti að vera draumur, þetta um-
hverfi og hann að vakna. Nei, það gat ekki verið, það
var gott að halla sér aftur, svo féll hann aftur í mók.
Er hann fékk aftur meðvitund var hugsunin skýrari.
Hann gerði sér þá grein fyrir því, að hann lægi frammi
í fjöru á snæviþöktu hnullungagrjóti. Svo tók hann eft-
ir blóði í snjónum. Honum tókst að bera aðra hendina
upp að höfði sér, en er hann leit hana aftur, var hún
öll í blóði. Smám saman tókst honum að átta sig á því,
að þetta var ekki draumur, heldur ískaldur veruleiki.
Raddir fugla, sem kváðu við í kyrrðinni sannfærðu
hann um það.
Hann reyndi eftir mætti að berjast móti þeirri löng-
un sinni að leggjast út af aftur, því honum var að verða
það Ijóst, að hann væri í hættu staddur. Hann fór nú
að reyna að hreyfa sig. Hendur hans voru með öllu
dauðar, en fæturna gat hann hreyft.
Enn hvarf veruleikinn, og honum fannst sem hann
svifi í einhverju tómi í órafjarlægð. Eitthvert hljóð
færði honum veruleikann á ný, og nú mun skýrari en
áður.
Hann tók nú að athuga ástand sitt, og komst að því
að hann myndi óbrotinn, væri með sár á vinstra gagn-
auga, sem væri farið að bólgna, hruflaður á höfði, og
hendurnar voru eins og dauðir hlutir. Hann gat engan
fingur hreyft, hvernig sem hann reyndi.
Svo fór hann að reyna að rísa á fætur, en tókst það
ekki. Þá fór hann að fá mikla tilkenningu í bakið. Ekki
gat hann enn sem komið var gert sér neina grein fyrir
því, hvers vegna hann væri þarna kominn.
Kristinn kom nú auga á vettlinga sína skammt frá,
og einnig varð hann þess var, að hann vantaði húfuna
og annan skóinn, en ekki kom hann auga á það.
Við fimmtu tilraun tókst Kristni að rísa á fætur.
Honum var þá orðið nokkurn veginn ljóst, hvað gerzt
hafði, og sá fram á, að annað hvort var að duga eða
drepast. Leit mundi ekki hafin að honum fyrr en seint
um kvöld, og það gæti verið um seinan.
Hann riðaði á fótunum og hafði mikla tilkenningu í
baki, svo drógst hann þangað, sem vettlingarnir voru.
Með miklum erfiðismunum tókst honum að koma
vettling á hægri hendina, en á vinstri hendina kom hann
honum ekki.
Nú fór hugsun hans óðum að skýrast. Kristinn sá að
síðast hefði hann henzt fram af 3—4 metra háum ldetti,
komið niður í snjó og skurrast 5—6 faðma fram í
fjöruna.
Nú fór að setja að honum hroll, svo að ekki var ann-
að að gjöra, en reyna að dragast í áttina. Hann fann
skarð í klettana, þar sem hann gat dregizt neðan. Enn
gjörði hann tilraun til að koma upp vettlingnum, en
það tókst ekki.
Fyrst í stað komst hann aðeins fáa faðma, þá varð
hann að hvíla sig, en áfangarnir smá lengdust eftir því,
sem fæturnir iiðkuðust, en hendurnar gat hann ekki
notað nema stutt þeim niður. Þannig þokaðist hann fet
fyrir fet út í dalinn og þar fram með hlíðinni. Loks var
hann kominn þar, sem gjáin, er fyrr getur, liggur nið-
ur í dalinn.
Kristinn hvíldi sig vel undir gjánni. Hann fann að
vinstra augað var svo til sokkið í bólgu en allt virtist
dofið og tilfinningarlaust. Svo tók hann að þoka sér
neðan með gjánni. Hann reyndi lítið að ganga neðan
brattann, því að enn var hann riðandi á fótunum. Hann
skreið því mest neðan með gjánni, sem tók hann lang-
an tíma og sársaukafullt erfiði, því að alltaf kenndi
hann mikið til í bakinu. Fet fyrir fet skreið hann upp
eftir gjánni. Hann einbeitti hugsun og kröftum að því
að skríða áfram, lengra áfram, hærra og hærra, áður en
myrkrið skylli á. Það var hans eina lífsvon, eins og
komið var. Hann beitti olnbogunum, þegar þess þurfti
við, því að þeir voru í lagi, en hendurnar einskis virði.
Loks skreið hann upp á brúnina. Þar lá hann stutta
stund, en reis svo á fætur og hélt heim. Nú sóttist ferð-
in betur, því að brátt tók að halla niður í Hænuvíkina,
og þangað kom hann klukkan 5, illa til reika, húfulaus
með vetding á annarri hendi og skó á öðrum fæti.
Ekki taldi þó Kristinn mikið að sér, nema það sem
sæist, en er hann var búinn að vera inni í hitanum
nokkra stund, fór hann að fá smá verki í hendurnar, þó
sérstaklega í þá, sem hann kom vettlingnum á. Allt var
þá eins og fjærri, er fyrir hann hafði komið, og eins
og hann vissi lítið um það, eða með hvaða hætti hann
hefði komizt heim. Hann mundi þó, að hann hafði
farið neðan með gjánni, sem ekki þótti trúlegt, en
reyndist þó síðar satt vera. Er hann var spurður um
byssuna vissi hann ekkert um hana. Um nóttina fékk
hann óþolandi kvalir í hendurnar, bakið og höfuðið.
Morguninn eftir var hann fluttur í sjúkrahús Patreks-
fjarðar. Þar dvaldist hann í tæpan mánuð. Var þá búinn
að fá nokkurn mátt í hendurnar, sem reyndust ekki
kalnar, en rétt við það, eftir því sem læknir taldi.
Kristinn er langt frá því að vera búinn að ná sér,
þegar þetta er skrifað, sérstaklega í baki og á taugum.
Byssan hans er nýlega fundin skammt frá, þar sem
hann féll fyrst. Hvorugt skotið hafði hlaupið úr byss-
unni, og hún lítið skemmd. Skórinn fannst fastur á
steinnibbu hátt í hlíðinni, en húfan niðri í fjöru.
Kristinn telur, að hann hafi fallið í rot, strax og hann
missti fótinn úr farinu og féll, því eftir það man hann
ekkert, hvað gerðist, fyrr en hann raknaði við í fjör-
unni.
Þykir kunnugum það alveg sérstakt, að hann skyldi
sleppa lifandi og óbrotinn eftir að hafa hrapað þessa
leið. Einnig þykir það mikil harðneskja að geta dregizt
heim svona til reika, og þó sérstaklega að fara neðan
með gjánni.
Ekki getur Kristinn gefið neina skýringu á því,
hvers vegna hann valdi þá leið. Telur líklegt, að hann
hafi farið hana, af því að hann var vanur að fara þá
leið þegar hún var fær.
Lýkur svo þessari frásögn.
Látrum, 25. febrúar 1958.
154 Heima er bezt