Heima er bezt - 01.05.1958, Blaðsíða 9
HvaSa tré voru þaá?
Eftir J. M. Eggertsson
Faðir niinn Eggert Jochumsson frá Skógum í
Þorskafirði var kennari að lífsstarfi. En eftir að
hann hætti kennslustörfum var hann síðustu ár
ævi sinnar vitavörður að Naustum við Skutuls-
fjörð (ísafjörð). Ég ólst ekki upp með foreldrum mín-
um nema til þriggja ára aldurs. En þegar ég var við
12 ára aldur var ég um tíma í orlofi hjá foreldrum
mínum. Móðir mín, síðari kona föður míns, hét Guð-
rún Kristjánsdóttir frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal.
(Hét áður fyrr Grundar-Garðshorn).
Ég hafði snemma yndi af þjóðlegum fróðleik og
frásögnum. Man ég enn orðrétt samtöl fólks og frá-
sagnir, er ég heyrði í æsku. Naut faðir minn þessa með
mér, að ég var eftirtektarsamur og minnugur. Sagði
hann mér margt frá æsku- og uppvaxtarárum sínum í
Skógum, enda fæddur þar og uppalinn, elzta barn og
frumburður hjónanna Þóru Einarsdóttur og Jochums
Magnússonar, Magnússonar Halldórssonar Bjarnasonar
Jónssonar, er allir höfðu búið í Skógum í beinan karl-
legg mann fram af manni.
Þau hjón Þóra og Jochum (afi minn og amma) eign-
uðust 14 börn og var faðir minn elztur, eins og áður
er sagt, en Matthías þjóðskáld þriðji í röðinni.
Faðir minn var vinnandi heima í Skógum og fór
þaðan ekki fyrr en hálf-þrítugur, að hann gerðist sýslu-
skrifari hjá Jóni Thoroddsen sýslumanni og skáldi að
Haga á Barðaströnd.
Eggert faðir minn sagði mér, að Jochum faðir sinn
hefði sagt sér, að Magnús faðir hans hefði sagt honum
eftir föður sínum Magnúsi Halldórssyni Bjamasonar,
að þegar hann var unglingur að alast upp í Skógum
með foreldrum sínum, hefði verið siður að sækja eld-
gamlar feysknar trjárætur til eldsneytis í hlóðin og
farið eftir þeim með reiðingshesta inn í Þorskafjarðar-
þing í melinn eða holtið Skógamegin við Músará, svo-
nefndan Grenimel eða Greniholt. Höfðu þeir með
sér pál og fleiri tæld til að ná upp rótunum, sem ýmist
voru á kafi í melnum, eða að nokkra uppblásnar, og
litu út til að sjá svipað og hugsa mætti sér veðraðar
beinagrindur af fornaldar risa-skrímslum eða kynja-
dýrum. Flestar voru ræturnar þá svo fúnar, að þær
loddu ekki saman nema að nokkru. En svo stórir og
þungir voru þó sumir heillegustu rótarmolarnir að
þeir voru fullkomin klyf á hest — og þó ekki nema lítill
hluti rótarinnar. Töldu þeir af og frá að þar væri um
bjarkarrætur að ræða, heldur rætur miklu stórvaxnari
trjáa og þá helzt grenitrjáa.
Eftir verksummerkjum, millibili trjárótanna, ummáli
þeirra og öðru þvílíku, töldu þeir víst, að stærstu trén
þarna í melnum við Músará, hefðu eigi verið minni að
hæð og gildleika en grenitré það, sem Landnámabók
ureinir frá, o°' se<iir á land komið í Grenitrésnesi utar
við fjörðinn.
Faðir minn sagði mér, að fróðir menn í sínu ung-
dæmi hefðu haft þá skoðun, og haft hana eftir fornum
fróðleiksmönnum enn lengra fram, að þetta „grenitréu
ið mikla, sem nesið er kennt við, hafi annað hvort vax-
ið þar á nesinu sjálfu, ellegar þá við fjörðinn innanverð-
an í Grenimelnum við Músará í Þorskafjarðarþingi,
skammt frá blótstaðnum, þar sem trjáræturnar miklu
voru, sem sagt er frá hér að framan. Töldu þeir helzt,
að tré þetta, sem Grenitrésnesið heitir eftir, hefði bor-
izt út Músará í vatnavöxtum og fram í fjörðinn undan
straumi og útfalli, unz það varð landfast í Grenitrés-
nesi. Músará er mjög straumhörð og getur orðið ægi-
lega vatnsmikil í vatnavöxtum. Það er hvort tveggja
til, að tréð hafi rifnað upp og fallið í Músarárgljúfrin,
eða það hafi verið hreinlega fellt og áin í vatnavöxtum
látin bera það fram í fjörðinn. Líka getur verið, að
um einhvers konar kaup eða viðskipti hafi verið að ræða
því landeigendur Skóga og Hallsteinsness voru miklir
vinir í þann tíma.
Faðir minn sagði mér, að það hefði verið skoðun
gamalla fræðimanna, að bæði greni og fura hafi vaxið
á nokkrum stöðum á Vesturlandi um landnámstíð, en
þó fremur fágæt og því mjög eftirsótt sem efniviður.
Þeim hafi því verið útrýmt með öllu og það mjög
fljótlega.
En það er um Grenitrésnes að segja, að það er við
langan innfjörð, inn úr sjálfum aðalfirðinum eða fló-
anum og straumum og aðstöðu allri þann veg háttað,
að þar rekur aldrei neitt af hafi. Rekavon og rekalíkur
af hafi eru því engar í Grenitrésnesi öðruvísi en að
tréð hafi borizt út fjörðinn innan frá, en til þess hefur
tréð orðið að vaxa þar við fjörðinn sjálfan.
Gömul sögn er, að fjörðurinn hafi upphaflega verið
nefndur Þórskafjörður og hafi Hallsteinn Þórsgoði
landnámsmaður gefið firðinum nafnið, er síðar breyttist
í framburði í Þorskafjörður, líkt og mannanöfnin Þór-
steinn í Þorsteinn, Þórgerður í Þorgerður, Þórkell í
Þorkell o. s. frv. En um Hallstein Þórsgoða segir Land-
náma (Hauksbók) eftirfarandi:
„Hallsteinn son Þórólfs Mostrarskeggs nam Þorska-
fjarðarströnd ina nyrðri og bjó á Hallsteinsnesi. Hann
blótaði Þór til þess að Þórr sendi honum öndvegis-
súlur, og gaf þar til son sinn. Eftir það kom tré á land
hans, það var 63 álna langt og tveggja faðma digurt.
(Framhald á bls. 178).
Heima er bezt 155