Heima er bezt - 01.05.1958, Side 13

Heima er bezt - 01.05.1958, Side 13
„Það var gott, að þú byrjaðir ekki á að skoða New York, því að New York er ekki Ameríka. Því miður fara margir ferðamenn, sem hingað koma, aldrei lengra, og sjá ekki annað af landi og þjóð, eða þá að þeir dveljast fyrst svo lengi í New York, að hún stendur þeim fyrir hugskotssjónum, sem landið allt og þjóðin öll, og þannig er borin út skrípamynd af þjóð vorri.“ Ef til vill hefur hann tekið fulldjúpt í árinni, en nokk- ur sannleikur mun samt í orðum hans fólginn. New York er alþjóðaborg öllum öðrum fremur. Hvergi er dansinn um gullkálfinn hraðari, og hin miskunnarlausa samkeppni markar hvern einstakling, neðan frá Wall Street og upp til Bronx. Dagarnir liðu óðfluga. Margt var að sjá og skoða, og meðal annars heimsótti ég Columbia-háskólami og landfræðifélagið The Geographical Society. Þar hitti ég kunningja minn, sem ég að vísu aldrei hafði séð fyrr, en við höfðum skipzt á ritgerðum um nokkur ár, og vissum þannig deili hvor á öðrum. Heitir hann Calvin ]. Heusser, og hefur ritað margt um gróður og jöklahreyfingar norður í Alaska. Tók hann mér með ágætum, og auk þess að sýna mér stofnun landfræði- félagsins ók hann mér allvíða þar um útjaðar borgar- innar efst á Manhattan, svo að ég fékk nokkra hug- mynd um legu hennar. Þá þurfti ég einnig að kaupa hitt og annað. Jóla- sölurnar og jólaskreytingarnar höfðu nú náð hámarki í verzlununum. í stórum sölubúðum sást nú ekkert annað en jólaskraut og glingur til jólagjafa, og aldrei hefði ég trúað því, að til væru önnur eins kynstur af jólakortum og ég sá þarna. Ameríkumenn hljóta að nota þau mikið. Gluggasýningar sumra stórverzlan- anna voru fullkomin listaverk í sinni röð, og Ijósadýrð- in á aðalgötunum stórkostleg, en fyrir bragðið sýndust hliðargöturnar hálfu dimmri en ella. Og loks rann 10. desember upp, var hann á mánu- degi. Frost var allmikið og bjartviðri, en lítilsháttar snjóföl á jörðu frá deginum áður, var það fyrsti snjór- inn, sem ég sá á ferð minni. Um kl. 1 eftir hádegi vor- um við Jóhann komnir út á Idlewild flugvöll, þar sem við stigum fyrst á land í haust. Eitthvað fannst mér minna til hans koma nú, og alls þess, sem þar bar fyrir augu. Nú var næstum óþægilega kalt þar og harðla ólíkt hitasvækjunni í haust, sem nærri var búin að kæfa mann. Þótti okkur jafn gott nú að fá þar brennheitt kaffi eins og ískældan svaladrykk þá. Við afhentum farangur okkar, síðasta myndin er slitin úr vegabréf- inu, og síðan göngum við út, reiðubúnir að kveðja bandaríska grund, og lausir allra mála þar. Enda þótt ánægjulegt væri, að leggja af stað heimleiðis, gat ég ekki að því gert, að ég kenndi ofurlítils saknaðar, þeg- ar flugvélin hóf sig á loft. Einu ánægjulegasta ævintýri ævi minnar var að ljúka. Ævintýri, sem verið hafði einn sólskinsdagur, og ég fann það bezt nú, hversu óendanlega það var margt, sem ég hafði ekki séð, af því sem hugur minn stóð til, og ég fann til ofurlítils samvizkubits yfir, að ef til vill hefði ég getað notað Empire State-byggingin er heesta hús jarðar, tímann enn betur. En við vorum komnir á heimleið, og ekki tjáði að sakast um orðinn hlut. Klukkan var tvö, þegar lagt var af stað frá Idlewild. Flogið var beint til Gander. Þá var að verða aldimmt að kveldi. Þar varð nokkur dvöl. Nú var engin fyrirstaða á því að fara í land. Enginn spurði um bólusetningar- vottorð. Þriggja mánaða dvöl í Bandaríkjunum gerði það víst óþarft. Kalt var þarna í veðri, jörð alsnjóa og hríðarslitringur. Viðstaðan varð sem betur fór stutt, enda ekkert við að dveljast, og svo var lagt af stað á ný yfir hafið og heim. Tíminn leið, en einhvern veginn var það svo, að ég gat ekki sofnað. Enda var ekki áliðið eftir Ameríku- tíma. Klukkan um 5 að morgni vorum við loks yfir Keflavíkurflugvelli. Vélin lækkar flugið. Út um glugg- ann sé ég, að það er hríð og stormur. Spurningin vakn- ar um, hvort unnt sé að lenda, eða við verðum að halda áfram til Noregs. Alltaf lækkar vélin, og svo skammt er nú til jarðar, að ég get greint harðsporann á vellin- um. Nú hlýtur hún að taka land. En — áður en varir tekur vélin snöggan kipp, og stefnir nú þráðbeint upp (Framhald á bls. 178). Heima er bezt 159

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.