Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 14
Fjarskaáaveáriá 6. júíí 1947
Eftir Stefán Ásbjarnarson
FLESt okkar mannanna börn þekkja híná svo-
nefndu útþrá. Hún er dularafl í huga og blóði
æskufólksins og verður tíðum svo voldug og
sterk, að hún slítur öll bönd til að ná rétti sín-
um. íslendingar fyrri alda og fram á öndverða tuttug-
ustu öldina stilltu mjög í hóf kröfum sínum að upp-
fyllingu útþrárinnar og létu byr ráða þeirri siglingu.
Nútíma lslendingar á öllum aldri virðast aiteknir og
illa haldnir af margs konar útþrá. Eiginleikinn er eldd
iengur aldursfyrirbrigði. Sýkingin lýsir sér í því, að
tolla ekki þar sem menn eiga að vera. Meinsemdin þjáir
marga, en lækningin er ófundin enn.
En þekkja margir innþrá? Útþráin leitar til hafs, en
innþráin fram til heiða. Skáld, listamenn og yfirleitt allir
listhneigðir menn eiga báðar þessar þrár samanslungnar
í eðlisgerð sinni. Niður hafsins og þögn heiðanna verð-
ur uppistaðan og ívafið í löngunum þeirra og starfi.
En ein er sú lífvera íslenzk, sem á innþrána óskipta.
Það er íslenzka sauðkindin, sem var fyrrum einn snar-
asti þátturinn í búskaparsögu íslendinga. Margir hafa
þó goldið kindinni illa skuld og telja hana orðna óþarfa
í þjóðaruppeldi íslendinga, enda þótt þeir vilji eta kjöt
í flestar máltíðir. Þessu fólki hefur Halldór Kiljan Lax-
ness svarað beinlínis og óbeinlínis í snjallri ritgerð, þar
sem hann gerir íslenzku sauðkindinni verðug skil.
í skammdegi vetrarins, þegar kindin mókir í húsinu
sínu að lokinni gjöf, er hana þá ekki að dreyma um
óskalöndin sín, heiðarnar í hásumardýrð, þar sem heið-
ríkjan er hreinust, grasið grænast og safaríkast og lindin
tærust og svölust? Og senn er veturinn liðinn, og para-
dísardraumurinn rætist með hverju nýju vori.
En einnig í friðsæld fjallanna leynist hættan á næstu
grösum. Ýmist er það dýrbíturinn eða snöggir vatna-
vextir, skriðuhlaup af völdum stórrigninga, og þó verða
haustsnjóarnir hættulegastir, þegar lækir og kílar bólgna
upp af bládýpi, og hættan vakir við hvert fótmál. Þannig
hefur margri kindinni verið illur aldurtili búinn, ýmist
drukknun eða helsvelta í fönnum og fenjum, og jafnvel
í júlíbyrjun, þegar heiðarnar klæðast sumarskrúðanum
og bjóða sín gómsætustu grös, bíður aldurtilinn á næsta
leiti og bindur skjótan enda á sæluvistina.
Suður af mynni Vopnafjarðar gengur dalur að nafni
Hraunfellsdalur. Skerst hann inn í Smjörvatnsheiði, sem
myndar suðausturhlið þess hálendisrana, sem lykur um
Vopnafjarðarhérað á þrjá vegu. Fyrir botni Hraunfells-
dals er gróðursnautt fell, sem Sandfell heitir. Nær það
þvervega frá Jökuldalsbrúnum að austan og norður í
afréttarlönd Vopnafjarðar. Haft er það fyrir satt eftir
gömlum bónda á Jökuldal, sem uppi var fyrir síðustu
aldamót, að í Sandfelli væru átján dalir grösugir. Munu
það vera grastægjur meðfram lækjum. Annars er há-
fellið aldrei gengið í fjársmölun, og því lítt eða ekkí
ltannað af núlifandi mönnum. Þykir allillt að fást við
fé það, sem heldur sig við fellið. í haustgöngum sækir
það mjög að komast upp á fellið, þótt allbratt sé, og
verður þá ekki sigrað nema með góðum hundum. Við
Sandfell verða vatnaskil og fjallreiðaskil milli Jökul-
dals og suðurbýla Vopnafjarðar. Eru þau um Tröllkarl,
einstæðan steindrang í miðju Sandfelli utanverðu. Eftir
Hraunfellsdal rennur Sunnudalsá, sem á upptök í Sand-
felli. Norðan Tröllkarls heldur áin enn sínu foma heiti,
því eins og kunnugt er hét dalurinn Sunnudalur á land-
námsöld, eftir vorþingstaðnum Sunnudal, sem er bær
utarlega í dalsmynninu. Fjórir byggðir bæir eru í daln-
um austan Sunnudalsár. Eiga þeir afréttarlönd í Smjör-
vatnsheiði. Bæirnir heita: Hrappsstaðir yzt, Guðmund-
arstaðir, Sunnudalur og Borgir. Allir þessir bæir eru í
eins konar tungu milli Þverár, sem kemur úr Smjör-
fjöllum og rennur í Hofsá utan við mynni dalsins, og
Fossár að framan, sem á upptök í hálendi Smjörvatns-
heiðar, og nefnist áin Steinka. Síðan klýfur hún austur-
hlíðar Hraunfellsdals og rennur í Sunnudalsá framan
við Borgir. Fyrir framan Fossá heitir dalurinn Gný-
staðadalur eftir eyðibýlinu Gnýstöðum, sem stendur á
austanverðum gilbarmi Sunnudalsár. „Innan við Fossá“
er skýlla og landsælla en ytra undir heiðinni, því ýmis
veður standa af Smjörfjöllum, sem eru gustsvöl, úrg og
jökulfönnum þakin árið um kring.
Sumir telja Norðausturland og norðanverða Aust-
firði einna harðbýlasta á landi hér. Víst er um það, að
vorið er oft seint á ferð um dalinn undir Smjörvatns-
heiði. Oft leitar napur gusturinn frá hjarnbreiðum heið-
arinnar niður hlíðar tungunnar, og gengur svo fram
eftir vori, þótt logn og sólfar sé daglangt í öðrum hlut-
um sveitarinnar. En stundum kemur vorið næstum því
fyrirvaralaust sunnan yfir heiði með þennan kyrrláta,
sólhlýja blæ, sem er svo einkennandi fyrir Austfirði og
Austurland. Þá er búsmalanum í heiðartungunni borgið
og vorþing sældarinnar vikum langt í Sunnudal.
Vorið 1947 kom snemma til Vopnafjarðar. Að vísu
ekki með sólhlýjum blævindum, en kyrrum sóldögum
og döggfalli um nætur. Sólin og hafrænan tóku saman
tveim höndum og hlúðu að vexti og viðgangi vorsins,
svo að gróðrinum í hlíðum heiðarinnar skilaði vel fram.
En þegar kom upp fyrir Svörtubrún, sem liggur fast
að sjálfri heiðinni, lá snjór í hverri laut, og fjallalækir
og giljadrög voru að mestu orpin fönn og klaka. Mönn-
um þótti því undarlegra, hvað heiðin rann seint, þar
160 Heima er bezt