Heima er bezt - 01.05.1958, Blaðsíða 19
listakonan, komi fram á fjölsóttustu skemmtununum í
fjölmennustu bæjunum. Þetta getur alveg eins skeð í
fámennu kauptúni eða sveit. Beztu snillingar íslenzku
þjóðarinnar hafa ekki allir fæðzt í fjölmennum bæjum
eða borgum. Mjög oft hafa þeir fæðzt í rislágum bæ í
fámennri fjallasveit og lifað sín fyrstu æskuár við
fátækt og kröpp kjör.
Jónas Hallgrímsson er fæddur að Hrauni í Öxnadal,
Jón Sigurðsson að Rafnseyri við Arnarfjörð, Gunnar
Gunnarsson að Valþjófsstað í Fljótsdal, en Halldór
Kiljan í Reykjavík. Davíð Stefánsson að Fagraskógi í
Eyjafirði og Tómas Guðmundsson að Efri-Brú í
Grímsnesi. Svona gæti ég haldið áfram að telja þjóð-
fræg skáld og listamenn Islands og nefna fæðingarstað
þeirra og enn hefur strjálbýlið alið fleiri fræga íslend-
inga en fjölbýlið. — Eg gat þess í byrjun, að hvergi í
öðrum löndum væri sumardagurinn fyrsti slíkur hátíð-
isdagur og á Islandi.
Það fékk ég sjálfur að reyna, er ég var staddur í
Stokkhólmi á sumardaginn fyrsta fyrir 12 árum síðan.
Ég vaknaði snemma um morguninn á gistihúsinu og
leit út um gluggann. Ég fann það á mér strax, er ég
vaknaði, að dagurinn yrði mér enginn hátíðisdagur í
ókunnu landi. Undanfarnar vikur hafði þó verið veður-
blíða. Langir, sólríkir dagar og gróðurdögg um nætur.
Trjágróður allur var í fullum blóma og jörð algróin.
En það var enginn hátíðablær yfir borginni eða borgar-
Hátiðahöld á Austurvelli.
búum. Hvergi var flaggað og verkamenn gengu til
vinnu sinnar. Svo var að sjá sem enginn þekkti þennan
yndislega hátíðisdag íslenzkra bama. Mér varð hugsað
heim og söknuður og dapurleiki náði tökum á mér. Ég
hafði margs að sakna og margs að minnast. í meira en
tvo áratugi, hafði ég þennan dag átt anna-saman og
ánægjulegan dag í hópi æskumanna. Allir reyndu að
Mannjjöldi i Reykjavik á sumardaginn fyrsta.
Heima er bezt 165