Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 21

Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 21
Ný framhaldssaga eftir Ingibjörgu Siguráardóttur i. auptúnið að Sæeyri er hjúpað björtum vetrarsnæ. Hreinleiki hans mótar umhverfið skýrum dráttum og gæðir það kyrrðljúfum töfrablæ. Valur Þórðarson lögregluþjónn er nýlega kominn að Sæeyri og tekinn þar við löggæzlu. Hann gengur um götur kauptúnsins, hávaxinn og tígulegur, og at- hugar vandlega allt, sem fyrir augu hans ber. Hann er með öllu ókunnur íbúum Sæeyrar, og honum finnst næstum ævintýralegt að vera allt í einu kominn burt frá háværum glaumi höfuðborgarinnar, og í þetta kyrr- láta og afskekkta kauptún, og eiga að starfa hér yfir vetrarmánuðina. En Valur kann vel við sig á Sæeyri, þrátt fyrir frumstæð starfsskilyrði og fábreytni hins daglega lífs. Frú Sjöfn, kona Snorra kaupmanns á Sæeyri, kemur inn í eldhúsið til Ástu vinnukonu sinnar og segir glað- lega: — Ég verð að biðja þig, Ásta mín, að skreppa út á Eyri, með áríðandi fundarboð fyrir kvenfélagið, þegar þú hefir lokið því nauðsynlegasta í eldhúsinu. — Já, ég skal gera það, frú Sjöfn. — Ég ætla þá að Ijúka við að skrifa fundarboðið, og þú kemur svo inn í stofu til mín og tekur það, þegar þú -ert tilbúin að fara. Frú Sjöfn gengur út úr eldhúsinu aftur og inn í stofu sína. Ásta keppist við störf sín og lýkur við þau. Svo býr hún sig í ferðaföt, sækir fundárboðið inn í stofu til frú Sjafnar og hraðar sér með það út á Eyri. Hún skilar því á tilteknum stað og heldur síðan heim- leiðis aftur. Stór drengjahópur er að leik skammt utan við aðal- götu kauptúnsins. Þeir kasta knetti á milli sín, glaðir og háværir, og veita enga eftirtekt stórri vörubifreið, sem kemur á mikilli ferð niður veginn. Einn drengj- anna sparkar knettinum yfir götuna og segir síðan við þann minnsta í hópnum: — Nonni, hlauptu og sæktu knöttinn! Nonni hleypur upp á götuna, verður fótaskortur og steypist flatur. Vörubifreiðin er þegar komin fast að honum á fullri ferð, bifreiðastjórinn sér engin ráð til að forða slysi. En þá skeður óvæntur atburður. Ásta er þá einmitt komin rétt á móts við drengjahópinn, og henni er óðar ljóst, hvað hlýtur að gerast á næsta augna- bliki. Án þess að hugsa um afleiðingarnar, hleypur hún að drengnum og þrífur hann upp úr götunni, en í sama vetfangi rennur bifreiðin á hana og skellir henni í göt- una. Drengurinn kastast úr fangi Ástu og veltur út af vegbrúninni, en meiðist þó ekkert, og er honum borgið. Bifreiðin stöðvast nú loks, og bílstjórinn snarast út á götuna og gengur til Ástu, þar sem hún liggur hreyf- ingarlaus, og segir mjög skelkaður: — Hefirðu meitt þig mikið? — Nei, vertu óhræddur, þetta er víst aðeins smá- munir. Ásta reynir nú að rísa á fætur, en getur það ekki. Bílstjórinn stendur hjá henni, taugaóstyrkur og ráð- þrota, og þorir ekki að hreyfa við henni. Hann biður einn drengjanna að hlaupa í næsta hús og ná í ein- hverja hjálp, og drengurinn hleypur af stað. Valur lögregluþjónn er á leið niður götuna. Hann hefír fylgst með því, sem hér var að gerast og séð snarræði ungu stúlkunnar, og fyllst aðdáun yfir afreki hennar. Hann hraðar sér á slysstaðinn og nemur þar staðar hjá Ástu, þögull og alvarlegur. Hún er fótbrotin. Hann lyftir henni mjúklega upp af götunni með sterk- um örmum, og hún hvílir í faðmi hans. Hann lítur niður í andlit hennar og mætir bláum, barnslegum aug- um, tárvotum af niðurbældum sársauka. Heitir straumar nýrra, óljósra tilfinninga fara um sál lögregluþjónsins unga og örva hjartaslögin í breiðu og hvelfdu brjósti hans. Og hér verður hann að sinna skyldu sinni. Hann snýr sér að bílstjóranum og segir: — Viljið þér gera svo vel að aka með stúlkuna tafar- laust til læknisins? — Já, það er sjálfsagt, svarar bílstjórinn óðar. Valur lyftir svo Ástu inn í bílinn og sezt við hlið hennar. Það er skammt til sjúkrahússins, óg bílnum er ekið að dyrunum. Lögregluþjónninn ber slösuðu stúlk- una inn í lækningastofuna og skýrir lækninum í fám orðum frá því, er gerzt hefir. Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.