Heima er bezt - 01.05.1958, Side 22

Heima er bezt - 01.05.1958, Side 22
Síðan tekur læknirinn brotinn, lítinn stúlkufót í sína umsjá og fetlar hann vandlega. Lögregluþjónninn hefir lokið erindi sínu þar, kveður kurteislega og gengur á brott. Bifreiðarstjórinn bíður enn fyrir utan. Valur gengur til hans og segir: — Getið þér sagt mér, hvar stúlkan á heima? — Já, hún er vinnukona hjá Snorra kaupmanni. — Þá veit ég hvar það er, þakka yður fyrir. Verið þér sælir. Valur gengur heim að húsi Snorra kaupmanns og skýrir frú Sjöfn frá því, sem hefir komið fyrir vinnu- konu hennar. Fréttin um slysið berzt óðfluga út um kauptúnið og vekur mikið umtal. Valur lögregluþjónn hefir fæði og húsnæði í innsta húsinu á Sæeyri. Sigurlaug húsmóðir hans er mjög hugþekk kona, sem hann hefir gaman af að ræða við, og hún er líka sá eini Sæeyringur, sem lögregluþjónn- inn ungi hefir haft nokkur kynni af til þessa. Nú kemur Valur heim til miðdegisverðar. Hann hefir hugsað sér að fræðast af Sigurlaugu um hagi ungu stúlkunnar fórnfúsu, sem svo óvant og undir ömur- legum kringumstæðum varð á vegi hans. Hann veit ekki enn, hvert nafn hennar er, en Sigurlaug hlýtur að þekkja hana. Valur sezt að borðinu og snæðir miðdegisverð sinn. Sigurlaug tekur sér sæti í borðstofunni. Hún hefir frétt um slysið og er fyrri til að hefja máls á því en Valur. Sigurlaug segir við hann: — Ég var að frétta það áðan, að hér hefði orðið slys, og legið við enn alvarlegra slysi. — Já, það hefði vafalaust orðið dauðaslys, ef unga stúlkan í kaupmannshúsinu hefði ekki sýnt svo frábært snarræði og fórnarhug. — Það var mikið lán fyrir Ástu að geta bjargað lífi litla drengsins; en svo varð hún sjálf fyrir því óhappi að fótbrotna. Hún mátti þó sízt við því, allra hluta vegna. — Á hún ekki heima hérna á Sæeyri? — Ég veit það varla, ég tel það víst, að hún sé skrifuð hér, annars hefir hún unnið hingað og þangað, síðan móðir hennar dó. — Svo móðir hennar er dáin; en faðir hennar, er hann á lífi? — Nei, hann drukknaði af bát héðan af Sæeyri, þegar Ásta var á fyrsta ári. Móðir hennar vann fyrir litlu stúlkunni sinni, meðan líf og kraftar entust, en hún dó þegar Ásta var um fermingu. — Á þá Ásta enga ættingja hér, sem hún getur átt athvarf hjá? — Nei, hún á engin skyldmenni hér á Sæeyri eða nágrenni, foreldrar hennar fluttu hingað austan af fjörð- um. Þau voru bæði ættuð þaðan. — Er hún búin að vinna lengi í kaupmannshúsinu? — Síðan í fyrravor. Frú Sjöfn vill ekki fyrir nokk- urn mun missa Ástu úr vistinni. Henni líkar svo vel við hana, en nú er ég hrædd um, að blessuð frúin verði að ráða til sín aðra stúlku. — Það má gera ráð fyrir því. En fyrst frúnni hefir líkað svona vel við Ástu, hlýtur hún að reynast henni vel núna, þegar hún er hjálpar þurfi. — Við skulum vona að hún geri það, því Ásta er alger einstæðingur. Mér finnst bara að hún eigi heiðurs- laun skilið fyrir afrek sitt. — Já, svo sannarlega ætti hún það skilið. Valur hefir nú lókið miðdegisverði og stendur upp frá borðum. Hann gengur inn í einkastofu sína, sezt við skrifborð sitt og styður hönd undir kinn. Mynd ungrar, munaðarlausar vinnukonu, sem fyrir stundu síðan bjargaði litlum dreng frá bráðum bana með snarræði sínu, kallar fram í sál hans viðkvæmar til- finningar og blíðar, sem hann hefir aldrei áður þekkt. Hið óvænta atvik og þau fáu augnablik, sem hin slas- aða stúlka hvíldi í faðmi hans, og hann horfði í tárvot augu hennar, hafa valdið straumhvörfum í lífi hans. Héðan í frá hljóta örlög hennar að verða þáttur í örlögum hans sjálfs. En hugur Vals flýgur ósjálfrátt heim á sýslumanns- setrið að Ártúni, og eilítið, kvíðaþrungið bros, en jafn- framt fögnuður birtist í svip hans. Ekkert er ósigrandi, og hann er karlmenni, sem þorir að stríða til sigurs. Ný, óþekkt gleði streymir um sál hins unga lögreglu- þjóns, er hann rís á fætur og gengur út á Sæeyri að sinna skyldustörfum sínum. TT. Ásta liggur ein í stofu sjúkrahússins. Gleðin yfir því að hafa getað bjargað Nonna litla er sterkasta til- finningin í sálarlífi hennar. Þrautirnar í beinbrotinu eru hverfandi litlar, en þó líður Ástu allt annað en vel. Einveran kallar viðstöðulaust fram í huga hennar glæsta, en óvelkomna mynd unga lögregluþjónsins, sem lyfti henni ósjálfbjarga upp af götunni og fór um hana svo mjúkum höndum. Hún hefur tæplega séð hann fyrr en þá. En þau fáu augnablik, sem hún hvíldi í örmum hans, sterkum og traustum, og hallaðist mátt- vana að barmi þessa ókunnuga manns, eru svo skýrt og óafmáanlega mótuð í sál hennar, að hún getur ekki annað en lifað þau upp aftur og aftur í huganum í Ijúfsárri, laðandi leiðslu. En næst vaknar sú spurning í huga hennar. Er þessi fallega mynd ekki of dýrmætt leikfang fyrir hana, um- komulausa vinnukonu? Hún andvarpar sárt í þögn ein- verunnar, en þessi áleitna endurminning heldur áfram ljúfsárri, laðandi leiðslu. Ásta hefir nú legið þrjá sólarhringa á sjúkrahúsinu, og loks fær hún heimsókn. Frú Sjöfn kemur inn í sjúkrastofuna, gengur að rúminu til Ástu og heilsar henni fremur þurrlega. Ásta gleðst innilega við komu húsmóður sinnar og býður henni sæti á stól við rúmið. Frú Sjöfn sezt niður og lítur á Ástu. — Hvernig líður þér í fætinum? spyr hún svo. — Vel eftir atvikum, svarar Ásta. — Þú gerðir það gott að bjarga drengnum hennar Jónu. 168 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.