Heima er bezt - 01.05.1958, Qupperneq 23
Asta brosir dapurlega. — Það atvik er líka það eina
dýrmæta, sem ég á.
— Það var óheppilegt, að þú skyldir fótbrotna. Þú
getur átt nokkuð lengi í því.
— Læknirinn gefur mér góðar vonir um að brotið
muni gróa fljótt.
— Já, en ekki verður þú vinnufær að sinni. Mér kom
það heldur en ekki illa, að missa þig svona allt í einu
úr vistinni.
— Mér þykir það leiðinlegt að hafa valdið þér óþæg-
indum, frú Sjöfn, en við það gat ég ekki ráðið.
— Sem betur fór, rættist furðu fljótt úr stúlkuvand-
ræðunum hjá mér. Snorri er búinn að ráða til okkar
stúlku, og hún kemur í vistina á morgun.
— Það var þá ágætt, segir Ásta stillilega.
— Nú verður þú að taka dótið þitt úr vinnukonu-
herberginu, því stúlkan flytur f það á morgun.
— Eg hefi því miður hvergi vísan stað fyrir dótið
mitt.
— Þú verður að ráða einhvernveginn fram úr því.
— Ég kemst nú ekkert, eins og er, og svo veit ég
ekki, hvern ég ætti helzt að biðja fyrir það.
— Ég get þá kannske geymt það fyrir þig nokkra
daga í kjallaranum, en samt ekki lengi. Því eins og þú
veizt er kjallarinn oftast yfirfullur af vörum.
Ásta horfði með undrun á fyrrverandi húsmóður sína,
og djúpur sársauki gagntekur hana. Sízt hefði hún búizt
við þessu af Sjöfn. Henni er það full ljóst, að hún á
ekki athvarf í kaupmannshúsinu framar. Þar er ekki
einu sinni geymslurúm fyrir fátæklegar eignir hennar.
Hún segir loksins hljóðlátlega:
— Ég skal hafa einhver ráð með að fjarlægja dótið
mitt úr húsi þínu, frú Sjöfn, innan fárra daga, svo að
þú hafir ekki óþægindi af því.
— Já, þú verður að hafa einhver ráð með það. —
Frú Sjöfn stendur upp.
— Ég má eklti sitja hér lengur. Nú hvíla öll heimilis-
störfin á mér einni. Vertu nú sæl, Ásta, segir hún.
— Vertu sæl, frú Sjöfn.
Frúin hraðar sér fram úr stofunni, og dyrnar lokast
á eftir henni.
Ásta hagræðir sér á sjúkrabeðnum og brosir dapur-
lega. Nú er hún ósjálfbjarga og heimilislaus, og einnig
vinalaus. En það skiptir ekki máli, fyrst Nonni litlí
lifir. — Ásta vaknar skyndilega upp úr þessum hugs-
unum við það, að stofudyrnar opnast á ný, og Jóna
móðir Nonna litla kemur inn í stofuna og gengur að>
rúminu til Ástu. Þær horfast innilega í augu, og Jónæ
réttir Ástu hönd sína, en djúpt þakklæti móðurhjartans.
deyr á vörurn hennar, og hann skortir orð, sem megnæ
að lýsa því.
Ásta finnur glöggt hjartanlegt þakklætið, sem felst
í handartaki Jónu, og heit gleði streymir um sál hennar..
Jóna lýtur niður að Ástu og þrýstir kossi á enní
hennar: — Guð launi þér fyrir drenginn minn, segir
hún grátklökk.
— Það er ekkert mér að launa, Jóna mín, slíkt var
bara heilög skylda, sem hver og einn hefði innt af
hendi í mínum sporum.
Ásta brosir til Jónu og býður henni sæti á stólnum
við rúmið, þar sem frú Sjöfn hafði setið fyrir stundu.
síðan. Jóna sezt niður og segir:
— Hvernig líður þér annars í fætinum, Ásta mín?
— Ágætlega.
— Hvað býstu við að verða að liggja lengi hérna í
sjúkrahúsinu?
— Ég veit það ekki. Læknirinn segir, að ég þurfí
ekki frekar að liggja hér en í heimahúsum, en... Ásta
hikar og lýkur ekki setningunni. Jóna tekur eftir því
og spyr:
— En hvað, Ásta mín?
— En ég á hvergi heima.
— Ferðu þá ekki aftur í kaupmannshúsið?
— Nei, þar er víst engin þörf fyrir mig framar.
— Jæja... Jóna brosir næstum feginsamlega. Þá vona
ég að þú gerir það fyrir okkur hjónin að dvelja á heim-
ili okkar, þangað til þú hefir fengið fullan bata. Það
yrði okkur til svo mikillar gleði.
— Ég þakka þér kærlega fyrir, Jóna mín, en þetta
myndi valda þér óþægindum.
— Ekki orð um slíkt. Nú fer ég og tala við lækninn,
ég vil helzt fá þig heim til okkar strax í dag. Framh.
• • • VILLI
Heima er bezt 169'