Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 24

Heima er bezt - 01.05.1958, Síða 24
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri eKhJJ SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI OG VIN STÚLKUR HENNAR Maud fannst sem hún heyrði í hljóðri stofunni þessa gamalkunnu fyrirskipun: „Jenný, farðu strax út. Þú kemur ekki aftur í skólann í dag.“ Þau gengu svo fram og aftur um skólann, og Maud reyndi að hressa Huug upp með því að segja honum ýmislegt skemmtilegt frá samverustundum þeirra. Hann reyndi líka að herða sig upp til að gleðja hana. Heima hjá Jóhönnu var það siður, að sitja í rökkrinu stundarkorn á kvöldum og spjalla saman. Þetta kvöld féll samtalið niður, allir höfðu nóg að hugsa. Jóhanna sat á skammeli og lagði höfuð sitt í kné móður sinnar, með iokuð augu. Læknirinn var ekki heima, en Karl sat á stóli við arininn og starði inn í eldinn. Sesselja stóð upp til að hita vatn í teið. Þetta var annars talið verk Jóhönnu, en systir hennar vildi ekki ónáða hana í kvöld. „Mamma! Veiztu, hvað Jenný gerði einu sinni, mín vegna,“ sagði Jóhanna lágt við mömmu sína. Og án þess að nokkur spyrði hana, sagði hún alla söguna um það, hvernig Jenný hefði tekið sök hennar á sjálfa sig, til þess að hún fengi ekki refsingu eða áminningu. Hún reyndi ekkert að fegra sinn málstað, en sagði allt, eins og það gekk, til að gera hetjudáð hinnar dánu vinstúlku sinnar sem mesta. Enginn ásakaði Jóhönnu, en allir hugsuðu um Jennýju, og hver og einn í fjölskyldunni gat sagt frá einhverri skemmtilegri minningu um þessa látnu, ungu stúlku. Fólkið hvíslaði, eins og það ræddi Ieyndarmál. Karl reis á fætur og stundi við. Mamma hans leit spyrjandi á hann: „Ætlarðu enn að fara þangað?“ Hann hneigði þegjandi höfuðið. „Verður kistunni lokað í kvöld?“ spurði frúin lágt, en Jóhanna hrökk við. „Já, ég hef sagt að ég ætlaði að gera það,“ svaraði Karl hásum rómi og gekk út úr stofunni. Jóhanna fór að gráta, en systir hennar sótti vatns- glas fyrir hana, til að stilla grátinn. Ungi læknirinn braut upp breiðan frakkakragann, stakk höndunum í frakkavasana og gekk hratt út í kvöldkulið og dimma götuna. í blómabúð keypti hann nokkrar hvifar, fallegar rósir. Hann lagði eitt gyllini á búðarborðið. Það var miklu meira en rósirnar kost- uðu. Stúlkan í búðinni starði undrandi á hann, er hann stikaði út úr búðinni. Fósturforeldrar Jennýjar sátu í stofunni, ásamt nokkru frændfólki, sem komið var að votta samúð sína, og vera við jarðarförina. Huug stóð upp og fylgdi Karli upp á loft, þar sem kistan stóð á tveimur skammelum við rúmstokkinn á auða rúminu í litla herberginu. Þeir lyftu lokinu af kistunni, og þar lá hún hvítföl, með himneskt bros á hálfopnum vörunum. Karl lagði hvítu rósirnar á brjóstið milli krosslagðra handanna. Huug þoldi ekki meira. Augu hans urðu táravot, og hann gekk hljóður niður aftur. Karl varð einn eftir í herberginu. Hann kraup við kistuna og bað fyrir hinni látnu ástmey sinni. Það hefði hann ekki gert, ef nokk- ur hefði verið viðstaddur. Honum fannst hann heyra óminn af laginu fagra, er hún söng á leikkvöldinu. Nú var hún komin heim til pabba og mömmu. Síðan stóð hann upp og beygði sig yfir kistuna og þrýsti sínurn fyrsta og síðasta kossi á kalt enni Jennýjar. „Góða nótt, elsku barnið mitt,“ hvíslaði hann. Hann lokaði kistunni og sveipaði hana dökku klæði. Þá hélt hann heimleiðis aftur. Hún var jarðsett næsta miðvikudag, og lögð við hlið föður og móður. Líkfylgdin var ekki fjölmenn. Aðeins nánustu ætt- ingjar og nokkur skólasystkini og foreldrar þeirra. A bak við alla, einn sér, stóð Andrés Terhorst, hlé- drægur og feiminn. Engin ræða var haldin, en mikið barst af blómum. Veðrið var yndislegt, eins og Jenný hafði óskað, og sólargeisli skein beint á leiðið, er lokið var við að moka ofan í gröfina. Nú var leiðið hulið blómum. Seinna myndi koma þarna kaldur steinn, með nafni hinnar látnu, og auk þess þannig áletrun: „Dáin á afmælisdaginn, þegar hún varð sautján ára.“ 170 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.