Heima er bezt - 01.05.1958, Page 29

Heima er bezt - 01.05.1958, Page 29
„En hvers vegna eru þær svona dularfullar, Geirlaug og Stína gamla, eins og þær kenni í brjóst um mömmu? Þær segja, að hún hafi þráð að komast í burt héðan,“ sagði hún. „Ég get varla svarað öllum þessum spurningum,“ sagði hann, „og sízt að ég skilji, hvað kerlingarnar láta sér til hugar koma. En ég býst við, að allir séu brjóst- umkennanlegir, sem þurfa að selja allt, sem þeir eiga og fara burt þaðan, sem þeir eru búnir að vera næstum því hálfa ævina, eins og móðir þín.“ „En hvers vegna þurfti hún þess?“ „Þú veizt það alveg eins vel og ég. Hún sagðist ekki treysta sér til að búa, heilsan væri á förum, og hún þyrfti að fara til læknis,“ sagði hann, alveg ráðalaus yfir skilningsleysi hennar. „En hvers vegna gazt þú ekki hugsað um búið á meðan hún var hjá lækninum? Henni líkaði svo vel allt, sem þú gerðir.“ „Hún hefur ekki trúað okkur fyrir því, þegar hún væri ekki til að líta eftir hlutunum,“ sagði Kristján og yfirgaf nú sitt mjúka sæti á rúmstokknum hjá kærust- unni og fór að ganga aftur og fram um gólfið. Rósa horfði á hann barnslegum spurnaraugum. Það var svo ótal margt, sem hana langaði til að fá svör við, en henni fannst hann hreint ekkert kæra sig um að tala um það, sem henni lá þyngst á hjarta. Svo sagði hún: „Það er lang bezt fyrir okkur að flytja í kaupstað. Þar er hægt að lifa án þess að eiga margar skepnur.“ „En ég lærði nú búfræði og ætla þess vegna að búa í sveit,“ sagði hann. „En þegar skepnurnar eru orðnar svona fáar?“ sagði hún. „Þær eru ekki svo fáar að við getum ekki lifað af þeim, og svo skaltu sjá að þeim fjölgar. Þú skilur þetta betur seinna, góða mín. Það er óvíða eins stórt bú og var hjá foreldrum þínum.“ Síðan gekk Kristján út, hálf fýlulegur á svip. Hann drakk morgunkaffið við búrborðið hjá Geir- laugu án þess að tala orð við hana, og fór síðan út á tún. Hann hafði engan sér til hjálpar þennan dag nema Sigga smala. Það var líka lítið eftir. Honum varð tíðlitið heim að bænum, hvort hann sæi ekki kærustunni bregða fyrir, en svo var ekki. Geirlaug kallaði til hans, þegar klukkan var tíu. Þá var morgunmaturinn borðaður. Það var borið á borð í búrinu, sem oftast var kallað maskínuhús í seinni tíð. Rósa var þar, hálf óánægjuleg á svip: „Ég ætlaði svo sem að bera matinn þinn inn í skrifstofuna, eins og mamma gerði, en það var þá bara ekkert borðið þar til að setja hann á. Geirlaug sagði, að þú hefðir borðað hér þessa daga, síðan allt var selt,“ sagði hún. „Það er gott svona,“ sagði hann tómlátlega. „Fólkið er ekki svo margt að það taki því að skipta því,“ bætti hann við. Á borðum var skyrhræringur og slátur, pottbrauð, nýtt smjör og kæfa. Algengur málamatur í sveit. Rósu fannst slátrið hræðilega súrt, en hún talaði þó ekki um það. Hún hafði alltaf fengið að kjósa sér það, sem henni þótti bezt af matnum. Auðvitað mátti hún gera það enn þá, en hún gerði það samt ekki í þetta skipti. Það væri óviðkunnanlegt að fara að sykra skyr handa sér þarna og fá sér rjóma út á, en það hefði hún gert, ef móðir hennar hefði verið hér heima. Hún gat ekki ímyndað sér, að hún gæti nokkurn tíma fellt sig við þá breytingu, sem orðin var á heimilinu og hennar eigin kjörum. Þegar lokið var við að borða sagði hún við Kristján: „Ég vona að þú komir með mér inn í skrifstofuna og syngir með mér fáein lög. Það getur kannske rekið burt ólundina.“ „Já, ég skal gera það,“ sagði hann, „þó ég megi varla vera að því. Mig langar til að ljúka við túnið í dag en er heldur fáliðaður.“ „Því er ekki Leifi í Garði hjá þér eða einhver hjá- leigubóndinn? “ sagði Rósa. „Ég er orðinn þreyttur á því að ganga eftir þeim. Þeir þykjast alltaf hafa þessi ósköp að gera, ef ég bið þá að vinna. Það er svo sem ekki ólíklegt: að vinna á þess- um túnbleðlum, sem ekkert eru, og snúast við sárafáar rolluskjátur allt vorið,“ sagði Kristján með sínum vana- lega mikilmennskubrag. „Eru þær orðnar nokkuð fleiri, ærnar á höfuðbólinu Hofi? Ertu ekki sami smábóndinn og þeir?“ sagði Rósa með lítilsvirðingarsvip. „O nei, það er nú ekki líkt,“ sagði Kristján, en hann roðnaði mikið. „Túnið er þó heldur stærra,“ sagði Siggi smali hlæj- andi. „Þú reynir að puða svolítið, Siggi minn, á meðan ég syng ögn fyrir hana Rósu. Hún er ekki vel ánægð yfir fátæktinni. Það er víst enginn, sem alinn er upp við allsnægtir,“ sagði Kristján. „Aumingja barnið, það láir henni það víst enginn!“ sagði Geirlaug. „Það eru víst engin undur, þó hér sé lítið um að vera, þar sem búið er að selja allt, utan bæjar og innan,“ sagði Kristján gremjulega. „Það getur sjálfsagt hver mann- eskja, sem hefur heilbrigða skynsemi, skilið, að það er ekki hægt að fylla það skarð á nokkrum dögum.“ Rósa var sezt við orgelið sitt og blaðaði í nótnaheft- inu, þegar Kristján kom inn. „Nú nú, hvað ætlarðu að koma með, kona?“ sagði hann háðskur. „Ætli það sé ekki bezt að hafa það ,Ó blessuð vertu sumarsók, fyrst hún skín svona glatt inn til okkar?“ bætti hann við. Elún byrjaði að leika lagið, og hann söng. Næsta lag var „Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring“. Rósa var orðin yfir sig glöð þegar þau höfðu sungið öll erindin. Hún andvarpaði brosandi: „Ó hvað það er dásamlegt að vera komin heim til að hlusta á tónana í orgelinu og þig syngja!“ „Þetta líkar mér að heyra,“ sagði Kristján. „Ég ætla að syngja ögn meira, en svo verð ég að fara að hugsa um að Ijúka við að koma ofan í túnið. Það er leiðinlegt að verða á eftir öllum í Torfunni með ávinnsluna. Svo þegar það er búið ríðum við í kaupstaðinn til að kaupa Heima er bezt 175

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.