Heima er bezt - 01.05.1958, Page 30

Heima er bezt - 01.05.1958, Page 30
eitthvað í nýja búið. Reyndu svo að vera ánægð, vina mín,“ sagði hann og kyssti hana á kafrjóðan vangann. „Já, ég verð ánægð,“ sagði hún. Nokkru seinna var Rósa komin í kápu og með strá- hatt og hljóp suður túnið. Hún ætlaði að heilsa systr- unum í Þúfum. Þangað var alltaf gaman að koma, og svo var heldur ekki ómögulegt, að hún gæti komizt að því, sem hún brann af löngun til að vita: Hvernig heimilislífið á Hofi hefði verið síðan á nýjári. Yngri systurnar komu hlaupandi á móti henni út fyrir tún. Þær buðu hana velkomna heim og þökkuðu henni fyrir síðast. „Já, var kannske ekki gaman á jólunum?“ sagði Rósa. „Fyndist ykkur ekki gaman að fá aðra eins skemmtun núna, þó það sé bjartara yfir? Sumum finnst ekkert gaman að því að dansa nema við ljós.“ „Enn sú vitleysa. Það er alveg eins gaman að dansa, þó að dagur sé á lofti,“ sögðu systurnar báðar. Rósa sagði þeim það í trúnaði, að sig langaði svo mikið til að drífa upp ball, þegar þau Kristján settu upp hringana. En það væri bara eins og Kristján vildi helzt vera laus við það. „En hvað hann er orðinn skrýtinn,“ sagði Anna. „Það segja líka allir, að hann sé óþekkjanlegur, síðan...“ Systir hennar hnippti í hana, og hún þagnaði, og svo fóru þær að tala um kápuna hennar og hattinn, hvað hann væri fallegur og færi henni vel, og hvað þetta væri fallegt, að vefja hárið í þennan hnút í hnakkanum. Þegar þær komu heim á hlaðið, stóðu báðar konurnar í dyrunum. „Það er þá bara hún Rósa litla, sem er á ferðinni!“ sagði Engilráð. „Ég er nú aldeilis hissa!“ „Heyrðirðu ekki, að Stefán var að segja mér það í gærkvöld, að hún hefði komið með skipinu?“ sagði Sigurlaug, sem alltaf var kölluð Lauga á heimilinu og í nágrenninu. „Nei,“ hún hafði víst aldrei heyrt það. Rósa var næstum borin inn göngin. Inni í baðstofunni sat Stefán og lék við ársgamlan son, sem hann átti. „Þú kemur miklu fyrr norður núna en í fyrravor,“ sagði Engilráð. „Það er náttúrlega vegna þess hvað mamma þín var lasin. Þú hefur auðvitað ætlað þér að hjálpa henni við að undirbúa þetta allt saman en orðið of sein. Það datt bara engum í hug að hún færi svona fljótt í burtu. En við hvað átti hún að vera, þegar allt var selt og burt flutt. Hún lætur nú ekkert sía sjálft, sú kona. En fannst þér ekki orðið fámennt á því stóra Hofi, þegar þú komst heim?“ „Minnztu ekki á ósköpin. Ég er ekki farin að trúa mínum eigin augum ennþá,“ sagði Rósa, „og þó finnst mér það allra einkennilegast, að hvorugt þeirra, mamma eða Kristján, skyldi minnast á þessa breytingu við mig í bréfum til mín. Svo er ég eins og álfur út úr hól, þeg- ar ég kem heim að tómum kofunum. Það á víst bezt við að segja það.“ Þær litu hvor til annarrar, Lauga og móðir hennar, með spurn í augum. Svo sagði Lauga: „Ójá, skrýtið var það nú.“ „Svo þú hefur þá ekki komið svona snemma til að hjálpa mömmu þinni?“ sagði Engilráð. „Nei, áreiðanlega ekki. Ég kom einungis vegna þess, að mig var farið að langa til að sjá mömmu og Hof, en nú er ekki langt frá að ég óski þess, að ég hefði ekki lagt svona framt á,“ sagði Rósa. — „Hvernig gekk þetta svo milli mömmu og Kristjáns? Vildi hann ekki vera lengur hjá henni sem ráðsmaður? Segðu mér nú bara eins og er, Lauga mín. Ég skil ekkert í þessu, en það hefur eitthvað komið fyrir; það dylst mér ekki.“ „En það er nú bara þannig, að við vitum ekkert frekar en þú eða nokkur annar hér í sveitinni,“ sagði Lauga. „Það vissi enginn, fyrr en búið var að auglýsa jörðina til kaups og ábúðar úti á Hvalseyri. Kristján fékk hana til ábúðar. Meira veit enginn. En heimihs- fólkið sagði, að þau heyrðust mjög sjaldan talast við, húsmóðirin og ráðsmaðurinn, en slíkt sagði það væri óvanalegt. Þau voru víst vön að ræða mikið saman og borða saman inni í skrifstofunni, en það gerðu þau aldrei eftif að þú fórst. Það var sagt að það væri vegna þess, hvað móðir þín væri lasin. Meira getum við ekki sagt þér, Rósa mín.“ Rósa athugaði heimilisfólkið í laumi og sá ekkert dularfullt við það. Af því dró hún þá ályktun, að það segði sér satt. Rósa tafði lengi í Þúfum og þáði þar ágætar góð- gerðir. Hún fann þá sömu hlýju og vinarþel, sem hún hafði alltaf notið hjá þessu fólki. Hún kom heim nógu snemma til, að sjá unnusta sinn bera taðvélina heim í skemmu. Það vissi hún að þýddi það, að nú væri ávinnslunni lokið þetta vorið. Á morg- un gætu þau riðið í kaupstaðinn. Gerða í Garði var að ausa úr seinustu hrúgunum úti í túnjaðrinum með Sigga. Þau gengu rösklega að verki, enda var Gerða orðlögð fyrir dugnað. Systurnar höfðu fylgt Rósu heim undir túnið, eins og vanalega. Þar mösuðu þær stundarkorn og kvöddust svo. Síðan rölti Rósa í hægðum sínum heim túnið. Gerða og Siggi komu úr gagnstæðri átt og urðu á undan henni heim á skemmuhlaðið með trogin og sltöf- urnar. „Á ekki að láta sköfurnar og trogin í lækinn?“ spurði Gerða. „Það var siður hjá gömlu og góðu húsbændun- um á þessu heimili.“ „Jú, það er bezt að halda þeim sið,“ anzaði Kristján innan úr skemmunni. Rósa gekk beina leið heim að skemmudyrunum og kallaði inn: „Sæll, búmaður góður. Ég þykist sjá, að nú sé ekkert því til fyrirstöðu að riðið verði út í kaupstað- inn á morgun?“ „Alveg sjálfsagt, góða,“ anzaði hann. Rósa virti fyrir sér skemmuna. „Það er orðið rúm- gott hér, eins og inni í bænum,“ sagði hún. „Alls staðar glennir fátæktin sig á móti mér.“ „Það er ekki óvanalegt hjá frumbýlingunum,“ sagði hann. „Þú verðu' að sætta þig við það svona fyrst um ] 76 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.