Heima er bezt - 01.05.1958, Page 32

Heima er bezt - 01.05.1958, Page 32
Hvaða tré voru það? Framhald af bls. 155. ------------------------------ Það var haft til öndvegissúlna, og eru þar af gerðar öndvegissúlur nær á hverjum bæ um Þverfjörðu(na). Þar heitir nú Grenitrésnes, er tréið kom á land.“--- Hvergi er þess getið að þetta hafi verið venjulegt rekatré komið af hafi. Rétt undir Grenimelnum í Þorskafjarðarþingi eru svonefndir Blótklettar, og þar sjást enn rústir blóthofs- ins. Fornar sagnir herma, að þar hafi Hallsteinn fórnað syni sínum svo hann fengi öndvegissúlur. Þetta er eina mannblótið hér á landi sem sögur herma með fullri vissu. Að forfeður mínir töldu þarna tvímælalaust um grenitré að ræða í Skógalandi í Þorskafjarðarþingi, drógu þeir meðal annars af örnefnunum á þessum slóð- um, þar sem trjáræturnar miklu stóðu eftir öldum saman. Grenimelur eða Greniholt hét staðurinn er trjáræt- urnar geymdi. En upp af þessum Grenimel eða Greni- holti rís Grenibrekka, Grenihvoll og Greniás. Reynd- ar mætti segja að þessi fornu örnefni þarna séu kennd við melrakka eða tófugreni, en engar líkur eru til þess að þar hafi nokkurn tíma refagreni verið, nema þá undir hinum miklu trjám eða öllu heldur rótum þeirra eins og tíðkast enn í dag í skógum þar sem refir eiga heimkynni. Öll þessi greniörnefni eru nú uppblásin í aur og möl, en í lægðum og víðar má þó enn finna lög af mjög fíngerðri og fallegri gróðurmold. Fyrir um það bil 2000 árum, eða nokkru fyrir Krists- burð, var hér á landi og annars staðar á Norðurhveli jarðar mikið hlýindatímabil svo ísar leystu, jöklar bráðnuðu og hurfu og sjór hækkaði í höfunum. Minjar sjávarborða frá þessum tíma finnast í kringum allt land. Þá var svo hlýtt að jöklar hafa að mestu eða öllu horfið hér á landi. Heiðar, bæði á Vesturlandi og víðar, sem nú eru naktar og blásnar í aura og mel urðu þá grasi og gróðri vafðar. Þá hafa þessi stórtré sem áður eru nefnd, eða forfeður þeirra, vaxið hér á landi. Vaxtar- þroski barrtrjánna er svo miklu meiri og lengri en lauf- trjánna t. d. bjarkarinnar, að þeim er sigurinn vís séu skilyrðin jöfn að öðru. Björkin er svo lítið tré og skammlíft í samanburði við barrtrén, — þessa risa skóg- arins. Sumir skógræktarmenn og ýmsir aðrir eru vantrú- aðir á að barrtré hafi nokkru sinni vaxið hér á landi sem nytjaviður. En þeir sömu ættu að athuga örnefn- in betur og svo hitt, að barrtréð verður mörg hundruð ára gamalt og getur staðið um aldir eftir að það er hætt að vaxa. Og svo er enn eitt: Ef barrskógur er gjör- höggvinn eða eyddur, vex hann ekki aftur upp af rótar- skotum eins og björkin. Og eftir á að hyggja: Hvað geta fræ barrtrjáa eða önnur trjáafræ geymzt lengi í jökli? Þættir úr Vesturvegi Framhald af bls. 159. --------— að kalla má. — Og brátt eru ljósin á vellinum horfin, og við sjáum ekkert umhverfis annað en hríðarmyrkr- ið. Okkur verður hálfórótt. Kannske verður maður að spígspora á Karl Johan um miðaftansleytið? Vélin flýgur nokkra hringi. Aftur lækkar hún sig, og nú er lent. Eftir drykklanga stund er lendingarpallurinn kom- inn. Dyrnar opnast. Islenzkt mál hljómar í eyrum, og íslenzk hríðarstroka stendur inn um gættina. Við göng- um í land. íslenzk jörð er undir fótum í fyrsta sinn í heilan ársfjórðung. Það marrar í snjónum, byljimir ætla að svipta af manni hattinum. Utsynningsélið lemur í andlitið. Við erum á íslandi. Tveir dagar líða í Reykjavík. Þá hefst síðasta flug- ferðin. Og nú liggur leiðin endanlega heim. Heim yfir fjöllin, heim til Norðurlands. Þegar kemur norður yfir Eyjafjörð gengur kolsvart hríðarél yfir, svo að byrgir sýn til fjallanna minna. Vélin hnitar nokkra hringa, síðan léttir élinu og flugvélin rennir sér mjúklega nið- ur á Akureyrarflugvöll, var það mýksta lendingin í öllu ferðalaginu. Svali norðlenzks hreinviðris leikur um mig um leið og dyrnar opnast. Ég stíg út og er um leið vafinn örm- um fjölskyldunnar. — Ég er kominn heim. ENDIR. Fjárskaðaveðrið 6. júlí 1947 Framhald af bls. 161. ———— ■ ingahríðina. Skammt þar frá stóðu níu lömb á melhrygg í einum hóp. Þau horfðu þegjandi á mig, orðin stein- hljóð og hætt að kalla á mömmur sínar. Ég hraðaði mér heimleiðis, hryggur og niðurbrotinn. En nú lagði ég leið mína hið efra út Tunguárdal. Þar rakti ég aðra dauðaslóð. í hverju lækjardragi lá dauð ær, en þar sást einnig allmargt af lifandi ám, sem voru á leið til heiðarinnar. Mér hlýnaði í huga að sjá aftur lifandi lambfé. Að tveimur dögum liðnum rann sólheitur vindur af heiðinni til byggðarinnar. í kjölfar hans fylgdi eitt það bezta sumar, sem menn minnast á Austurlandi. Það mettaði móðurleysingjana ríkulega á lífgrösum sínum, meðan fjallavindurinn raulaði mjúklega líksönginn yfir beinunum, sem grotnuðu í sumarhitanum víðs vegar um heiðina. Og enn í dag vaxa grænir töðutoppar í lautum og við læki hér og þar um heiðina. Það eru hinztu minjar ánna hundrað og fimmtíu, sem fórust á þessum slóðum 6. júlí 1947. 178 Heima cr bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.