Heima er bezt - 01.05.1958, Page 33

Heima er bezt - 01.05.1958, Page 33
Glæsileg Heklu-peysa í.verálaun og 50 aSrir góáir vinningar í barna- getrauninni í maí 1 maí-getrauninni fyrir hina yngri lesendur „Heima er bezt“ eru fyrstu verðlaun falleg og hlý Heklu-peysa. Þessar peysur eru, eins og allt annað, sem Fataverksmiðjan Hekla á Akureyri framleiðir, sérstaklega ætlaðar fyrir íslenzka veðráttu, og eru glæsilegar flíkur. Þær henta alvcg eins vel á sólbjartan sumardaginn, þegar þú klæðir þig í falleg föt, eins og kaldan vetrardag, þegar þú rennir þér á fleygiferð niður skíðabrekkuna. Sá, sem verður svo heppinn að vinna fyrstu verðlaunin, getur sjálfur valið um það, hvort hann vill heldur peysuna, sem drengurinn er í, eða peysuna, sem telpan er í og þið sjáið á meðfylgjandi mynd. Það er nú búið að draga í barnagetrauninni í febrúar hjá bæjar- fógetanum á Akureyri, og hér eru nöfn þeirra þriggja barna, sem voru svo heppin að vinna í getrauninni: 1. verðlaun: Steinþór Torfason, 9 ára, Lundi, Borgarhafnarhr., A.-Skaft. 2. verðlaun: Gísli S.. Skarphéðinsson, 13 ára, Kirkjubóli, Skutulsfirði, Isafjs. 3. verðlaun: Guðlaugur Höskuldsson, 12 ára, Réttarholti, Grenivík, S.-Þing. Um leið og við óskum ykkur til hamingju með verðlaunin, get- um við sagt ykkur, að verðlaunin hafa verið sett í póst, og þið fáið pakkana einhvern næstu daga. Önnur verðlaun verða, eins og i fyrri getraununum, taflið góða i fallega trékassanum. Þriðju til tiundu verðlaun verða cevintýrabókin „Drengurinn og hafmarin", gullfalleg œvintýri. Elleftu til fimmtugustu verðlaun er unglingabókin „Jónsi karlinn i Koti og telpurnar þrjár", eftir Guðmund L. Friðfinnsson, bónda og skáld á Egilsá i Skagafirði. í þessum mánuði eru það krakkarnir tveir í Heklu-peysunum, sem þið eigið að finna. Við höfum falið litla mynd af þeim ein- hvers staðar í blaðinu, — en athugið það, að þau eru ekki bæði á sömu síðu, heldur á tveimur síðum. Til þess að geta tekið þátt i getrauninni, verðið þið að finna þau bæði og skrifa síðan blað- síðutölin á báðum síðunum á getraunaseðilinn neðst á næstu síðu. Setjið síðan seðilinn í umslag og skrifið utan á: „Barnagetraun Heima er bezt, pósthólf 45, Akurcyri." — Og við verðum að hafa fengið lausnir ykkar fyrir 1. júnx 1958. ÍSvona eru myndirnar tvær af krökkunum í Heklu-peysunum, sem þið eigið að finna.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.