Heima er bezt - 01.03.1959, Page 4
ÓLAFUR JÓNSSON:
SveinLjörn Jónsson
byggingameistari
Ei g i kemur mér til hugar að skrá lífsreisu vinar
míns Sveinbjarnar Jónssonar á fáar blaðsíður,
og eigi mun það heldur hafa verið hugmynd
útgefenda „Heima er bezt“, er þeir ákváðu að
taka Sveinbjörn upp í afreksmannaskrá sína, en það tel
ég vel ráðið. Óneitanlega væri það skemmtilegt við-
fangsefni að skrá sögu Sveinbjarnar rækilega eftir hans
eigin frásögn og öðrum beztu heimildum, en það uggir
mig, að hvorugur okkar þykist hafa tóm til þess dund-
urs enn sem komið er, og eigi veit ég, hvort ég væri til
þess faliinn að skrásetja þá históríu, þótt ég viti, að
efni myndi varla skorta. Nú hafa örlögin þó hagað því
svo, að ég er til þess kjörinn að bregða upp nokkrum
svipmyndum úr lífi og starfi Sveinbjarnar Jónssonar,
en hvernig þetta hefur atvikazt er hernaðarleyndarmál.
Því er ekki að leyna, að ég er engan veginn vel til
þessa starfa valinn, meðal annars vegna þess, að leiðir
okkar Sveinbjarnar lágu ekki saman fyrr en við báðir
vorum fulltíða menn, og átti hann þá að minnsta kosti
að baki allmikinn og viðburðaríkan starfsferil, er ég
kann lítið frá að segja, og náin kynni hafði ég ekki af
Sveinbirni og störfum hans nema tiltölulega skamman
tíma, þó nægilega langan til þess, að ég gat gert mér
fastmótaða mynd af Sveinbirni, hæfileikum hans, fjöl-
breyttum viðfangsefnum og hugðarefnum, og hefur sú
mynd eigi breytzt, þótt stundir hafi liðið. En vegna þess,
Fyrsta vélin til að steypa i r-stein, reynd i Drammen í
Noregi áriö 1919.
er nú hefur verið sagt, hve seint leiðir okkar Sveinbjam-
ar lágu saman, og að við höfum nú um langt skeið eigi
dvalizt návistum, má vel svo fara, að mér dveljist stund-
um við atvik úr afrekasögu Sveinbjarnar, er geta verið
skemmtileg og táknandi, þótt litlum straumhvörfum
hafi valdið, en nefni lauslega eða sjáist alveg yfir sum
þau viðfangsefni hans, sem stærri eru í stykkjunum og
meiru hafa áorkað.
Vilji einhver vita skjót deili á einhverjum málsmetandi
manni hérlendum, er hendi næst að grípa „Hver er mað-
urinn?“ sem að vísu er hvergi tæmandi og auk þess mjög
úrelt, þar sem það ágæta rit er nú orðið 14 ára, en margt
skeður á hálfum öðrum áratug. Þar segir svo:
Sveinbjörn Jónsson, f. 11. 2. 96 í Syðra-Holti í Svarf.
For. J. Þórðarson, b. þar og smiður, og k. Sigríður Jóns-
dóttir, b. í Hrappstaðakoti í Svarf., Þórðarsonar. Nám í
unglingaskóla og tekniskum skóla í Ósló, á byggingar-
námskeiði í Noregi. Námsferðir til Norðurlanda 1920,
1929 og 1936. Byggingameistari á Akureyri um hríð,
reisti nýbýlið Knarrarberg í Kaupangssveit og bjó þar
um skeið og gegndi jafnframt húsagerðarforstöðu á Ak.
Nú búsettur í Rvík. Form. Iðnaðarmfél. Ak. mörg ár.
O
I stjórn Landssamb. iðnaðarmanna. Aðalstofnandi Ofna-
smiðjunnar h.f., Iðju, Ak., Vikurfélagsins, Rvík, Raf-
tækjaverksm. h.f„ Hafnarf., og Þangmjöl h.f. Skrif-
stofustjóri Landssamb. iðnaðarmanna í Rvík. Hefur
Fyrsta húsið, sem Sveinbjörn Jónsson byggði i Ólafsfirði,
þá nitján ára gamall.
80 Heima er bezt