Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 8
Stdlvaskur frá Ofnasmiðjunni i Reykjavík. Sveinbjörn Jóns-
son hefur stjórnað því fyrirtceki frá stofnun þess 1936.
fellsnesi. Vann hann var sumarlangt að mannvirkjagerð
vegna vikumámsins og mun þar fyrst hafa kennt sjúk-
leika þess, er síðar átti eftir að verða honum þungur í
skauti.
Þá er Sveinbjörn einn aðalhvatamaður og stofnandi
raftækjaverksmiðjunnar Rafha í Hafnarfirði. Það fyrir-
tæki hefur gefið ágæta raun og verið til mikilla þjóð-
þrifa. Svipað má og segja um helzta einkafyrirtæki
Sveinbjamar, Ofnasmiðjuna h.f., sem hann hefur rekið
af miklum myndarskap og til mikilla hagsbóta fyrir
þjóðina. Ennfremur hefur hann sett á fót gólfteppagerð
í Reykjavík, sem framleiðir ágæt gólfteppi að mestu úr
íslenzku hráefni, og einnig hefur hann framleitt ein-
angrunarefnið Gosull úr íslenzku hráefni, og margt
fleira.
Svo sem áður er að vikið, hefur Sveinbjörn látið sig
margt fleira varða heldur en byggingar og iðnaðarmál,
og hefur þegar verið drepið á heyskúffuna og amboðin.
Jafn glöggskyggnum manni og Sveinbirni gat eigi dul-
izt, að eitt erfiðasta vandamál landbúnaðarins var fóður-
öflunin, og þó einkum tapið við öflun fóðursins, þ. e.
heyjanna. Vélþurrkun heys varð eitt af áhugamálum
Björn Sveinbjörnsson verkfrceðingur og norskur sérfrceðingur
við uppsetningu fyrsta gólfteppavefstólsins.
Nýtt verksmiðjuhús Vefarans i byggingu að Kljásteini i Mos-
fellssveit. Sveinbjörn Jónsson gerði teikningar að húsinu og
stendur sjálfur fyrir byggingunni.
Sveinbjarnar, og kynni hans og afskipti af jarðhita ollu
því, að þetta tvennt tengdist saman í huga ljans, og eftir
að hann flyzt til Reykjavíkur, á hann þátt í að koma
upp þurrkstöð við hverina í Hveragerði. Meginhlutverk
þessarar þurrkstöðvar var að vísu þara- og þangvinnsla,
en jafnhliða gerði hann þar tilraunir með þurrkun á
stör og töðu. Ekki mun þessi framleiðsla hafa reynzt
arðbær, og lítils stuðnings eða skilnings mun hún hafa
notið, og hætti hún því brátt. Nú eftir 20 ár eða þar um
bil virðist ný hreyfing vera að komast á þetta mál.
Norðmenn hafa nú um nokkurt skeið rekið þangmjöls-
verksmiðju, og er þangmjölið talið verðmætt til íblönd-
unar í fóður búfénaðar, og eigi man ég betur, en fyrir
síðasta alþingi væri þingsályktunartillaga um rannsókn
á framleiðslu þangmjöls hérlendis.
Framhald á bls. 108.
Alúmin-amboðin hafa verið eftirlceti alls heyvinnufólks. Þau
voru fyrst smíðuð 1932.
84 Heima er bezt