Heima er bezt - 01.03.1959, Page 9

Heima er bezt - 01.03.1959, Page 9
HALLDÓR ÁRMANNSSON: Lœknisvitjimarferh fyrir nmmtíu árum Pað er eldra fólki enn í fersku minni, hvað oft var erfitt héðan úr Borgarfirði eystra að ná til læknis þegar með þurfti og þeir sátu einhvers staðar uppi á Fljótsdalshéraði, og ekki var held- ur kominn sími hingað, svo að hægt væri að hringja til læknisins og fá hann til þess að koma á móti þeim, sem sendur var eftir honum. Á stundum þurfti jafnvel að vitja læknisins alla leið inn að Brekku í Fljótsdal, og einnig var þá vitjað læknis til Seyðisfjarðar. Og jafnvel hefur þurft alla leið suður á Eskifjörð eftir lækni til konu í barnsnauð hér í Borgarfirði. En það mun hafa verið nálægt miðjum sjöunda áratug síðastliðinnar aldar. Til þessara ferða hefur því jafnan verið reynt að velja þá menn, sem áttu flesta þá kosti, sem nauðsynlegir eru langferðamanni; en þeir eru: áræði, þrek, léttleiki og rat- vísi, ásamt þó hyggindum og gætni, sem ekki ósjaldan eru alveg eins nauðsynlegir ferðamanni og þeir fyrr- töldu. Það væri í mesta máta ósanngjarnt að segja annað en að þeir, sem hafa valizt til þess hér úr Borgarfirði að sækja lækna og meðul, þegar þess hefur þurft við, hafi reynzt vel og sumir með ágætum. Má segja, að á slíkum ferðalögum hafi menn á stundum gengið af sér hálf- dauðum, og þannig fómað sjálfum sér vegna náungans, þegar í nauðirnar hefur rekið, og lífsnauðsyn hefur verið að leita læknishjálpar. Til þess að gefa yngra fólkinu — sem auðvitað man skemmra til baka, en það eldra — hugmynd um mismun- inn á því, sem var og er í þessum efnum, ætla ég að rekja slóð einnar slíkrar ferðar, og gef nú heimildar- manni mínum, Jóni Þorsteinssyni bónda á Gilsárvöllum orðið. „Það var á jólaföstunni árið 1907, að ég var fenginn til að fara þá ferð, sem nú slcal nokkuð frá greint: Guðmundur heitinn Einarsson trésmiður, (albr. Guð- mundar Einarssonar þess, sem frægastur hefur orðið fyrir grenjavinnslu á Vestfjörðum), sem flestum Borg- firðingum var að góðu kunnur, var þá nýlega fluttur hingað í sveitina með fyrri konu sína, Sigríði, og voru þau þá fyrir skömmu gift, og var heimili þeirra á Ósi (tilheyrandi Bakkagerðisþorpi). Eins og lög gjöra ráð fyrir og oftast verður með ung hjón, kom þar, að Sig- ríður kona Guðmundar lagðist á gólf — eins og það var orðað í gamla daga, þegar konur ólu börn sín —. Ljós- móðir var þá í Borgarfirði Þórunn Gísladóttir í Brúna- vík. Hafði hún gegnt hér ljósmóðurstörfum í nokkur ár og einnig suður í Skaftafellssýslu — en þaðan var hún ættuð — og ávallt haft heppnina með sér, þótt ólærð væri og búin að taka á móti börnum í hundraða tali, og æfinlega reynzt kjarkmikil, lagin og ráðagóð. Það skal þó ekki fullyrt hér, að Þórunn hafi aldrei í líku tilfelli og hér frá greinir, þurft að leita til læknis, en þeir voru ekld allstaðar á næstu grösum í þá daga. En í þetta skipti, sem hér um ræðir, varð auðsjáanlega ekki umflúið að sækja lækni. Var nú farið að leitast fyrir um að fá mann eftir lækn- inum, en í það skipti, sem hér um getur, gekk eitthvað ekki greiðlega að fá í Bakkagerði mann til ferðarinnar, svo Guðmundur sendi inn að Gilsárvöllum til Jóns bónda Stefánssonar, og biður hann að ljá sér mann eftir lækninum, en hann átti þá heima á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá. Nafni minn hafði ekki aðra til að senda í ferð sem þessa en mig, og vár ég vakinn upp nýsofnaður, og spurður, hvort ég vildi gefa kost á að sækja lækninn, og játti ég því og fór að nudda stírumar úr augunum og hraða mér í fötin. Bjóst ég nú af stað í skyndi, og var kominn af stað kl. eitt eftir miðnætti. Lagði ég til Sanda- skarða upp frá Hólalandi. Veður var stillt og vægt frost, tunglslýsi var ekki, en nokkrar stjömur sáust, svo ekki var með öllu niðdimmt. Gengi var allgott, en þó hörku- blettir á gömlum fönnum. Sóttist mér nú ferðin allvel, en fór þó ekki hraðara en mér fannst ég mundi geta haldið út með alllengi. Eftir að ég kom niður úr Sandadalnum, tók ég stefnu, sem mér fannst mundi vera fyrir ofan Ánastaði, inn og ofan hálsana; var þá dimmt af nótt, og vissi ég ekki fyrr til en ég rak fótinn í eitthvað. Fór ég nú að athuga, hvar ég mundi vera staddur, og komst að raun um, að ég stóð á tóftarbroti, rústum af býli, sem fyrir fáum árum hafði verið yfirgefið og nýlega alveg fallið saman í rúst. Býli þetta var rétt fyrir utan Hamragerði og hafði heitið Klappargerði, byggt líklega einhvem tíma á tímabilinu frá 1890-1895. Þó ég væri hér að flýta mér, ruddust samt inn í huga minn minningar um þetta fallna býli, sem þá skömmu áður, eða rétt fyrir aldamótin síðustu, hafði verið heim- kynni fátækra hjóna eða persóna, sem bjuggu saman eins og hjón. Þau hétu Túnis og Sigurlaug. Höfðu þau byggt upp þetta býli af litlum efnum. Þetta vom fjögur hús, baðstofa, bæjardyr, eldhús og búr. Baðstofan var byggð með árefti, líkt og úthýsi, eða eins og fátækleg- ustu hreysum hefur verið lýst frá fyrri tímum. Öll voru þessi hús hlaðin úr torfi. Eftir að vegghæðin var komin var hlaðið á sig, sem kallað var, og þökin hlaðin saman með jöfnum halla, þannig að þau hlóðust saman í mæn- inn, svo nálega þurfti ekkert af spýtum í svona bygg- ingu, enda talið, að sá trjáviður, sem notaður var þama Heima er bezt 85

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.