Heima er bezt - 01.03.1959, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.03.1959, Blaðsíða 11
ÁRNl ÁRNASON FRÁ GRUND: Frá Tyrk faráni og HERFYLKINGU VESTMAN N AEYJA N i ð ur l a g. Eins og áður er getið eltu Tyrkir fólkið um allt t. d. í Herjólfsdal og Fiskhella og virðast óvíða hafa hikað eða hopað fyrir brekkum og björgum. Fiskhellar eru hátt fjall, sem trjónar sig eins og húsburst í laginu um 70 faðma í loft upp. Það er með mörgum hillum og bekkjum, sem hægt er að fara laust um og allhátt upp í bergið, sem er móberg og vel fast. Einnig eru nokkrar hillur, sem ekki verður komizt á nema að síga á þær ofan frá. Á hillum þessum hafa Eyjamenn til forna hlaðið byrgi úr blágrýtishnullungum og þurrkuðu þar inni fisk sinn. Var þetta ærin fyrirhöfn, en fiskur þótti með afbrigðum góður og vel verkaður í byrgjum þess- um og þá hefur fyrirhöfnin þótt borga sig. Upp um hillur þessar leyndist margt fólk í Tyrkja- ráninu og þá aðallega kvenfólk, sem komið var þangað í mesta flýti undan Tyrkjum, er þeir æddu yfir byggð- ina sunnan frá. En einnig þarna fundu þeir fólkið. Kom- ust þeir upp á neðstu hillurnar og skutu þaðan á efri hillurnar, og féll margt fólkið dautt eða helsært til jarð- ar úr mikilli hæð. Á einni hillunni var stúlka, sem þeir gátu þó hvorki komizt upp til eða hæft hana með skot- um og urðu að hætta við svo búið. Er líklegt talið, að hún hafi verið á svonefndri Þorlaugargerðis hillu, þar sem samnefnt býli fyrir ofan Hraun átti fiskbyrgi. Stúlka þessi komst sem sagt undan, en á pilsfaldi henn- ar voru 18 kúlugöt frá skotum Tyrkjanna, svo nærri hefur hurð skollið hælum hennar. Hellir einn stór er í Stórahrauni suður af Herjólfs- dal. Er sagt að þar hafi 100 manns falizt í Tyrkjarán- inu og komizt af, og heitir hann síðan Hundraðsmanna- hellir. Hann er mjög vandfundinn og líklega ófinnan- iegur af ókunnugum, þar eð lítið ber á honum frá um- hverfinu. Eyjamenn hafa snemma tekið mið af hellin- um á sama hátt og fiskimenn af fiskimiðum og miðast hann þannig: „Hanahaus beri í Halldórsskoru, en Há- stein beri í Dönskutó.11 Miðaheiti þessi eru forn örnefni í Eyjum. Hanahaus er efsti hnjúkur eyjarinnar Hani, sem er miðeyjan af Smáeyjum vestan Dalfjalls, en Halldórsskora er mikill lundaveiðistaður og mjög tæp- ur og ægilegur bjargvegur á suður og vesturöxl Dal- fjalls. Hásteinn er stór jarðfastur blágrýtisdrangur í brekkunni sunnan undir Hánni við veginn inn í Herj- ólfsdal, en Danskató stór grashilla eða bekkur sunnan í Eleimaldetti gegnt Dönsku húsunum, og verpir mikill fýll á bekk þessum, sem sigið er á eða farið á lærvað til fýla og eggjatekju. Hvað stærð Hundraðsmannahellis við kemur gæti vel staðizt að þar hefðu 100 manns falizt með góðu móti, og það verið öruggur felustaður. Og þar eð líkur benda til að um 230 manns hafi komizt undan Tyrkjum og hér þá verið allt að 500 manns 1627, væri ekki óhugs- andi að sögnin um helli þennan hefði við rök að styðj- ast. Hefðu þá um 130 manns átt að felast annars stað- ar í Eyjunum og gæti það vel hugsazt. Nú er hellir þessi aðeins svipur hjá sjón, því mjög hefur borizt inn í hann af sandi og mold svo hann getur varla kallazt umferðafær. Hafa Eyjamenn lítinn sóma sýnt honum, sem landfræðilegum stað og frægum úr sögu Tyrkjaránsins a. m. k. af orðrómi. Annars eru sumir Eyjamanna, sem vilja heimfæra sögnina um hellinn til ráns Johns Gentlemanns. Er sagt að hann og ránsflokkur hans hafi verið við rán í Eyjum í hálfan mánuð, rænt öllu, sem hönd á festi, lifandi fé og fjármunum, en engan drepið þrátt fyrir miklar ógn- anir með byssum og öðrum vopnum. Væri í þessu sam- bandi hægt að hugsa sér, að þá hafi fólk flúið í Hundr- aðsmannahelli og falizt þar, því mjög mikill felmtur Fiskhellanef. Heima er bezt 87

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.