Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 12
Hundraðsmannahellir.
hafði gripið fólk í Eyjum við komu og aðfarir þessa
ræningjaflokks.
John Gentlemann rændi klukkunni úr Landakirkju,
og varð það honum til falls, því er hann kom heim til
Englands, þekktist klukkan af áletrun, sem á henni var.
Lét þá Jakob konungur Englands senda klukkuna aft-
ur til Eyja, en John Gentlemaður og félagar hans voru
hengdir fyrir tiltækið.
Hvor sögnin um Hundraðsmannahelli er réttari skal
ósagt látið, en líkur benda til að nafnið sé komið frá
öðru hvoru ráninu.
I sambandi við þessar Tyrkjaránssagnir mætti minn-
ast nokkuð á Skansinn í Eyjum, eitt elzta mannvirkið,
þótt hins vegar hafi hann lítið komið við sögu í rán-
inu. Skansinn er mikið mannvirki, vel til hans vandað
og hefur staðið ótrúlega vel af sér veður og tímans
tönn. Það hefur alla tíð verið mikill og afhaldinn
skemmtigöngustaður Eyjabúa. Þaðan sér vel til allra
skipaferða til og frá höfninni. Þar hafa menn fyrr og
síðar fylgzt með komu bátanna í vondum veðrum, og
þar hafði setuliðið, er var í Eyjum í síðustu heims-
styrjöld, eina af aðalbækistöðvum sínum, vopnabúr
mikið og annan útbúnað margvíslegan. Minnti það
Eyjamenn að vonum á liðna tíð, þ. e. a. s. á daga Her-
fylkingar Vestmannaeyja (1856—1870). Um byggingu
Skansins er fyrst vitað, að með bréfi 20. maí 1515,
skipar Kristján konungur II. Söffrin Nordby foringja
Iénsmann á íslandi í 3 ár með ákveðnum skilyrðum.
Meðal annars átti hann að koma upp tveim virkjum
þ. e. á Besssastöðum og í Vestmannaeyjum. Ástæður
fyrir þessari varnarráðstöfun konungs hafa víst verið
nægar, þar eð undanfarið höfðu verið miklar siglingar
til íslands frá Englandi og Þýzkalandi,og nokkuð oft all-
róstusamt, t. d. í Eyjum. Ekki varð þó af þessari virkis-
gerð þá, því konungur afturkallaði þessa skipun sína.
Á síðari hluta 16. aldar fyrirskipar svo Friðrik II.
(bréf 1586) Hans Holst skipstjóra sínum „at bygge et
Blokhus paa et beligligt Sted ved Havnen paa Wes-
penoe“. Af reikningum umboðsmanns konungs sést, að
þá hefur verið byggður „Skandtseu í Eyjum, þó ekki
verði ráðið, hvar það hefur verið. Hefur það mannvirki
sennilega verið fyrsti Skansinn og vísir til núverandi
Skans, en hann líklega lagður í rústir af Tyrkjum 1627.
Það er vitað að Skansinn í Eyjum var endurbyggður á
árunum 1630 til 1637, og stóð fyrir því verki hr. Jens
Hasselberg, er þá var verzlunarstjóri og umboðsmaður
konungs hér í Eyjum. Telur Gísli biskup Oddsson hann
mikinn verzlunarmann, og að hann hafi ýmislegt með
höndum, sem til nytsemda horfi, t. d. látið endurreisa
verzlunar- og íbúðarhús Dana í Eyjum, er brennd voru
af Tyrkjum. Einnig hafi Hasselberg látið víggirða hús-
in, til þess að geta varizt árásum ræningja, ef til kæmi.
Húsin stóðu í þann tíð inni í Skansinum, en hann þótti
snemina fagurt og mikið mannvirki og talað um hann
sem mestu prýði Sunnlendingafjórðungs.
Frá fyrstu dögum Skansins munu hafa verið þar og
lengi fram eftir árum, einhver vopn, a. m. k. fallbyssur
og auk þess varðmaður, sem kunnað hefur að fara með
þau. Um 1640 er t. d. Jón Indíafari þar um tíma. Er
hann í Eyjum með fjölskyldu sína en flutti héðan aftur
vegna óyndis konu sinnar. Jón hafði í laun jarðarábúð,
Efst til hægri: Kristnir fangar voru hafðir i hlekkjum i fanga-
vist sinni i Norður-Afríku. Attu þeir þd óhcegt um allar
hreyfingar og enga möguleika til að strjúka.
88 Heima er bezt