Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 14
IIér sér veginn austur úr Skansinum i Eyjum. Skarðið á miðri
mynd er á brjóstvirkinu á austurkantinum. Þar var fyrrum
hajt rammbyggt hlið. Til hægri við skarðið sér á sjógeyminn.
Til heegri á myndinni sést hleðslan greinilega, og er þannig
hlaðið beggja vegna vegarins.
inni, bindindi á vín aukizt mjög mikið, og búðarstöður
nær alveg horfið, en þær voru mjög almennar.
Herfylkingin starfaði í nálægt 20 ár, en aldrei kom
til þess, að hún ætti í höggi við ræningja eða erlenda
uppvöðsluseggi. Er fullvíst að útlendingum var vel
kunnugt um lið Eyjamanna og hafa efalaust haft beyg
af því. Fór orð af, að herfylkingin væri vel vopnuð og
æfð og öll hin harðsnúnasta.
Einu sinni sást grunsamlegt skip sigla austan frá að
Eyjum. Var þá allt herliðið kvatt á „Skansinn“ og því
komið fyrir í stöður með brugðna byssustingi o. fl. Var
skipið egnt til áhlaups með því að draga upp og niður
fánann á stönginni o. fl. En skip þetta lagði frá Eyjum
og hélt til Reykjavíkur. Var það kaupskip og var sagt,
að það hefði haft orð um, að þeir hafi undrazt yfir að
sjá vopnað varnarlið í Vestmanneyjum á Skansinum!
Þegar kapteinn Kohl lézt og var grafinn, mætti öll
Herfvlkingin vopnum búin og heiðraði útför hans með
heiðursvcrði o. fl. Hafði það verið mikilfengleg sjón.
Það var 31. janúar 1860. Hvílir kapteinn Kohl undir
minnisvarða, er Eyjamenn reistu honum til verðugrar
minningar og sóma.
Við fráfall kapteins Kohl tók Pétur Bjarnasen verzl-
unarstjóri við yfirstjórn Herfylkingarinnar í stað J. P.
T. Bryde, er kosinn hafði verið en ekki getað aðstaðið
embættið vegna tíðra utanfara og fjarveru. Pétur þótti
mjög röggsamur stjórnandi og var lífið og sálin í við-
haldi Herfylkingarinnar meðan hans naut við.
Síðar tóku aðrir við stjórn Herfylkingarinnar, en ekki
tókst að halda fullkomnu starfslífi hennar gangandi
miklu Iengur, og lagðist hún svo niður, mörgum til sárs
saknaðar. Vopnin voru ýmist seld hingað og þangað
eða ryðguðu niður í miður góðum geymslustöðum og
urðu þar til.
Á Þjóðminjasafninu í Reykjavík er þó til einn korði
frá Herfylkingu Eyjanna í góðu ásigkomulagi og nú
fyrir skömmu heyrðist, að a. m. k. einn rifill væri enn
við líði í bænum í bezta standi. Er trúlegt að gripir
þessir, þ. e. a. s. rifflarnir, prýði innan tíðar byggða-
safn Eyjanna, sem frægar minjar frá einustu hersveit
landsins.
Fyrir ekki svo mörgum árum síðan voru enn lifandi
nokkrir menn, sem vel mundu Herfylkingu Eyjanna,
og skemmtistundir, er hún veitti eyverjum með sýn-
ingum og gerviorrustum. Meðlimir hennar voru kjarn-
inn úr karlmönnum Eyjanna, er þjálfaði sig í hvers kon-
ar manndygðum og voru fyrirmynd landsmanna á
mörgum sviðum.
Að sjálfsögðu átti Herfylkingin sinn hersöng og fer
hann hér á eftir, til þess að forða honum frá gleymsku,
þar eð hann er í mjög fárra höndum. Þegar Herfylk-
ingin „marseraði“ um þorpið sungu allir sem sungið
gátu og gengu í takt við sönginn.
Hersöngur Vestmanneyja herfylkingar 1856.
Lag: „Den Gang jeg drog af Sted“.
Allir það vitum vér
að vænum drengjum ber
að vernda land vort voða frá og vondum ránaskap.
Að rækja reglu og frið
og ríkja eining með
og gæta alls sem gagnlegt er í góðum félagsskap.
Því það, sem einn ei megnar, þó aflið reyni sitt,
sjötíu verum vegnar, sem væri ekki neitt.
Ef allir ásamt hér
fyrir ættjörð berjumst vér.
Húrra! Húrra! Húrra!
Allir það vitum vær
hvað eining orkað fær
og að vort land enn binda má um blóðug örva sár.
Því fyrri alda frægð
-frá oss var orðin bægð,
og því höfum við þungan stunið þrátt í mýmörg ár.
En nú er mál að rísa af rökkursvefni senn,
svo öllum megum vísa, að vorðnir erum menn.
Nú vit vér höfum á
að verja oss og slá.
Húrra! Húrra! Húrra!
Það komi hver sem má,
af oss er enginn sá,
sem ei er gæddur góðum hug og glæstúm hetjumóð.
Áfram! Áfram! Afram!
Fyrir vort kæra rann
við skulum sýna að ljúft oss er að láta líf og blóð.
Hina aðra vesla menn, sem voga ekki með,
við skulum vernda voða frá og varna við ófrið.
Sjötíu saman við
er sélegt hjálparlið.
Húrra! Húrra! Húrra! (Höf. ókunnur).
Framhald á bls. 110.
90 Heima er bezt