Heima er bezt - 01.03.1959, Page 16

Heima er bezt - 01.03.1959, Page 16
DR. BERNHARD GRZIMEK: Ú R MYRKVIÐU Framhald. M A F R i K U Þegar við nutum aftur örvggis í híbýlum hins rúss- neska vinar okkar og tókum að rifja upp fyrir okkur ævintýrið í frumskóginum, virtist okkur allar sögurnar um það, að andi síðasta konungs Bauleættflokksins hefði tekið sér bólfestu í Tiemoko, óendanlega fjarstæðu- kenndar. En ekki verður því neitað, að sitt af hverju ótrúlegu hafði hvarflað í hug okkar meðan við vorum að villast í skóginum. Við vorum sem fyrr staðráðnir í því, að létta ekki leit okkar fyrr en við hefðum staðið augliti til auglitis við risafílinn. Þennan sama dag fórum við á ný þangað, sem við áður lögðum leið okkar inn í frumskóginn. Vissulega hafði Tiemoko verið aftur á ferð. Við aðgættum nú vandlega, hvar fílarnir kæmu sennilega út úr skógarþykkninu, og völdum okkur þar stað, til að bíða þeirra, þegar náttaði. En á meðan við vorum að búa um okkur þarna, kom ég auga á sérkenni- legan runna skammt frá okkur með silfurgráum laufum á hverjum sprotaenda. Eg benti Mikael á runnann, en hann brá þegar við, til að ná í grein af honum, svo að við gætum skoðað hann nánar. Til þess að ná runnanum, þurfti hann að vaða gegnum hnéhátt gras og smárunna. Allt í einu heyrðist dálítið þrusk í grasinu, snöggt en greinilegt. „Slanga,“ kallaði Mikael, fremur glaðklakka- legur en óttasleginn í rómnum. En augnabliki síðar æpti hann: „Hvert í hoppandi, hún beit mig!“ Við höfðum verið svo gálausir, af því að um stutta gönguför var að ræða, að við höfðum ekki skeytt því að skipta um föt og vorum því berleggjaðir. Ég flýtti mér til Mikaels og skoðaði fót hans. Þar voru tvö greinileg tannaför, en úr hvorugu blæddi verulega. Hann hafði rétt aðems eygt hluta af gulleitri slöngu, sem hann hélt að væri 10—12 feta löng. Þetta var í rauninni fremur óvenjulegt slys, því að menn eru sjaldan bitnir tilefnislaust af slöngum í Afríku. Eiturslöngurnar þar ráðast sjaldan á menn að fyrra bragði, nema stigið sé ofan á þær eða þær ertar á annan hátt. Mikael hafði ekki orðið þess var, að hann stigi ofan á slönguna, nema ef til vill blá- broddinn á halanum, sem hann hafði þá ekki fundið fyrir gegnum skóinn. Auðvitað gat hafa hitzt svo á, að þarna rétt hjá væri varpstaður skepnunnar, og hún því að verja heimili sitt og afkvæmi. Mikael var náfölur og stórir svitadropar spruttu fram á enni hans. Hann verkjaði sáran í fótinn. Við drógum okkur gætilega út úr mesta grasinu og settumst þar. Síðan við komum heim úr villunni nóttina áður, hafði ég gætt þess vandlega, að hafa slöngumóteitur og sprautu í vasa mínum. Ég batt þétt um fótinn með leð- urbelti nnnu og herti að með spýtufleyg. Fóturinn roðnaði í fyrstu, síðan blánaði hann upp, en umhverfis tannaförin kom þegar fram bólguþroti. Mikael hafði fengið höfuðverk og rödd hans var að byrja að verða þvogluleg. Ég stakk nálinni undir húðina á læri hans og þiýsti hinum tæra vökva inn í holdið. Síðan losaði ég bindinginn smátt og smátt, svo að fóturinn dofnaði ekki. Því næst hljóp ég heim að húsinu og sótti mann- hjálp. Við bárum síðan son minn á gullstóli heim í húsið og komum honum í rúmið. Mér var harla órótt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.