Heima er bezt - 01.03.1959, Side 19

Heima er bezt - 01.03.1959, Side 19
er Ólafur, en svo heita þá 992 menn. Algengast er nafnið á Suðurlandi, í Barðastrandar- og ísafjarðarsýslum. Árið 1910 hefur nafnið náð enn meiri útbreiðslu, er komið í fjórða sæti og orðið algengara en Magnúsar-nafn, eins og fyrr segir. Þá bera þetta forna heiti 1352 menn. XIII. Algengustu karlmannanöfn árið 1855, næst þeim fimm nöfnum, sem þegar hafa verið talin, eru þessi: sjötta Einar, sjöunda Bjarni, áttunda Árni, níunda Gísli, tíunda Björn, ellefta Kristján, tólfta Þorsteinn. Árið 1910 er röðin mjög lík, nema hvað Kristjáns-nafn er komið úr 11. og upp í 6. sæti og Jóhanns-nafn úr 15. og í 9. sæti. Hins vegar hefur Þorsteins-nafn fallið úr hópi tólf algengustu nafnanna. — Nöfnin Einar, Gísli, Björn og Þorsteinn hafa tíðkazt hér á landi allt frá landnámstíð. Bjarni og Árni eru heldur yngri, en koma þó fyrir þegar á 10. og 11. öld. Nöfnin Jóhann og Kristján eru erlend að uppruna, og bæði tiltölulega ung hér á landi. Jóhanns-nafn hef ég ekki fundið á íslenzkum manni fyrr en á 17. öld. Hinn fyrsti íslendingur, sem mér er kunnugt um að svo hafi heitið, er séra Jóhann Jónsson, er lengi var prestur á Brjánslæk og síðast í Otradak Hann andaðist árið 1696, þá sagður 71 árs gamall, ætti því að vera fæddur um 1625. Kristjáns-nafn er ennþá yngra hér á landi. Að vísu er hér á 16. öld getið manna með þessu nafni, en þeir eru allir erlendir. Kristján hét hirðstjórasveinn á Bessa- stöðum fyrir og um 1540. Hann var þýzkur að kyni. Danskir voru þeir Kristján skrifari, hinn alræmdi um- boðsmaður hirðstjóra um miðbik 16. aldar, og Kristján ViIIadsson, er var rektor í Skálholti 1567—1570, síðar prestur á Helgafelli. Fyrsti maður af íslenzku bergi brotinn, sem mér er kunnugt um að skírður hafi verið Kristján, var séra Kristján Bessason á Sauðanesi, fæddur um 1679, því að talinn er hann 24 ára í manntalinu 1703. Þarf ekki að leita lengi að því, hvaðan nafnið er komið. Móðir séra Kristjáns var Sigríður, dóttir Jóhanns nokk- urs, dansks manns, er bjó um hríð í Syðri-Vík í Vopna- firði. Jóhann þessi hinn danski var Vilhjálmsson, Krist- jánssonar. — A 18. öld tekur Kristjáns-nafnið að breið- ast hér nokkuð út, og alla 19. öldina fer Kristjánum stöðugt fjölgandi, unz þeir árið 1910 eru orðnir 1178 og heitið Kristján sjötta algengasta karlmannsnafn á ís- landi. Athyglisvert er það, að mörg góð og falleg nöfn af norrænum uppruna, sem mjög hafa tíðkazt fyrr á tím- um, eru árið 1855 sáralítið notuð cða finnast jafnvel alls ekki. Ber það þess ljósan vott, hversu smekkur manna var afvegaleiddur, að mörg hin fornu nöfn verða algerar hornrekur á sama tíma sem börn eru hundruð- um saman skírð nöfnum með endingunum -lína, -ína og -ía, erlendum hcitum úr riddarasögum og rímum og samsettum nöfnum á borð við Guðrúnbjörg og Hrein- grét. Samanburður á nafnaskrá sýnir, að sum hin nor- rænu heiti, sem litlu eða engu gengi eiga að fagna 1855, eru aftur farin að tíðkast nokkuð árið 1910. Skal ég nefna þess nokkur dærni. Árið 1855 heitir enginn ís- lendingur eftirtöldum nöfnum: Flosi, Friðþjófur, Glúm- ur, Héðinn, Hrafnkell, Jökull, Leifur, Steinþór, Örn. Þessi nöfn koma öll fyrir árið 1910, sum orðin nokkuð algeng, einkum Steinþór. Eftirfarandi nöfn eru árið 1855 aðeins borin af einum manni: Áskell, Baldur, Barði, Búi, Hallfreður, Yngvi, Þórir. ÖIl eru nöfn þessi orðin tíðari árið 1910, og heitin Baldur og Þórir nokkuð al- geng. Þá vekur það sérstaka athygli, að nafnið Ingólfur, heiti fyrsta landnámsmannsins, skuli vera nálega gleymt og grafið um miðja 19. öld. Það nafn bera árið 1855 að- eins tveir menn, báðir í Húnaþingi. Árið 1910 heita 166 menn Ingólfs-nafni, og er það þá til í öllum sýslum landsins og kaupstöðum, nema Vestmannaeyjum. Er líklegt, að þúsund ára afmæli íslandsbyggðar árið 1874 hafi átt allverulegan þátt í því að endurvekja þetta forna heiti. Annað nafn, sem um skeið var nálega horfið úr málinu, var Kjartan. Gætir þess afar-lítið í manntalinu 1703, þótt því bregði að vísu fyrir. Árið 1855 heita þessu nafni 37 menn. Árið 1910 eru þeir, sem nafnið bera, orðnir 182. — Gunnar og Haraldur eru hvort tveggja fátíð nöfn árið 1855, en komast bæði til vegs á síðari hluta aldarinnar. Haralds-nafnið báru aðeins 14 íslend- ingar er eldri skrárnar eru gerðar, en 259 heita svo 55 árum síðar. Nöfnin Ásgeir og Hjörtur eiga og rnjög vaxandi gengi að fagna á þessu tímabili. XIV. Þessu næst skal getið fáeinna norrænna nafna, þar sem gætir þveröfugrar þróunar: nöfnin eru nokkuð tíðkuð um miðbik 19. aldar, en lítt eða ekki árið 1910. Eru það flest ágæt nöfn, og ekki auðvelt að sjá, hvers þau hafa átt að gjalda. Einkum eru það eftirtalin nöfn, sem fækk- að hefur mjög á umræddu tímabili: Bessi, Brandur, III- ugi, Ormur, Þorlákur. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að alþýða manna á 19. öld mun hafa haft ótrú á sumum fornmannanöfnum, einkum hafi hetjumar, sem þau báru, verið ólánsmenn í lífinu. Menn héldu, að börnum mundi standa einhver ógæfa af slíkum nöfnum. Er þetta ef til vill skýring á því, að nafnið Grettir kemur hvorki fyrir árið 1855 né 1910. Hins vegar er það nafn til nú., Hitt kemur væntanlega engum á óvart, þótt nöfn eins og Mörður og Hrappur hafi dáið út. Njála hefur séð fyrir því. XV. Þá skal vikið að hinum algengustu kvennaheitum. Af þeim er Guðrím langtíðast. Árið 1855 ber áttunda hver kona þetta nafn, alls 4363 konur. Árið 1910 voru Guðrúnar 4620. Hétu 10.5 af hundraði allra kvenna í landinu svo. Annað algengasta kvenmannsnafnið er Sigríður. Það heiti bcra árið 1855 2640 konur og 3605 konur árið 1910. Þar næst eru nöfnin Margrét, Kristín og Ingibjörg — Heima er bezt. 95

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.