Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 22
ir síðan blaðabunkann í pressuna með kjölinn jafn hátt
efri brún spjaldanna. Nú sagarðu með hæfilegu millibili
3—4 skorur niður í blöðin. Síðan þrýstirðu seglgarns-
spotta ofan í vel límbornar skorurnar. Þegar límið er
orðið hart, tekurðu bókina úr pressunni, tætir sundur
enda seglgarnsbútanna báðum megin og límir þá ofan
á pappírsrenningana, eins og sýnt er á 2. mynd. Síðan
strýkurðu trélími (,,snikkaralími“) yfir allan kjölinn
og pappírsrenningana báðum megin.
Nú skerðu til tvö pappaspjöld, svo sem 2 mm stærri
en bókarblöðin, og límir þau síðan á pappírsrenningana
svo sem 2 mm frá kjalarbrúninni, svo að hægt sé að
opna og loka bókinni. Síðan seturðu bókina í pressu
næturlangt.
í spjaldafóður (utan um bókina) má nota mislitan
eða rósóttan pappír, vaxdúk eða annað hæfilegt efni.
Þetta fóður klippirðu um 2 cm stærra á alla vegu heldur
en opin bókin. Svo klippirðu eða skerðu papparenning
jafn langan spjöldunum, og um 5 mm breiðari heldur
en bókarkjölinn. Þennan kjalarrenning límirðu með
mjölklístri á miðju fóðursins á röngunni (sjá 3. mvnd),
og leggur svo undir létt farg um eina klukkustund.
Mynd 3.
Að þessu loknu smyrðu klístri þunnt á bæði spjöld
bókarinnar og leggur fóðrið utan um hana, en áður en
þú þrýstir því niður á spjöldin, strýkurðu fast með
þunnu brúninni á rcglustiku (,,lineal“) milli kjalar-
brúnarinnar og spjaldbrúnarinnar, svo að þar myndist
bein rák ofan í fóðrið, og þannig báðum megin. Síðan
límirðu fóðrið fast á spjöldin með því að strjúka gæti-
lega um það með hreinum klút, en gættu þess vel, að
fóðrið hrukkist ekki cða misteygist á spjöldunum!
Nú klippirðu inn í fóðrið við báða enda kjalarins og
brýtur það svo yfir spjaldbrúnirnar, síðan klippirðu í
hornin og brýtur þau og efri brún fóðursins yfir spjald-
brúnina og límir síðan þetta allt á innanvert spjaldið.
Síðan seturðu bókina á ný í pressuna, og ætti hún
helzt að vera þar eina 2—3 daga. — Á 4. mynd er sýnt
hvernig saurblöðin eru fest innan í bandið. Þú klippir
blaðið í sömu hæð og bókarblöðin en helmingi breið-
ara, og síðan límirðu það — í einu lagi — innan á spjald-
ið og fremsta (auða) blað bókarinnar. Svo seturðu bók-
ina enn einu sinni í pressu, unz síðasta límingin er orðin
þurr. Og þá er bókin bundin!
— p r
w~*, ki
*
Sigurbjörn Árnason o. fl. hafa beðið um ljóðið
Eyjan hvíta, sem Smárakvartettinn í Reykjavík
hefur sungið. Lagið er samið af Svavari Bene-
diktssvni, en ljóðið er eftir Kristján skáld frá
Djúpalæk. Áður hefur verið sagt frá báðum þessum
höfundum Ijóðs og lags í þessum þáttum, og verður
það ekki endurtekið hér.
Og hér birtist þá ljóðið Eyjan hvíta.
Þó litla, hvíta eyjan vor sé ekki
af akurjörð og dýrum málmi rík,
hún á því meir af fjallatign og frelsi,
og fegurð hennar virðist engu lík.
Og þó að stundum yrði hart um haga,
er hafísbreiður þöktu vík og fjörð,
hún varð í augum dætra og sona sinna,
er sólin skein, hið bezta land á jörð.
En líkt og fyrr í öllum ævintýrum
hún álög þung af grimmum nornum hlaut.
Og prinsessan varð blásnauð betlikerling,
og beiskar raunir féllu henni í skaut.
En vel skal sérhvert ævintýri enda,
og enn fór hér sem kusu vonir manns,
því kotungssonur kom og leysti hana,
og kóngsríkið og prinsessan varð hans.
Og því skal aðeins glaða söngva syngja,
þó sólargangur styttist undir haust.
Það getur ekkert grandað því, sem ástin
fékk gróðursett og varið endalaust.
íig, kallar ísland, eyjan jöklahvíta,
í ykkar hcndur framtíð mína sel.
En munið, börn, að stundum endar illa
margt ævintýri það, sem byrjar vel.
Högni Einarsson, Sigrún Bárðardóttir, Kristján H.
Kristjánsson, Elinborg og Amalía og Bryndís biðja öll
98 Heima er bezt