Heima er bezt - 01.03.1959, Side 23

Heima er bezt - 01.03.1959, Side 23
um Ijóðið Lóa litla á Brú. Höfundur ljóðsins er Jón Sigurðsson, starfsmaður í Búnaðarbankanum, og hafa áður birzt ljóð eftir hann í þessum þætti. Haukur Mor- thens hefur sungið lag og Ijóð inn á hljómplötu. Hauk Morthens þarf ekki að kynna fyrir lesendum þessa þáttar, því að enginn dægurlagasöngvari er eins vel þekktur og Haukur. Og þannig er þá ljóðið: Lóa litla á Brú, hún var laglegt fljóð, svo ung og glöð og æskurjóð, vildi fá sér vænan mann og vera alltaf svo blíð og góð við hann. og vinir fagna, vorsins undur gerast, þá verður yndislegt að koma heim. Ennþá liggur hjá mér allvænn bunki af bréfum, sem reynt verður að svara eftir því sem rúm leyfir. Sendið óskir ykkar bréflega. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135, Reykjavík. Bréfaskipti Ég undirritaður óska eftir að komast í bréfasamband Og eitt sumarkvöld ók hann Sveinn í hlað á litlum bíl og Lóu bað aka með sér upp í sveit, þá varð hún feimin og rjóð og undirleit. Og síðan saga þeirra varð sögum margra lík. Þau áttu börn og buru, og þau búa í Reykjavík. Hann vinnur eins og hestur, og hún hefur sjaldan frí, því Lóa þarf að fá sér fötin ný. Lóa litla á Brú, hún er Iagleg enn og hýr á brá og heillar menn, ergir oft sinn eiginmann, því hún er alltaf svo blíð við aðra’ en hann. Heimþrá eftir Tólfta september, sem sungið er af Erlu Þorsteinsdóttur, er mjög vinsælt lag og Ijóð, og hafa margir beðið um að fá ljóðið birt í þessum þætti. Erla Þorsteinsdóttir og Tólfti september hafa bæði verið kynnt áður. Mig dreymir heim um dimmar, kaldar nætur, mig dreymir heim til þín, ó móðir kær, er hjarta þreytt í húmi dapurt grætur og hníga tár, sem þú ein skilið fær. Og þegar blessuð sólin gegnum glugga með geislum sínum strýkur vanga minn, mér finnst það vera hönd þín mig að hugga, og hjartað öðlast ró við barminn þinn. Er sunnan-gestir sumarlandsins berast á söngvavængjum norður bjartan geim við dreng eða stúlku á aldrinum 10—11 ára. Sigurður H. Helgason, Grund, Grýtubakkahr., Höfðahverfi, Suður-Þingeyj arsýslu. Óska eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 13— 15 ára. Stefanía Helgadóttir, Keldunesi, Kelduhverfi, Norður-Þingey j arsýslu. • • VILLI Heima er bezt 99

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.