Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1959, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.03.1959, Qupperneq 24
Allt í einu er eldhússhurðin opnuð hægt, og Ásta heyrir, að einhver kemur þar inn. Hún heldur niðri í sér andanum og hreyfir sig ekki, en úr búrinu getur hún ekkert flúið í felur, hve fegin sem hún vildi. Þar verður hún að bíða þess, er koma skal. En sá, sem er á ferðinni, nemur ekki lengi staðar í eldhúsinu, og Ásta heyrir fótatak færast nær, búrhurðin opnast, og Valur stendur í dyrunum. Hann horfir forviða á Ástu og segir lágt: — Situr þú hér ein og vakir, Ásta? Ásta tekur hendurnar frá andlitinu og lítur vand- ræðalega á Val. — Já, ég hélt að mér væri frjálst að vaka, þegar ég vildi. — Vitanlega er þér það. Hver ætti svosem að banna þér slíkt? En ég hélt að þú hefðir ætlað að sofa og hvíla þig í nótt, fyrst þú vildir ekki koma með okkur á dansleikinn. — Nóttina á ég sjálf, en með ykkur átti ég enga samleið. — Ekki með mér? Við erum þó ekki með öllu ókunnug. — Það sldptir engu máli. Ég ætla mér að fara héðan úr sveitinni, án þess að sækja nokkrar skemmtanir eða skemmtisamkomur. — Jæja, svo þú ert búin að ákveða það. — Rödd hans er sársaukaþrungin, en Ásta svarar honum engu. Valur gengur inn í búrið og segir: — Erindi mitt hingað var annars að sækja vatn handa vini mínum, viltu gera svo vel að lána mér glas, ég fann ekkert ílát frammi í eldhúsinu. Ásta rís á fætur og fyllir glas af vatni og réttir Val það, en um leið mætast augu þeirra, og djúp og alvar- leg augu hans veita henni fullnaðarsvar við þeirri spurn- ingu, sem liggur henni þyngst á hjarta. Nú er hún þess fullviss, að eiturveigar áfengis hafa ekki flekkað hrein- leik augna hans í nótt, og fagnaðarbylgjur stíga frá hjarta hennar og um hana alla. Valur hraðar eér burt með vatnið handa vini sínum, en Ásta gengur hljóðlega upp í herbergi sitt og háttar í flýti. Allur umgangur og tal hættir, og þögn nætur- innar ríkir. En eldhússtúlkan á sýslumannssetrinu getur ekki sofnað, þrátt fyrir alla viðleitni. Þreyta dagsins fær ekki sigrað vitund Ástu, og hún fær ekki frið fyrir áleitnum hugsunum sínum. Myndin af ungri og fallegri kaupmannsdóttrrrinni við hliðina á Val rís upp í huga hennar. Ef til vill vaka þau nú bæði tvö saman í nætur- kyrrðinni og tjá hvort öðru ást sína. Og sá ægilegi sann- leikur verður Ástu ennþá augljósari en fyrr, hve heitt hún elskar sýslumannssoninn, og kvöl hennar verður næstum óbærileg.... XIX. Kaupmannsfjölskyldan er farin frá Ártúni, og sum- arfríið er á enda. Ásta er fegin burtför gestanna, og lífið færist aftur í sínar hversdagslegu skorður. Milt og kyrrlátt kvöldið býður frið og ró, Ásta hefir lökið störfum dagsins, og hvíldartímann á hún sjálf. Hún hraðar sér út úr húsinu og leggur leið sína upp í hvamminn góða, en þangað hafa spor hennar oftast legið í sumar, og þar hefir hún átt sinn hvíldar- og griðastað. Ásta sezt niður í lundinum við fossinn og horfir út yfir hvamminn, en tregablandinn klokkvi streymir fram í sál hennar. Litríku blómin í Árhvammi, sem brostu við henni í vor í fyllingu lífsins, eru nú tekin að fölna og blikna og glata fegurð sinni. Haustið hefir þegar tekið að rista rúnir á vinalega hvamminn hennar, sem nú er að verða sönn spegilmynd af hennar eigin lífi. Sú heita hamingja, sem svo skamma stund hafði blikað í hjarta hennar þetta sólbjarta sumar, er nú horfin með öllu, í kalt örlagadjúp haustsins í hennar eigin sál, og mun sjálfsagt aldrei birtast á ný. Innan skamms er veru hennar á sýslumannssetrinu lokið, og þá berst hún á ný með straumi kaldra örlaga eitthvað út í óvissu framtíðarinnar, vinalaus og ein- mana eins og áður. Ásta hallar sér útaf í hvamminum 100 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.