Heima er bezt - 01.03.1959, Side 25
að venju og nýtur þráðrar hvíldar í mjúku skauti hans.
En endurminningarnar frá sumrinu liðna flykkjast fram
í huga hennar, og fyrr en varir streyma brennheit tárin
niður kinnar hennar, og hún lofar þeim að streyma
óhindruð, því hér uppi í Árhvammi sér þau enginn. —
Kvöldhúmið dökknar, þögnin verður dýpri, fossinn
raular vögguljóð sitt, tíminn líður.
Eldhússtúlkan á sýslumannssetrinu er ekki lengur ein
í Árhvammi. Þangað vitjar einnig í kvöld eigandi hans
að loknu starfi. Asta hrekkur upp úr döprum hugleið-
ingum sínum og sezt upp í fáti. Hún heyrir fótatak
rétt hjá sér og lítur skelkuð í kringum sig, en vissulega
er ekkert að óttast. Valur er kominn í lundinn og nem-
ur staðar við hlið hennar. Þau horfa hvort á annað
nokkur augnablik, en hvorugt mælir orð af munni. Svo
sezt hann þögull hjá henni.
Ástu kemur fyrst til hugar að rísa á fætur og hlaupa
á brott, án þess að gefa honum nokkurt tækifæri til að
hefja umræður, en hún hefir ekki tíma til að framkvæma
þessa hugsun sína, því að rödd hans rýfur þögnina, þýð
og nærri angurvær, og hann segir:
— Ertu alveg hætt að syngja Árhvamminum mínum
fallega kvæðið um Fossinn og Eikina, Ásta?
— Ég syng hvorki það né annað, þó ég fari hingað
upp í Árhvamminn.
— Ertu þá búin að gleyma því, að eitt sinn kom okk-
ur saman um að yrkja nýjan endi á kvæðið um Fossinn
og Eikina og láta hann lýsa fyllingu lífsins, en enda
ekki með skilnaði og dauða.
— Mér hefir víst aldrei komið til hugar að reyna að
breyta kvæðinu á neinn hátt, enda kann ég ekkert til
slíkra hluta, og endirinn finnst mér alveg ágætur á þann
veg, sem skáldið gerði hann í fyrstu, því hann er raun-
veruleg mynd af lífinu sjálfu, eins og það er.
— Vertu nú ekki of svartsýn, Ásta, þú veizt þó að
lífið á, sem betur fer, fleiri en eina hlið, og skáldið
hefur auðsjáanlega haft eina hinna dekkrí í huga, þegar
hann orti þetta hugljúfa ástarkvæði sitt.
— Það verður nú kannske fleirum en skáldinu á að
hafa dekkri hliðina í huga, að minnsta kosti þeim, sem
varla hafa augum litið hinar bjartari hliðar lífsins.
— Þeir eru nú vonandi fáir, sem ekki hafa séð björtu
hliðarnar líka.
Ásta svarar því engu, og þau sitja hljóð um hríð, en
þögnin hvíslar heitum og þungum hjartaslögum þeirra
beggja. Skyndilega tekur Valur um kalda hönd hennar,
sem hvílir í döggvotu grasinu, og þrýstir hana fast, en
mjúldega í heitri karlmannshönd sinni, og varir hans
hvísla, lágt og angurblítt:
— Hvemig ætlar þú að láta kvæðið okkar enda, Ásta?
— Kvæðið okkar? Ég veit ekki til þess, að við eigum
neitt sameiginlegt kvæði.
— Þú misskilur mig, Ásta. Af hvaða ástæðu heldur
þú, að ég hafi ráðið þig hingað að Ártúni?
Ásta lítur snöggt á Val og brosir kalt: — Af með-
aumkun. — Hið kalda bros hennar og svar særir Val,
en hann segir jafn hlýtt og rólega og áður. — Já, Ásta
mín, víst fann ég til með þér og skildi kjör þín. Það
var vissulega rétt, en — hann færir sig nær henni og
þrýstir hönd hennar enn fastar. — Tilgangurinn var sá,
þegar ég sendi þig hingað heim að Ártúni, að skapa þér
heimili og gefa þér allt með mér. — Viltu þiggjfi þetta
af mér, Ásta?
í svipinn getur hún engu svarað. Hún starir út í
kvöldhúmið, og fjölþættar hugsanir streyma fram í vit-
und hennar. Er henni óhætt að treysta orðum Vals?
Getur þetta verið raunveruleg meining hans? En þótt
svo væri, er þetta með öllu óhugsanlegt í framkvæmd.
Hún er aðeins fátæk og ómenntuð vinnustúlka, en hann
er hálærður maður og höfðingjaefni sýslu sinnar, hvers
virði gæti hún orðið slíkum manni. Skyldur þær, sem
þeirri stöðu fylgdu að standa við hlið stórmennis og
stjórna heimili hans, yrðu henni vafalaust ofviða, og
það gæti hún ekki þolað. Hún hefir heldur ekki gleymt
hverju hún lofaði móður hans í sumar og sjálfri sér
jafnframt.
Nei, hún skal aldrei setja blett á Val né ætt hans, og
aldrei þiggja meðaumkun hans framar. í kvöld er úr-
slitastundin, og nú má hún hvorki bregðast frú Hildi
né sjálfri sér. Hjarta hennar verður að vera hlutlaust,
því helgustu tilfinningar þess eiga engan rétt á sér í
þessu máli.
Ásta þvingar fram allan þann kulda og hörku, sem
hún getur knúið fram í hjarta sínu, og loks er hún til-
búin að svara honum. Hún kippir að sér höndinni um
leið og hún segir kalt og rólega:
— Ég þarf ekki að þiggja neitt náðarbrauð, ég get séð
fyrir mér sjálf.
— Náðarbrauð! Bitur orð hennar snerta Val eins og
svipuhögg. Hann sprettur á fætur og segir sárri og titr-
andi rödd: — Þú misskilur mig ennþá, Ásta, ég býð þér
ekkert náðarbrauð, eins og þú orðar það, en ég vil gefa
þér það helgasta og bezta sem ég á.
— Það skaltu gefa þeirri, sem þess er verðug, en
ekki mér.
Valur stendur kyrr um stund og horfir á Ástu, en
kvöldhúmið hylur að mestu kvöl þá, sem logar í augum
hans, og loks segir hann lágt:
— Er þetta lokasvar þitt, Ásta?
— Já, ég hef þar engu við að bæta.
Hann lofaði henni að eiga síðasta orðið og snýr á
brott. Lamaður af þunga sárustu vonbrigða yfirgefur
hann lundinn sinn kæra að þessu sinni og gengur hægt
ofan með ánni heim á sýslumannssetrið.
Ásta situr kyrr og horfir á eftir Val, en augu hennar
fyllast tárum og hann hverfur í móðu þeirra. Allur
uppgerðarkuldi og harka er horfið úr sál hennar, og
hún hnígur út af í lundinn, máttvana af sorg og kvöl.
Þögnin er djúp og höfug, og húmsæl nóttin ríkir.
Nýr dagur rís, og skuggar næturinnar víkja í brott.
Fyrstu ylgeislar rísandi sólar falla niður yfir Árhvamm-
inn og þerra dögg næturinnar. Ásta vaknar af þungum
svefni og sezt upp, köld og stirð- Hún lítur fyrst for-
Heima er bezt 101