Heima er bezt - 01.03.1959, Qupperneq 26
viða í kringum sig og reynir að átta sig. Henni er brátt
ljóst, að hún hefir gist heila nótt í Árhvammi, og þar
hefir hún fundið frið. En smám saman skýrist fyrir
henni sá hræðilegi veruleiki, sem hún sofnaði frá, og
aldrei hefir henni liðið jafnilla og nú. Hvað á hún að
gera? í Ártúni getur hún ekki verið lengur. Hún verður
að komast þaðan sem allra fyrst, hvað sem það kostar.
Hún rís á fætur og heldur af stað ofan eftir Árhvammi,
en að þessu sinni eru spor hennar þung heim á sýslu-
mannssetrið.
Enn hvílir heimafólkið að Ártúni í fasta svefni í
morgunkyrrðinni. Ásta gengur hljóðlega inn í húsið og
nemur staðar í eldhúsinu. Veggklukkan uppi í dagstof-
unni slær sjö hljómsterk högg, og þau besast niður í
eldhúsið til Ástu. Hennar venjulegi vinnutími er haf-
inn, og skyldan kallar hana til starfa, því að enn hefir
hún ekki fengið sig lausa úr vistinni. Hún verður að
bíða þess, að frú Hildur komi á fætur, svo að hún
geti borið fram lausnarbeiðni sína.
Ásta gengur að sínum venjulegu störfum, og morg-
uninn líður.
XX.
Hádegissólin ljómar björt og heit, og geislar hennar
falla iðandi af lífi og fegurð inn um gluggana á sýslu-
mannssetrinu. Frú Hildur situr við útsaum í dagstof-
unni fyrir opnum glugga og nýtur yls síðsumarsólar-
innar. En skyndilega er stofuhurðin opnuð, og Ásta
kemur inn. Hún staðnæmist fyrir framan húsmóður
sína, og heit bæn brýzt formálalaust fram af vörum
hennar:
— Lofið mér að fara héðan, frú Hildur, ég get ekki
verið hér lengur.
Saumarnir falla niður í kjöltu frú Hildar, og hún lítur
undrandi á Ástu. — Hvað hefir komið fyrir þig, barn?
— Ásta svarar því engu, en rödd hennar titrar af grát-
klökkva, og hún segir:
— Ég bið yður bara að lofa mér að fara héðan strax.
— Einhverja ástæðu hlýtur þú að geta borið fram
fyrir vistrofunum, og ég hefði gaman af að heyra,
hvað það er. — Það er þungi í rödd frú Hildar, og
hún horfði fast á Ástu. En Ásta lýtur höfði og segir
lágt og biðjandi:
— Eg ber enga ástæðu fram, því ég get það ekki, en
ég bið yður að gefa mér upp vistina.
— Ekki held ég þér nauðugri á heimili mínu, en þú
ert fyrsta stúlkan, sem gengur burt úr vistinni hér í
Ártúni, og slíkt mælist aldrei vel fyrir.
Ásta reynir að stöðva áleitin tárin, sem leita fram í
augu hennar, og nokkur andartök ríkir alger þögn. Frú
Hildi er það vel ljóst, að Ástu líður illa, (fg eitthvað
meira en lítið hlýtur að hafa komið fyrir hana, fyrst
hún óskar svona eindregið eftir því að fara strax úr
vistinni. En ástæðuna fyrir burtför hennar verður frú
Hildur að fá að vita, því það getur skipt hana miklu
máli. ,
Hún horfir á Ástu, og mildar tilfinningar vakna í
sál sýslumannsfrúarinngr. Ásta er þó þrátt fyrir allt
fátæk og vinalaus, og það hlýtur að vera mikilvæg
ástæða fyrir því, að hún skuli vilja yfirgefa þennan
ágæta stað á miðjum ráðningartíma og fara eitthvað út
í óvissuna, heimilislaus og einmana. Frú Hildur rýfur
þögnina og segir hlýlega:
— Viltu ekki reyna að vera kyrr þessar fáu vikur,
sem eftir eru af ráðningartíma þínum og njóta sumarsins
til enda hérna í sveitinni. Það er miklu skemmtilegra
fyrir okkur báðar.
— Ég get það ekki, ég verð að fara. — Ásta ræður
ekki lengur við tár sín, og þau brjótast fram í óstjóm-
legum sársauka, en hún ætlar ekki að gráta frammi
fyrir frú Hildi, og án þess að bíða eftir fullnaðarsvari
gengur hún fram úr stofunni.
Frú Hildur situr ein eftir, og andstæðar tilfinningar
rísa í sál hennar. Hún finnur til hlýrrar samúðar með
þessari einstæðings stúlku, sem hefir unnið heimili
hennar af mikilli snilld og trúmennsku í sumar, og hún
vill reynast Ástu góð húsmóðir, en að missa hana úr
vistinni svona fyrirvaralaust veldur henni miklum óþæg-
indum og hlýtur að vekja umtal, en slíkt særir metnað
sýslumannsfrúarinnar. Hún andvarpar þunglega og rís
á fætur. Hún verður að ganga á fund eiginmanns síns
og leita ráða hjá honum í þessu vandræðamáli.
Þórður sýslumaður situr einn á skrifstofu sinni og
vinnur að ritstörfum sínum. Hann er svo niðursokk-
inn í starf sitt, að hann veitir því enga eftirtekt, að
hurðin opnast hljóðlega að baki hans, og Hildur kona
hans kemur inn í skrifstofuna. Hún gengur að skrif-
borði manns síns og leggur hönd sína á herðar hans.
Sýslumaðurinn leggur frá sér pennann og snýr sér að
konu sinni. Hann horfir ástúðlega á hana um hríð, og
honum dylst ekki, að hún er í æstu skapi. Svo brosir
hann til hennar og segir blíðlega:
— Hvað er þér á höndum, góða mín?
— Það hefir komið nokkuð óvænt fyrir hérna í
Ártúni í dag, sem ekki hefir skeð fyrr í mínum bú-
skap.
— Jæja, og hvað er nú það?
— Eldhússtúlkan okkar óskar eindregið að fá sig
lausa úr vistinni.
— Nú, og af hvaða ástæðu vill hún fara svo óvænt?
— Það get ég ekki sagt þér, hún bar enga ástæðu
fram fyrir burtför sinni, en vill bara fara héðan, ég
held helzt strax í dag.
Djúp alvara færist í svip sýslumannsins, og hann
segir festulega:
— Hvernig hefir þú hugsað þér að leiða þetta mál
til lykta?
— Ég veit það varla, en auðvitað kemur það mér
mjög illa að missa Ástu á þessum tíma, og það svona
fyrirvaralaust. En hún sækir þetta svo fast. Hvað leggur
þú til málanna, Þórður?
— Ekki höldum við stúlkunni nauðugri á heimili okk-
ar, þótt burtför hennar valdi miklum óþægindum á
þessum tíma. En veit Valur að hún óskar eftir að fara
héðan. . Framhald.
102 Heima er bezt