Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1959, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.03.1959, Qupperneq 30
„Hann hefur kannske verið að vinna sér í hag, þar sem hann ætlaði sér dóttur þína. En hvernig voru skaps- munir hans?“ „Það kom aldrei til neinna árekstra milli okkar, en ég heyrði að vinnufólkið var ekki vel ánægt með hann stundum að sumrinu til. Því þótti hann vinnuharður. En að vetrinum var allt í mesta bróðerni. Hann var mikill söngmaður og dansmaður. Fólkið dansaði á sunnudög- um. Það voru allar stúlkur hrifnar af honum. Hann ráð- gerði víst jafnvel að setja upp dansskóla. Hvort hann hefur gert það veit ég ekki og mér stendur líka á sama.“ „Það hefur líklega verið lítið dansað á heimilinu síðan þú fórst þaðan,“ sagði nú Rósa. „Nú, hvað sagði þessi fréttafróði piltur þér, sem gerir þig svona æsta í að tala um Hof og það, sem þar gerist?“ spurði Karen. „Hvernig heldurðu að Kristján hafi orðið við konuna sína? Líklega jafn heimtufrekur við hana og vinnu- fólkið. Hefur viljað láta hana vinna vel og mikið.“ „Ég get ekki hugsað mér að manneskjur, sem eru jafn hrifnar hvor af annarri og þau voru, geti séð nokkra galla í fari hvors annars,“ sagði Karen. Henni þyngdi æ meira fyrir brjósti, sem hún þurfti að tala lengur um þetta viðkvæma mál. „Það er þó auðskilið. Þú hefur aldrei kynnzt neinum eiginmanni nema þínum góða, dygðuga manni, sem bar þig á höndum sér, enda veit ég, að þú hefur gert hann ánægðan með hússtjórnina. Þú varst nú heldur betur undir það búin að taka að þér stórt sveitaheimili en dóttir þín, þetta eftirlætisbam.“ „Segðu mér hvað Ásgeir sagði þér.“ „Hann sagði, að það væri almennt álitið, að Kristján væri mjög kaldlyndur og óvæginn húsbóndi, sem aldrei hefði neitt vinnufólk nema einhverja hálfgerða vesa- linga, sem lítið þarf að gjalda. Hjónasambúðin sagði hann að væri afar köld og hefði víst orðið það strax. Hjáleigubændurnir eru að flytjast burtu, vegna þess að þeir gætu ekki þolað ágengni Kristjáns og heimtufrekju. Hann vildi láta þá vinna sífellt hjá sér, en hugsaði ekk- ert um að þeir hefðu tíma til að vinna að sínum eigin búskap.“ „Þessu get ég vel trúað,“ sagði Karen. „Honum fannst þeir aldrei vinna okkur nóg, og svo datt honum einu sinni í hug, að þeir gætu farið heim til sín og borðað þar, þegar þeir unnu hjá okkur.“ „Þarna hefðirðu getað séð hvað í honum bjó, enda er hann víst framúrskarandi ágjam maður,“ sagði Rósa. „Og hjá þessum manni skilurðu svo við barnið þitt og grennslast aldrei eftir því, hvernig henni vegni.“ „Hvernig gat mér dottið í hug að þessi mikla ham- ingja entist ekki alla ævina? Hann söng én hún spilaði. Ef hún þurfti að gera eitthvað í eldhúsinu, var hún strax komin í gluggann til að gæta að því, hvar hann væri.“ „Það er víst aldrei von á verra hjá karlmönnunum en þegar þeir haga sér eins og Kristján gerði,“ skaut Rósa inn í. „Það var ekki minna um að vera fyrir henni,“ sagði Karen. „Var það nokkuð undarlegt, þó að hún yrði hrifin af honum, fyrst allar stúlkurnar í sveitinni vildu með honum ganga?“ sagði Rósa. „Og það sem meira er: Sveitungar þínir hafa víst álitið að þú hafir ætlað þér hann, og þess vegna komir þú aldrei norður,“ bætti hún við hálfhikandi. — Hamingjan mátti vita, hvað af svona hreinskilnistali gæti hlotizt. Rósa forðaðist að snúa sér við, svo að hún sæi framan í systur sína. Hún heyrði aðeins, að hún stóð á fætur og færði sig út að glugganum. Það varð dálítil þögn. Svo sagði Karen — og það var eins og röddin kæmi úr öðru herbergi: „Sagði Ásgeir þér þetta? Þóttist hann hafa séð, að við værum sem kærustupör þessi ár, sem hann var á Hofi?“ „Nei nei. Það, sagði hann ekki. Það var ég, sem spurði hann að því, hvort það hefði nokkuð verið haft á orði í sveitinni, að ykkur litist vel hvoru á annað. Ég var búin að heyra eitthvað um það, og satt að segja undraðist ég það alltaf, hvað þú fórst skyndilega frá Hofi og hvers vegna þig langaði ekki til að sjá blessaða fallegu stúlkuna þína og barnið hennar.“ „Það gerði mín vesæla heilsa. Það er ekki gott að stjóma stóru heimili, þegar hún er ekki í lagi,“ sagði Karen. „Mér virðist þú við beztu heilsu, góða mín,“ sagði Rósa og brosti kankvíslega framan í myndina af nöfnu sinni og frænku. „Það er nú kannske heldur annað að snúast hérna innan um stofurnar eða að hugsa um stórt heimili í sveit.“ „Já, náttúrlega er það mikill munur,“ samsinnti Rósa. Karen andvarpaði. „Og þú trúir því kannske að ég hafi verið hrifin af ráðsmanninum? “ „Hvað er það, sem maður trúir ekki. Öll erum við mannleg, góða mín,“ sagði Rósa. „Sveitungar þínir hafa trúað því líka.“ „En sannleikurinn er nú sá, að mér féll vel við hann sem bústjóra. Það var ólíkt þægilegra að hugsa um heimilið með honum en Jóni mínum blessuðum. Hann var svo oft að heiman og bundinn sinni köllun. En þegar ég sá, að hann var að taka Rósu frá mér, þá gat ég ekki litið hann réttu auga. Ég veit, að þú skilur mig ekki. Og það er ekki heldur von, þar sem þú hefur þennan einkason alltaf hjá þér, og honum þykir jafn vænt um þig og þér um hann, eins og var, þegar hann var í vöggu. En hugsaðu þér, að hann yrði svo hrifinn af einhverri konu, að hann tæki varla eftir því að þú værir til lengur. Heldurðu, að þér yrði ekld kalt til hennar?“ „Þetta er aðeins það, sem Ritningin talar um, að börnin eigi að yfirgefa foreldrana,“ sagði Rósa. „Var þér ósárara um það, þegar Sigrún þín trúlofaði sig?“ „Hún var aldrei eins hlýlynd og Rósa. Hefur sjálf- sagt líkzt mér. Rósa var eins og hann faðir hennar, blíð og góð,“ sagði Karen. „Þá átti ég þau bæði hjá mér. 106 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.